Stöð 2 hækkar

Jæja, þá hækkar Stöð 2.

Persónulega skil ég ekki þessar ástæður. Aðkeypt efni hækkar? Maður gæti skilið það svosem, ef þetta "aðkeypta efni" væri af einhverjum klassa. Mér sýnist þetta nú aðallega vera B-flokks efni frá USA, "fjöldaframleitt" úr verksmiðjum Hollywood, andlaust og marklaust: Efni sem skilur ekkert eftir sig, en drepur tímann hjá þeim sem ekki eiga bækur eða eru latir að lesa.

Innlend dagskrárgerð? Bíðiði hæg! Hef ég misst af einhverju? Var ekki Stöð 2 að minnka innlenda dagskrárgerð, m.a. með því að loka morgunsjónvarpinu? Hvaða nýja efni er Stöð 2 að framleiða? Einhverra hluta vegna hefur það farið framhjá mér. Það getur þá varla verið mjög gott.

Launahækkanir? Það má vel vera. En manni hefur fundist, að starfsmönnunum væri að fækka. Að minnsta kosti tekur maður ekki eftir að nein lúxusviðbót eigi sér stað hjá Stöð 2. En auðvitað er gott ef fyrirtæki gerir vel við starfsmenn sína.

En í öllu falli hlýtur fyrirtækið að vera að gera eitthvað vitlaust, því framboð af efni er ekki það mikið og enn síður gott, að maður hafi áhuga á að kaupa áskrift. En ég skal endurskoða þá ákvörðun, þegar Enski boltinn er kominn "heim"!


mbl.is Áskrift að Stöð 2 hækkar um 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki málið með þessar hækkannir einmitt Enski boltinn? Þeir greiddu rétt yfir milljarð fyrir sýningarréttinn, einhvers staðar þarf að fjármagna það.

Davíð (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 10:25

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, en það verður víst á sér rás, með sérstöku gjaldi. Það system á ekki að hafa nein áhrif á Stöð 2.

Rétt eins og Baugur færi að hækka verð í Bónus til að greiða fyrir tap á öðru fyrirtæki.

Snorri Bergz, 1.4.2007 kl. 10:36

3 identicon

Efni getur nú hækkað í verði þó það sé B-flokks efni - ekki það að mér detti í hug að réttlæta verðið á Stöð 2, fyrir eða eftir hækkun. Það er helv... gróft að borga svona mikið fyrir að horfa á auglýsingar. 

Gulli (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 11:40

4 Smámynd: Snorri Bergz

Einmitt. En ef menn eru að kaupa B-efni á A-efnisprís, af hverju kaupa menn ekki bara frekar A-efni?

Já, miðað við áskriftargjaldið á Stöð 2 er stuffið á stöðinni A-efni. Fata morgana!

Snorri Bergz, 1.4.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband