Skoðanakönnun Fréttablaðsins

baugsfylkinginJæja, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking hækka sig í þessari könnun. Svo vill til, að þessi könnun var tekin 14. apríl, á laugardaginn, þegar báðir flokkar voru með landsfund.

Hugsanlega verður að skoða niðurstöðu könnunarinnar í þessu ljósi, en hitt er svo annað mál, að fjölmargir kjósendur eru enn óákveðnir og gætu verið að rokka á milli flokka, eins og gerist.

En í öllu falli vísar þetta á gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem virðist ætla, jafnvel með fyrirvörum um landsfund, að auka fylgi sitt verulega frá síðustu kosningum.

althingiEn sögulega má líka minna á, að víða í Evrópu var það nánast regla, að þegar hinir róttækustu vinstri menn, kommúnistar eða sósíalistar, voru á uppleið, fór fylgi óreglulegra miðjumanna (óflokksbundinna og ekki með "fastan" flokk) til hægri til að vega á móti. Hugsanlega getur gríðarleg fylgisaukning VG í skoðanakönnunum undanfarið hafa orðið til þess, að miðjufylgi, sem er nær hægri en vinstri, hefur farið yfir til Sjálfstæðisflokksins.

En þetta kemur auðvitað allt í ljós 12. maí!


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Ætli Benni sé lasinn?

Snorri Bergz, 16.4.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband