Landsfundur VG

imagesCAT44SI9Jæja, nú vill VG setja í lög, ef ég hef skilið þetta rétt, að jafnt hlutfall verði milli kalla og kvenna í stjórnum fyrirtækja, á Alþingi og vísast þá einnig í ríkisstjórn.

Þetta er í fyrsta lagi óframkvæmanlegt, í öðru lagi heimskulegt, í þriðja lagi niðurlægjandi fyrir konur, að mínu mati.

Það getur varla verið uppörvandi fyrir konur, að eina leið þeirra til áhrifa komi vegna kynferðis þeirra, ekki hæfileika. Persónulega finnst mér konur a.m.k. ekki síðri stjórnendur en karlar, reyndar tel ég, af fenginni reynslu, að konur séu að mörgu leyti betri stjórnendur. En að mínum dómi á að velja hæfasta einstaklinginn hverju sinni í hvert starf, burtséð frá kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppáhalds liði í enska boltanum, osfrv. Ef tveir sækja um stjórnunarstarf, einn MBA og skúringarkona, á þá að ráða skúringarkonuna með barnaskólapróf, bara af því að það eru fleiri karlar í sambærilegum stöðum í sama fyrirtæki. Eða ef báðir umsækjendur hafa sama próf og svipaða reynslu, á þá að ráða konuna, bara af því að hún er kona? Það eru mannréttindabrot á karlinum. En varðandi stjórnir fyrirtækja: nú veit ég ekki nákvæma útlistun á þessu hjá VG, en tökum fjölskyldufyrirtæki sem dæmi; þar eru hjón um sextugt, og þrír ógiftir synir. Þessi fimm sitja í stjórn. Hvers vegna ætti að troða einhverjum óviðkomandi konum í stjórnina? Jafnvel hjá fyrirtækjum á markaði, þá efast ég um að þetta sé framkvæmanlegt. Ég neita hreinlega að gútera það, að VG vilji koma á sovéti með valdi. Hafa sósíalistar ekkert lært af sögunni? Það er ekki hægt að koma á breytingum til sæluríkis Marx með valdi, með kúgunum, með því að stjórnvöld neyði venjulegt fólk til að afsala sér réttindum.

Persónulega vil ég hafa fleiri konur á Alþingi en nú er. Mér finnst þær oft koma með sjónarhorn, sem við kallarnir höfum ekki. Því fagna ég t.d. því, að sjá kjarnorkukonur koma inn á þing frá VG, t.d. í Reykjavík og á Reykjanesi. En þessu á ekki að handstjórna, eins og VG gerir með kynjakvóta, heldur á að kjósa hæfasta fólkið í hvert sæti -  eða öllu heldur, þá sem hæfastir eru að smala eða hafa sýnt af sér hæfileika.

Fleiri mál ætlar VG að bera fram fyrir þjóðina. Mér lýst ekki á pakkann. Ég hef hér áður boðað, að vænlegasti stjórnarkosturinn í vor verði Sjálfstæðisflokkur og VG, þ.e. ef núverandi stjórn fellur og jafnvel þótt hún standi með naumum meiri hluta. En ég er ekki viss öllu lengur. Ég efast hreinlega um, í ljósi stefnumála VG á þessu þingi, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi samleið með flokknum. Sjallar hafa allt frá upphafi staðið gegn kommúnisma og getur því varla samþykkt hann nú, þótt nú sé um að ræða "ný-kommúnisma". Flokkurinn mun aldrei getað samþykkt, að afmá einstaklingsfrelsi þegnanna. Og VG er vísast ekki tilbúið að slaka mikið á stefnu sinni. Stjórn D og U mun því vísast ekki komast á koppinn í vor.

imagesÞá eru tveir kostir í stöðunni: vinstri stjórn, vísast undir forystu Steingríms Joð, eða ný "viðreisn". Seinni kosturinn er skárri fyrir þjóðina. En mér er ekki rótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband