Íran, Írak og borgarastríð í Palestínu?

blogdemagogJæja, vopnahléð endanlega hrunið, kemur í raun ekki á óvart. Ég ræddi það reyndar þegar í gær, er allt virtist vera við það að springa í loft upp.

Það merkilegasta við þetta er, að í árás á vígi Hamas í gær kom í ljós, að þar voru töluvert margir Íranir innandyra. Einn þeirra framdi sjálfsmorð, en sjö voru handteknir af öryggissveitum Abbasar forseta. A.m.k. sex féllu í bardögum gærdagsins, en þeir hófust víða um Gasa, jafnan að undirlagi Hamas. Fatah-liðar eru farnir að gruna, að Íranir og jafnvel Sýrlendingar blási á glæðurnar, en á móti segja Hamas, að Fatah menn séu erindrekar Bandaríkjastjórnar. imagesCACOUBCQVopnahléð frá því á þriðjudag virðist nú endanlega farið veg allrar veraldar, enda ekki við öðru að búast svosem. Hvorugur aðilinn vildi í raun vopnahlé á þessum tímapunkti, en voru sáttir við smá pásu frá bardögum til að safna vopnum, endurskipuleggja herliðið (regroup) og koma sér betur fyrir. Málið er, að Fatah og Hamas eru að berjast um völdin á heimastjórnarsvæði Palestínumanna. Þó ekki sé þetta ljóst, virðist Hamas vera örlítið að gefa eftir.

En að öðru, Palestínumenn óttast nú, að "þjóðernishreinsun" eigi sér stað í Írak, en fjöldi Palestínumanna hefur verið myrtur í Írak. Grunar þeim, að verið sé að refsa þeim fyrir að hafa á sínum tíma verið meðal allra hörðustu stuðningsmanna Saddams Husseins. Já, Írakar eru höfðingjar heim að sækja.


mbl.is Barist í Palestínu þrátt fyrir vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eiga aldrei eftir að semja um frið við Ísraelsmenn á meðan þjóðin er ekki sameinuð. Sama hver er við völd þá fara fylkingarnar sínar eigin leiðir, á meðan ein semur um frið þá er hin að undirbúa árásir á Ísrael. En jákvæði punkturinn er kannski sá að á meðan þeir eru að berjast við hvor aðra þá fækkar árásum á Ísrael, sem á sama tíma fækkar aðgerðum Ísraelsmanna.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband