Kaupþingsmótið

Jæja, Gunnar Björnsson hefur  sagt frá 4. umferð. Ég ætla  þá bara að láta nægja að segja frá minni skák.

pict0360Ég fékk skoska stórmeistarann Colin McNab með hvítu. Ekkert annað en sigur kom til greina. Ég tefldi við hann í 1. umferð á Hastings skákmótinu 2005/2006, og vann, og það með svörtu. Hann er mjög sterkur með hvítt, og teflir morkið.

Ég negldi á hann nýjung í byrjuninni, held ég. Fékk ég slíka rjómastöðu, að ég ætlaði ekki að trúa þessu. Þar náði ég að plata hann illilega. En hann varðist vel og sennilega hef ég ekki fundið besta framhaldið, en það voru svo margar leiðir um að velja. Jafntefli varð síðan niðurstaðan.

Nú, fimmta umferð.

Í stórmeistaraflokki sigraði Guðmundur Kjartansson Björn Þorfinnsson. Hann hefur staðið sig rosalega vel strákurinn og er taplaus eftir 5 umferðir. Stefán vann Jón Viktor, Róbert vann Braga og útlendingar börðu síðan hverjir á öðrum.

pict0368Í meistaraflokki vann Ingvar Xzibit enn á ný og er efstur ásamt Bellin, sem gerði jafntefli við mig í kvöld. Ég lét plata mig í byrjuninni og fékk nánast óteflanlega stöðu. Bellin þessi er meistari í juðinu og sveið Korchnoi með svörtu um daginn, þar sem hann hafði aðeins örlitla yfirburði. En ég hélt mínu. Lék reyndar jafnteflisstöðu, sem ég hafði einhvern veginn náð að bjarga mér í, niður í einum leik, með skelfilegum afleik í tímahrakinu, en hann sá þetta ekki og þvingaði fram þráskák. Úff, þarna slapp ég vel.

Sig. Daði og Hjörvar gerðu jafntefli, Sigurbjörn rúllaði upp Kazimierz, Heimir  tapaði gegn Ingvari, McNab vann Frakkann með langa nafnið.

Jæja, bara ein skák á morgun. Maður er gjörsamlega örmagna eftir þessar tvær erfiðu skákir í dag. Vonandi nær maður að hvíla sig aðeins á morgun.

 Nánari upplýsingar eru á heimasíðu mótsins.

SGB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband