Mánudagur, 9. apríl 2007
"The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing"
Jæja, var að klára að horfa á Hitler: The Rise of Evil. Titill þessa pistils er það fyrsta sem maður sér.
Þetta var meiri háttar áfall. Fyrsta atriðið sem maður sér með Hitler, sem þá var smástrákur, var þegar hann gekk inn í skrifstofuna, þar sem faðir hans hafði áður starfað, og hafði á höfðinu nákvæmlega eins týrólahatt og ég á! Hann sást með svipaðan hatt síðar.
Eg hafði séð þessa þætti í sjónvarpinu, en ekki fylgst nógu vel með. En þetta var alveg agalegt að horfa á. Hvernig gat þessi menningarþjóð látið svona ganga yfir sig?
En jæja, nú stefnir allt í, að Evrópa sé á svipaðri leið og þá. Hatur og illska er ekki lengur taboo, það er ekki lengur slæmt að hata og vilja drepa, ef fórnarlambið má missa sig. Jafnvel í Bretlandi virðast hin hefðbundnu fórnarlömb enn á ný verið valin, til að friða ófriðarseggina, rétt eins og í Munchen 1938. Og þetta er bara enn eitt dæmið. Hið sama er að gerast út um allan heim.
"The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing" (Edmund Burke, 18. öld).
Mánudagur, 9. apríl 2007
Áfangi
Jæja, þetta var stutt og laggott. Það vissu allir skákmenn, að við Ingvar myndum semja jafntefli!
1. Við semjum jafnan jafntefli hvort sem er. Gagnkvæm virðing býst ég við.
2. Ég hefði aldrei farið að tefla til sigurs, þegar svona mikið var í húfi hjá félaganum
3. Ég er friðsamur að eðlisfari.
EN jæja, skemmtilegu móti er lokið og nýtt að hefjast, Reykjavik International.
![]() |
Náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 9. apríl 2007
Triumph des Willens (1935)
Jæja, ég hef verið í upprifjunum á síðustu mánuðum, með hléuum reyndar. Mér tókst að komast áfallalaust í gegnum 30 þætti af Battlefield (af History Channel) og ýmsum öðrum myndum frá Síðari heimsstyrjöld. Tímabilið frá 1918-1945 er mitt helsta áhugasvið í sögunni, þó vissulega sé ég með almennan áhuga á sögunni sem slíkri. En þetta tímabil heillar mig mest.
Ég horfði í morgun á tvær heimildamyndir um síðustu daga Hitlers. Úff, mikið ósköp var kallinn steiktur. Endalok hans voru þó öðruvísi en t.d. Stalíns. AH drap sig, hugsanlega bæði með eitri og byssuskoti. Og nánustu samverkamenn hans, þeir sem ekki voru flúnir, fylgdu á eftir.
En Stalín þurfti ekki að drepa sig. Hann veiktist, og nánustu samstarfsmenn hans leyfðu honum að deyja. Þeir kölluðu ekki á lækni fyrr en það var orðið of seint að bjarga honum. Og bestu læknarnir höfðu þegar verið ofsóttir og fangelsaðir, enda Gyðingar. Reyndar sagði nánasti samstarfsmaður hans frá þriðja áratugnum, slátrarinn Kaganovich, að hann hefði eitrað fyrir Stalín. Ég man þó ekki fyrir víst, en mig minnir að Stalín hafi í lokin verið giftur systur Kaganovich. En jæja, aftur að efninu.
Nú er að renna í gegn mynd Leni Riefenstahl, Sigur viljans frá 1935, ein snjallasta áróðursmynd allra tíma.
Ég hef svosem séð þetta allt áður. Hef séð fjöldann allan af myndum frá Þriðja ríkinu, og lesið helling af bókum, sem ég hef safnað að mér í gegnum tíðina.
En þarna eru allir glaðir og reifir. Allt er í lukkunnar velstandi, eins og skáldið sagði. Þessi ímynd af Þýskalandi var fölsk. Þar bjuggu milljónir manna við stöðugan ótta, t.d. Gyðingar, kommúnistar, sósíaldemókratar og ýmsir aðrir. Þeir sjást auðvitað hvergi með súran svip. Allt var svo fagurt í Þýskalandi 1934. Einu sinni var allt í rústum í Þýskalandi, sagði einn vinsamlegur íslenskur ferðalangur, en þar er nú enginn "dónaskapur lengur". Kommarnir hreinsaðir af götunum, efnahagurinn í blóma og allt í fína. En það var líka mýta. Þýskaland var að kaupa sér tíma. Vissulega hafði ástandið batnað í Þýskalandi, efnahagslega, en það var ekki grundvallað til frambúðar. Ríkið gekk fyrir lánum og skipti á umframframleiðslu og erlendum varningi. Atvinnuleysi var reyndar útrýmt en tugþúsundir voru sviftir frelsi og margir þeirra unnu "frítt" fyrir ríkið, rétt eins og Sovét.
Þessi mynd er mjög svipuð þeim, sem maður hefur séð frá Sovét, enda tvö svipuð ríki sem þarna áttu í hlut. Annað þjóðernissósíalískt, hitt alþjóðasósíalískt, en bæði fasísk ríki undir stjórn brjálaðra og morðóðra einræðisherra, og hóps já-bræðra, sem þorðu ekki annað en að hlýða, annars yrðu þeir skotnir líka. Og það sem verra var, þeir reyndu að gera sem best í því, að fara á undan foringja sínum með "góðu" fordæmi. Og báðir lærðu af hinum; nasistar tóku þrælabúðakerfið frá Rússum, og Stalín lærði á móti ýmislegt af Hitler, aðallega það af ofsækja kommúnista.
En 1939 var Þriðja ríkið af fótum komið efnahagslega. Hin mikla uppbygging, á vegum Ríkisins, hafði kostað sitt, ekki síst hvað snerti hergagnaiðnaðinn. Ríkið skuldaði t.d. Krupp gríðarlegar fjárhæðir. Stríð var eina leiðin til að viðhalda þýska ríkisbákninu. Ríkissósíalismi leiðir alltaf til efnahagserfiðleika, eins og sagan kennir. Líka hér á Íslandi.
Ein Volk, ein Reich, ein Fuhrer tjöntuðu þeir strákarnir í myndinni. Svipað sögðu menn í Sovét og á Ítalíu, t.d. Og öll þessi stjórnkerfi hrundu undan eigin þunga. Fasismi meikar ekki sens.
Alveg sama þótt fallegar myndir séu gerðar, til að villa um fyrir fólki. En hitt er svo annað mál, að í Þýskalandi 1934-35 var bjartsýni hjá þeim, sem féllu undir góða Þjóðverja, þ.e. kynhreina. Og myndin, þó villandi sé, sýnir vel þær væntingar, sem þjóð í kröggum bar.
En Þjóðverjar voru ekki jafn roggnir 1945, þegar Þýskaland var í rústum. Brjálæðingurinn Adolf Schicklgruber, a.k.a. Hitler, hafði leitt þjóðina í Ragnarök, eins og hann hafði lofað, ef hún myndi tapa stríðinu. En það var ekki sök þýsku þjóðarinnar, heldur Hitlers sjálfs, sem klúðraði stríðinu aftur og aftur með heimskulegum ákvörðunum...annars hefði nasistapestin fests á meginlandi Evrópu.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 9. apríl 2007
Barist til þrautar?
Það vita það allir í skákinni, að ég sem ekki jafntefli nema í fulla hnefana, og alls ekki við félaga og vini! Kemur ekki til mála að láta Ingvar fá normið baráttulaust!
Við Ingvar höfum barist hart í mörgum skákum hin síðari ár -- ok, ég er að plata.
En við Ingvar eigum frægasta jafntefli íslenskrar skáksögu, í síðustu umferð í Rvk open 2004.
Ég vil óska Ingvari til hamingju með stórkostlegan árangur í mótinu.
Ég held að allir skákmenn viti, að ég sé til í að fá mér pulsu í dag. Annars myndi ég hundur heita, eða eitthvað þaðan af verra.
![]() |
Ingvar Þór vantar hálfan vinning í titiláfanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)