Bloggið í Egyptalandi

Ég skal játa það, að þetta kemur mér nokkuð á óvart. Hélt að Egyptaland væri komið lengra en þetta. En þegar maður fer að hugsa aðeins aftur, hefði maður svosem ekki átt að vera hissa. Mannréttindi eru því miður ekki í hávegum höfð í Egyptalandi, þar sem ástandið er þó einna skást meðal arabaríkjanna við botn Miðjarðarhafs.

En það er greinilega ekki tekið út með sældinni að vera bloggari.


mbl.is Egypskur bloggari dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna móðgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Í landi Faraóana ríkir einræðisherran Mubarak sem heldur öllum þráðum þegnanna í hendi sér.  Mannréttindi eru einskis virði og refsingar við minnstu yfirsjónum grimmdarlegar.  Í samanburði við það var Írák Saddams Hussein meðal hinna umburðarlyndu.  Að bjálfanum George Bush skyldi takast gera Írak að sérlegu óvinaríki og Egyptaland að vinaríki í Miðausturlöndum sýnir hversu lítið almenningur á Vesturlöndum veit um þennan heimshluta og þar af leiðandi tilbúinn að láta bjóða sér.  Ef Saddam var vondur hvað má þá segja um grimmdarverk Saudanna, Sýrlendinga og Ísraelsmanna svo einhverjir séu þarna taldir.  

Málið er ofur einfalt og það snýst um olíu.  Ekkert annað. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 22.2.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband