Hjá tannlækninum

Ég las um daginn að Svíar væru mjög hræddir við tannlækna, eða voru það Danir. Ég hef ekki þetta vandamál að glíma við.

Ég hef mjög góðan tannlækni, sem lappar upp á tanngarðinn með reglulegu millibili. Ég var einu sinni óttasleginn þegar ég heyrði í bor eða öðrum slíkum tækjum. En það er löngu liðið. Ég á jafnvel til að sofna eða dotta í stólnum.teeth

Þetta er nú samt í fyrsta skipti sem mér líður betur þegar ég fer frá tannza en þegar ég fór inn. Ég var nefnilega með hausverk í morgun, eins og síðustu tvo morgna, og vísast hefur deyfingin hjálpað til við að losna við þennan vágest.

Ég gekk út með silfur í tönn og laus við hausverkinn.

En það er gott að hafa góðan tannlækni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband