Stytting vinnutíma

baugsfylkinginÉg fatta ekki þær röksemdir sumra hér á blogginu, að framleiðsla aukist í þjóðfélaginu með styttingu vinnutíma. Eina röksemdin við svona tillöguflutning væri sú, sem borgarstjórn Rvk kom með 1932 og leiddi til fjöldamótmæla, og síðan fjöldaslagsmála, sósíalista við lögreglu í svokölluðum Gúttóslag. En hér er hvorki atvinnuleysi né kreppa, ja, a.m.k.  ekki meðan sósíalistaflokkum er haldið frá stjórn.

Til að viðhalda nákvæmlega sömu framleiðslu og nú, þarf um það bil nákvæmlega jafn margar vinnustundir. Ekki nema ég hafi misskilið eitthvað hrapallega. Ef það tekur þrjá menn 10 klst að framleiða varning X, en við styttingu vinnutíma í 8 klst, vantar 3x2 klst. til að ljúka verkinu. Og þá fá vitanlega hinir mörgu atvinnuleysingjar atvinnu til að fylla í skarðið. Nei, reyndar ekki, því hér er meiri eftirspurn eftir vinnuafli en framboð. Hins vegar er mikið atvinnuleysi í ESB löndunum, þangað sem Samfylkingin horfir.

Það eina sem ég fæ út úr þessu er, að Samfylkingin sé hér að lýsa yfir áhuga á, að skapa aðstæður fyrir enn meiri innflutningi útlendinga, þ.e. Íslendingar eiga semsagt að vinna minna til að leggja sitt af mörkum til að minnka atvinnuleysi í ESB, eða öllu heldur á EES svæðinu. Þetta kemur að vísu heim og saman við hótanir Össurar um, að hrekja fyrirtæki úr landi, t.d. banka, og skapa þar með atvinnu fyrir veslings fólkið í ESB. Og helst eftirláta sjávarútveginn líka með inngöngu í ESB. Við Íslendingar séum svo ríkir, að við höfum efni á að veita ESB-ríkjunum þróunaraðstoð og það með framsali fjöreggja þjóðarinnar þessa stundina.

Og síðan kemur annað: ef fólk hefur það svona skítt, skv. Samfó, með þeim vinnutímafjölda sem nú er, hvernig ætli staða þess verði við fækkun vinnustunda? Þá gerist það, að annað hvort fólkið í landinu lækkar í launum, eða þá að fyrirtæki greiði hærri laun, þ.e. borgi c.a. jafn mikið fyrir t.d. 120 vinnustundir og 160 vinnustundir. Ég á eftir að sjá fyrirtæki taka það í mál.

En í sjálfu sér er hugmyndin um styttri vinnudag ágæt, þ.e. flestir myndu vissulega vilja leggja minna á sig og eiga meiri tíma aflögu fyrir fjölskyldu og áhugamál, en fæstir telja sig hafa ráð á því að minnka vinnu. Og ég veit ekki betur, en að í Evrópu sé sums staðar verið að reyna að fjölda vinnustundum, til að auka framleiðslu. Heyrði einhvern nefna Þýskaland í því samhengi.

Þetta virðist því vera enn ein fabúlan hjá Samfó. Ef Samfó ætlar að láta taka sig alvarlega, verður flokkurinn að koma fram með raunhæfar og framkvæmanlegar tillögur, en ekki daðra við skýjaborgir. Þó vissulega séu þessar tillögur t.d. raunhæfari en tillögur þær, sem komu fram á landsfundi VG. Þar eru menn svo ánægðir með skoðanakannanirnar, að hausarnir eru enn uppi í skýjunum.


mbl.is Samfylkingin vill taka upp viðræður um að stytta vinnutíma í áföngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ef ég man rétt var samt gerð norræn könnun fyrir einhverjum árum síðan yfir störf iðnaðarmanna.

Skv. þeirri könnun var mun meiri framlegð af störðum þeirra dönsku á 36 tíma vinnuviku heldur en þeirra íslensku á upp undir 60 stunda vinnuviku.

Líkleg ástæða væri t.d. að af langþreyttu starfsfólki eru gerð mun fleiri mistök (sem þarf síðan að leiðrétta við mikinn tilkostnað) en af þessum sem eru ekki langtíma "yfirunnir".

Baldvin Jónsson, 25.2.2007 kl. 09:40

2 Smámynd: Snorri Bergz

Íslendingar eru líka latir!  En athygliverð kenning/könnun. En hvað ætli t.d. afgreiðslufólk vinni mikið meira á 6 klst en 8?

En hitt er rétt, að t.d. þingmenn gera meira á 1 klst, en með 60 klst af málþófi.

Snorri Bergz, 25.2.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband