Landsfundur Samfylkingarinnar

ossurÞað er vel við hæfi, að Landsfundur Samfó byrji 13. apríl, föstudaginn 13. apríl.

Því er ljóst, að allir sem eru hjátrúarfullir geta ekki kosið þennan flokk í kosningunum eftir mánuð.

En líklegt er, að þetta verði síðasti landsfundurinn, sem Ingibjörg Sólrún situr sem formaður.

 


mbl.is Landsfundur Samfylkingar hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Jeminn eini. Maður bara gapir þegar maður les svona."Stjórnarflokkurinn hefur ekkert vit á efnahagsstjórnun eins og dæmin sanna..." Að láta svona út úr sér þegar við búum við mesta góðæri Íslandssögunnar. Er hægt annað en að skella upp úr???

Margrét Elín Arnarsdóttir, 13.4.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Benedikt. Góðæri allra. Þrátt fyrir hátt vaxtastig um þessar mundir hefur kaupmáttur heimilanna aukist um 60% í tíð þessarar ríkisstjórnar.  Það hefur ekki gerst áður í Íslandssögunni. Ísland er í 2. sæti þegar Sameinuðu þjóðirnar mæla lífskjör. Atvinnuleysi mælist hvergi lægra, stjórnarfarslegur stöðugleiki er hér sá mesti sem þekkist og landið er í 4. sæti yfir samkeppnishæfustu ríki heimsins. 

Vaxtaumræðan er blöff Samfylkingarinnar, því megnið af þeim lánum sem ISG vísar í og telur til skuldaaukningar heimilanna, hafa verið tekin til neyslu, eftir að bankarnir ruddust inn á íbúðamarkaðinn og hætt var að setja raunveruleg kaup sem forsendu fyrir lántöku. Því stóð ríkisstjórnin ekki að.  

Samfylkingin vill kannski setja neyslustýringu á heimilin líka? Af hverju má fólk ekki skuldsetja sig ef það er borgunarmenn fyrir skuldunum? Þessi klisjupólitík ykkar er hreint með ólíkindum. Og svo étið þið hvert upp eftir öðru. 

Helga Sigrún Harðardóttir, 13.4.2007 kl. 16:24

3 Smámynd: Snorri Bergz

Einmitt. Samfó vill koma á neyslulöggu í samvinnu við VG!

Snorri Bergz, 13.4.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband