Íranir og Bandaríkjamenn

klefi1Ætli Íranir hafi lært þetta af Bandaríkjamönnum, eða Bandaríkjamenn af Írönum?


mbl.is Íranar segja ásakanir áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Það er mín skoðun að þetta harðræði sem bresku sjóliðarnir sættu sé nú ekki alvarlegt miðað við það sem gerist upp á hvern dag í Guantanamo búðunum á Kúbu. Þar eru raunverulegar pyntingar að eiga sér stað, án dóms og laga og í óþökk alþjóðasamfélagsins. Síðan eru þessir menn leiddir fyrir herrétt, þar sem þeir verða að nota hermenn Bandaríkjahers sem verjendur.

Þversögnin er: Kanar segja að Genfarsáttmálinn um meðferð stríðsfanga eigi ekki við, því að þetta séu "vígamenn". Samt er réttað yfir þeim eins og hermönnum.

Ingi Geir Hreinsson, 7.4.2007 kl. 09:25

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sælir

Ég er nú ekki að tala um harðræðið, sem sjóliðarnir hlutu. Það var varla mikið meira en ég lenti sjálfur í í USA, hvað þá í fangelsunum í Írak og Guantanamo.

Ég var að tala um hvernig Íranir stóðu að þessu. Sjóliðarnir segjast sjálfir hafa verið á írösku svæði. Ok, Íranir andsnúnir. En maður fékk ógeð að sjá þeim flaggað í sjónvarpi í áróðursskyni, segjandi eitthvað sem allir vissu, eða grunuðu amk, að væri ekki satt. 

Og þetta er bara það nýjasta af langri röð af írönskum "afrekum" hins nýja forseta.

Snorri Bergz, 7.4.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband