Mánudagur, 30. apríl 2007
Tekur Bjarni Ármannsson við af Wolfowitz?
![]() |
Wolfowitz segist fórnarlamb ófrægingarherferðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Owen kominn aftur!
Jæja, Michael Owen er loksins kominn aftur á stjá eftir langvarandi meiðsli. En ekki byrjar það vel. Hann þarf að kljást við Reading!
Ég spái því að Brynjar Björn tækli hann all rosalega (löglega! Brynjar er heiðarlegur leikmaður) og Owen fari beint aftur á sjúkralistann.
Owen er samt heppinn. Hann gæti verið að spila gegn Fulham í kvöld. Heiðar færi nú létt með að senda þann litla beint aftur í sjúkraþjálfun.
![]() |
Ívar og Brynjar í liði Reading - Owen í byrjunarliði Newcastle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Er ESB að framleiða fyllibyttur?
![]() |
Fleiri Svíar deyja áfengistengdum dauðdaga eftir inngöngu í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Reka Olmert! Ítrekun
Já, ég endurtek: Reka Olmert. Maðurinn getur ekki sinnt þessu hlutverki, hvorki í smáu né stóru. Með stuðning c.a. 5% þjóðarinnar trúi eg ekki að hann telji sér sætt í embætti, sem hann var í fyrsta lagi ekki einu sinni kosinn í, heldur tók að erfðum frá Ariel Sharon.
Olmert hefur valdið mér miklum vonbrigðum í embætti.
![]() |
Olmert á von á harðri gagnrýni fyrir innrásina í Líbanon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Kominn í netsamband að nýju
Úff, ekki vissi maður hvað netið er orðið stór hluti í lífi manns, fyrr en það dettur út.
Það var hér fyrir viku, að einhver snillingur lokaði fyrir símalínuna mína á skrifstofuna, en þá var semsagt verið að vinna í símkerfinu í húsinu. Og það tók sinn tíma að fá viðgerðarmann frá símanum, en það tókst. (Ég er með skrifstofu í húsinu á móti aðalstöðvum Símans). Hann tengdi línuna aftur inn og nú kemst ég á netið án þess að þurfa að fara á Billiard barinn eða niðrá BSÍ, þar sem ég hef setið merkilega lengi og oft upp á síðkastið.
En jæja, "can't beat the feelin'"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Samfóarnir læra seint
Nú ræðst fram ein helsta vonarstjarna Samfó og formaður ungkrata (ef ég man rétt). Hann leggur sitt fram í baráttunni og hvað er það? Persónulegt skítkast.
Kemur ekki á óvart. Þetta hefur verið norm kratanna, að kasta skít í frambjóðendur eða stuðningsmenn annarra flokka, dylgja um þá og karakter þeirra, (jafnvel rifja upp neikvæða atburði, sem eru löngu liðnir) eða verk þeirra, og tala síðan um nornaveiðar, kvenfyrirlitningu, karlrembu, osfrv, þegar menn dirfast að gagnrýna formann þeirra, Ingibjörgu Sólrúnu, og vilja ritskoða fréttir, sem eru neikvæðar fyrir flokkinn.
Og síðan eru þeir hissa á, að flokkurinn njóti ekki stuðnings þjóðarinnar og sé að fara niður í logum. Formaðurinn treystir ekki þingflokknum, Poliburoið treystir ekki flokksmönnum (sem fá ekki að ræða málin á landsfundinum!), og þjóðin treystir ekki formanninum. Er það eitthvað skrítið, þegar svona pólítík er rekin?
En "fyndið", að þeir sem duglegastir eru í gagnrýni á menn og málefni annarra, skuli ekki geta tekið gagnrýni sjálfir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Heimanmundur: útelt system
Þetta er auðvitað með ólíkindum, en greinilega eiga sumir í þriðja heiminum erfitt með að afleggja forna siðu, jafnvel þegar nútíminn með sinn nýmóðins hugsunarhátt hefur hafið innreið sína víðast hvar, þám á Indlandi.
Ég hef lesið mér töluvert til um ástandið á Indlandi, og þá er ég að "meina" samfélagsgerðina og þá gríðarlegu misskiptingu, sem þar á sér stað. Sumir hópar fólks eru gjörsamlega réttlausir, og eru ofurseldur grimmilegum örlögum.
Þetta dæmi er vísast ekkert einsdæmi, þó það sé etv dálítið grófara en víðast hvar.En það tekur á vandamáli, sem víða á sér stað á þessum slóðum og víðar, að konur séu nánast seldar í hjónaband og hafi ekkert að segja með, hver maki þeirra verði. Og þá skiptir félagsleg staða, ríkidæmi foreldra og svoleiðis atriði meira máli en persóna viðkomandi.
En ég hreinlega næ því ekki, hvers vegna konur þurfa að borga með sér í hjónaband, ekki síst á þessum slóðum, þar sem þær gera meira en að vinna fyrir "kaupinu" sínu. Til hvers þarf t.d. kona, sem eignast 8 börn á 9 árum, og eldar, þrífur og svo framvegis, að borga með sér í hjónaband?
Og þetta er landið, sem við viljum einna helst tengjast.
![]() |
Læst inni í herbergi í 15 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)