Miðvikudagur, 27. júní 2007
Hætta í íbúðahverfi
Jæja, þá er verið að flytja úr Grænuhlíðinni, af næstum því horninu á Stigahlíð. Þetta er góður staður að búa á, eða hefur verið. En nú er best að forða sér, áður en fasteignaverðið þarna í hverfinu fellur enn frekar.
Ástæðan er einföld. Löggilt Liverpool-verslun hefur verið í Suðurveri nú í nokkurn tíma og frá þeim tíma hefur fasteignaverð hrapað.
Ég meina, hvernig stendur á því að borgin leyfir svona starfsemi að vera í íbúðahverfi? Hvað með börnin í hverfinu? Þau er í stórhættu að smitast af rauðu Liverpool-pestinni og stórskemma framtíðarmöguleika sína í lífinu. Af hverju var ekki haldin grenndarkynning, áður en starfsemi þessi fékk heimild til að setja sig þarna niður?
En það er vísast orðið of seint núna, svo ég sé mér ekki annað fært en að flytja, áður en hverfið verður algjörlega ofurselt veirunni!
Og til að vera alveg viss um allt smit, þá færi ég mig fjær KR heimilinu og nær hinum nýju höfuðstöðvum FRAM þarna uppi í sveit.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Gagnkynhneigð belja
Samkvæmt óöruggum heimildum er þetta sama beljan og kyssti Guðna. Greinilegt er, eins og allar líkur benda til, að hún hafi haldið, að stúlka þessi hafi líka viljað kyssa Guðna og því ráðast á hana, til að hrekja keppinautinn frá.
Og þegar hún sneri aftur frá árásarferðinni, var Guðni farinn. Síðan hefur veslings beljan verið í ástarsorg og ekki að undra, enda telja 72% kúa skv. síðustu skoðanakönnun Capacents, að Guðni Ágústsson sé kyssilegastur mannfólksins.
En síðan er auðvitað spurning, hvort Guðni hafi gengið lengra og tekið í spenana á beljunni frægu?
![]() |
Slasaðist í viðskiptum við kú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Vel valið!
Af krata að vera, er Hrannar Björn Arnarsson mjög fínn! Reyndar er hann að mínum dómi jafnvel í sama gæðaflokki og eðal sjálfstæðismenn.
Eg hef þekkt Hrannar lengi og hef engan efa um að hann eigi eftir að standa sig afburða vel sem aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í félagsmálaráðuneytinu.
Þarna valdi Jóhanna rétt.
![]() |
Hrannar Björn aðstoðarmaður Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Það er gott að spila í Kópavogi
Gaman er, að Kópavogur skuli nú eiga tvö ágætis lið í efstu deild í fótbolta, en hin síðustu misseri hafa bæjarbúar í Goldfingerbæ jafnan mátt sætta sig við neðri deildar bolta.
En greinilega er stóri bróðir betri, því Blikar sigruðu 3-0. Á sama tíma sigraði ÍA lið Víkings með sömu markatölu. Greinilegt að úthverfi Reykjavíkur eru orðin gróðrarstía ágætis fótboltamanna (eins og svo oft áður).
En nú er komið að leik Vals og FH. Ég mun að sjálfsögðu halda með Val, bæði til að koma spennu í mótið og líka hitt, að mér er ómögulegt að halda með liði, sem spilar í Spurs-búningi! Síðan má bæta við, að ég hef ekkert gaman að fimleikum og því síður fimleikafélögum.
Og síðan er stórleikurinn KR-FRAM annað kvöld. Sigri þeir bláu, verða KRingar komnir með annan fálmarann í fallöxina, en allt verður opið áfram, nái þeir litlausu að stela punkti. Sigri KRingar munu FRAMarar vísast falla niður um deild, því það gæti orðið mjög mikið áfall, sálfræðilega, að ná ekki að vinna skyldupunktinn, svona svipað og þegar ég tefli við Björn Þorfinnsson, nema hvað Björn er með skemmtilegustu skákmönnum landsins og teflir djarft til sigurs, meðan KRingar spila leiðinlegan kick and run fótbolta, svona svipað og Burnley spilaði um 1975.
Áfram FRAM!
![]() |
Breiðablik - HK 3:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)