Fimmtudagur, 20. september 2007
Global Cooling?
![]() |
Ís byrjaður að myndast á ný á norðurheimskautinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. september 2007
Spurning að prófa einhver sýklalyf?
![]() |
Krónan veiktist lítillega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. september 2007
Chitty Chitty Bang Bang
Þegar ég var "minni" sá ég ævintýramyndina Chitty, Chitty Bang Bang og hafði gaman að. Ég var nú bara smá patti. Þetta er semsagt myndin um bílinn sem gat flogið!
Þegar ég fór á bókasafnið í gær sá ég myndina í rekka og gat ekki á mé setið að fá hana lánaða. Þetta er nú meiri vitleysan, en greinilega hef ég fengið breyttan kvikmyndasmekk síðan þá. En þarna voru m.a. Benny Hill og Desmond "Q" eitthvað, úr Bond-myndunum. Æ, það mátti svosem horfa á þetta...ég er "sucker for happy endings."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. september 2007
Þórhallur bin Laden?
Jæja, Spaugstofan setti Þórhall í bin-Laden / Talibanabúning á laugardagskvöldið, vísast til að mótmæla því, að hann rak Randver Þorláksson á braut.
Ég er nú einn þeirra sem hef fylgst vel með Spaugstofunni frá upphafi og verð að segja, að ég sé ekki að þátturinn missi mikið við brotthvarf Randvers. Hann leikur jafnvel karaktera sem skipta litlu máli og er ekki að gera neinar rósir, þó hann sé auðvitað góður leikari.
En hitt er svo annað mál, að mér skilst að hann sé solid í því sem fer fram á bakvið tjöldin og að Spaugstofumenn munu sakna hans þar. En sem leikara í Spaugstofunni, sé ég ekki að neinn skaði sé skeður, amk ekki svo miklu máli skipti. Hann hefur verið nánast eins og aukaleikari þarna síðustu árin og aðeins haft einn alvöru karakter, þ.e. þegar hann lék róna.
En hitt er svo annað mál, það það var held ég flestum amk að skaðlausu, að hafa Randver þarna áfram.
![]() |
Styðja Randver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. september 2007
1969 kynslóðin skorar feitt
Jæja, 1969 kynslóðin er einfaldlega best. Anand, Gelfand, Ivanchuk, ég, og margir fleiri!
En fyndið að sjá frétt Moggans:
Boris Gelfand, sem býr í Ísrael, komst í nótt upp að hlið Indverjans Vinwanathans Anands á heimsmeistaramótinu í skák, sem nú fer fram í Mexíkó. Gelfand vann Gelfand ties with Anand in standing Israeli gran master Boris Gelfand Rússann Alexander Morozevítsj í 6. umferð mótsins og er með 4 vinninga eins og Anand sem gerði jafntefli í gærkvöldi.
Gelfand tefldi fyrst fyrir Sovétríkin, síðan Hvíta-Rússland um 1990, enda alinn upp í Minsk. En hann er Gyðingur og þegar rússneskir Gyðingar fengu ferðafrelsi, flutti hann til Ísrael, hefur teflt fyrir það land í um 15 ár og er eðlilega ísraelskur borgari. Hann gerir því meira en að búa í Ísrael. Furðuleg frammistaða Moggans þarna. En Anand býr auðvitað á Indlandi, a.m.k. stundum.
En þegar menn þýða erlendar fréttir, verða menn að muna, í copy-paste dæminu, að þurrka enska textann út!
![]() |
Gelfand komst upp að hlið Anands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 20. september 2007
Mourinho hættur
Þetta er bæði gott og slæmt.
Það góða er, að gott er að losna við þennan hrokagikk úr boltanum.
Það slæma er, að Chelsea græðir vísast á þessu, því ímynd liðsins mun vísast batna verulega og leikstíllinn verða beittari.
Sjá umræðu á Soccernet:
![]() |
José Mourinho hættir sem knattspyrnustjóri Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)