Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Öfugir Bandaríkjamenn!
![]() |
Vilja Becks án Posh |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Að taka föður sinn í nefið...í orðsins fyllstu merkingu
Ég held að "okkar" Richards, Cliff, sé nú mun betri fyrirmynd fyrir ungu kynslóðina en þessi rugludallur.
Ok, eiturlyf eru eitt, en hvaða heilvita manni dettur í hug að taka öskuna á föður sínum í nefið?
Segja orðin "sundin blá" eitthvað?
![]() |
Tók föður sinn í nefið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Nóg komið!
Ég var hjá tannsa um daginn og þar var útvarpið í gangi. Jújú, leiðinlegasta auglýsing sögunnar kom þar a.m.k. einu sinni, ef ekki oftar. Hún byrjar einhvern veginn svona:
Þetta er Ágúst í Tölvulistanum...
Ég veit ekki hvaða auglýsingastofa hannaði þessa auglýsingaherferð, en bæði ég og tannsi gnístum tönnum. Og síðan hef ég heyrt hana margsinnis, maður getur varla opnað fyrir útvarp án þess að þessi hræðilega auglýsing heyrist og það í mörgum útgáfum.
Þarf ekki að setja svona hljóðmengun í umhverfismat? En a.m.k. hefur þessi auglýsing orðið til þess, að mér kemur ekki til hugar, að versla í Tölvulistanum.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Mesta tækniundrið
![]() |
50 merkilegustu tækniundrin valin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Málsháttur ársins!!
![]() |
Oft kemur málsháttur úr páskaeggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
KRingar skotnir í kaf!
Alltaf gaman að vinna KRinga, sér í lagi af því slíkt gerist ekki alltof oft upp á síðkastið. 5:3 var niðurstaðan. Það vantaði reyndar marga í bæði lið, en segja má, að hálft aðallið FRAM hafi vantað og nokkra KRinga, sem ættu nú að hafa breiðari hóp.
Liðskipan Fram:
Markverðir:
Gunnar Líndal (Ögmundur Kristinsson 46.)
Vörn:
Kristján Hauksson, Eggert Stefánsson (F), Óðinn Árnason og Andri Karvelsson
Miðja:
Viðar Guðjónsson, Igor Pesic (Jón Guðni Fjóluson 75.), Ingvar Ólafsson, Daði Guðmundsson (Snorri Hannesson 86.).
Sókn:
Patrik Redo og Ívar Björnsson
En jæja, einn Snorri í liði FRAM, enginn held ég í liði KR. Það hlýtur að hafa gert gæfumuninn, jafnvel þótt hann kæmi ekki af bekknum fyrr en undir lokin.
En gaman þykir mér að sjá þarna markmanninn Ögmund Kristinsson, alnafna hins fræga markvarðar Víkings hér á árum áður. Ögmundur eldri, mikill öðlingur og góður drengur, getur víst verið ánægður með nafna sinn, sem ku afar efnilegur.
Vonandi veit þetta á gott fyrir sumarið. Áfram FRAM.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
30 ára morðsaga
En hvað var drengurinn að brjótast inn þetta ungur?
Það var hér í fréttunum um daginn, að samþykkt hafi verið á hinu háa Alþingi að barnaperrismi fyrnist aldrei.
Hið sama ætti að eiga sér stað um morð. Morð eiga ekki að fyrnast.
En á hinn bóginn var þetta ágætt hjá kallinum, úr því sem komið var, að játa brot sitt. Betra er seint en aldrei.
En viðurstyggilegt var þetta og drengurinn tók vísast út refsingu sína, að þurfa að burðast með þetta leyndarmál í tæp 30 ár. En sú refsing var þó ekki fullnægjandi, miðað við hvað hann gerði.
En síðan er auðvitað allt annað mál að 13 ára drengur hefði vísast ekki verið dæmdur fyrir morð, heldur settur á barnahæli eða eitthvað svoleiðis. Þá væri hann löngu kominn út, forhertur og vísast fjandsamlegur umhverfi sínu.
![]() |
Játaði að hafa framið morð 13 ára gamall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin
Jæja, þetta fer nú að verða spennadi. Spjótin fljúga á milli þeirra. Og stofnendur IE eru sárir og kenna hinum um.
En ég veit auðvitað ekki hvað nákvæmlega gerðist. En mér sýnist að IE hafi lent undir í samkeppni við Icelandair, sem hafði efni á miklum undirboðum. En á hinn bóginn hafi IE menn ekki alveg staðið undir þessari hörðu baráttu og guggnað.
Er þetta ekki ágætis málamiðlun?
![]() |
Yfirlýsing frá Pálma Haraldssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
To lose or not Toulouse, that is the question
Ok, lélegur brandari. Þegar ég var í námi í Englandi forðum leigði ég um tíma með franskri stelpu, Sandrine, sem einmitt bjó að öllu jöfnu í Toulouse. Þar þreytti ég þennan brandara alveg skelfilega og var hann nú ekki góður fyrir.
![]() |
Starfsmenn Airbus í Toulouse mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Maður í hjólastól rændur
Hvurslags eiginlega er þetta? Hvaða hálfviti átti þarna eiginlega í hlut? Hvernig dettur einhverjum í hug að ráðast á mann í hjólastól?
Þetta er nú með því lágkúrulegasta sem gerist. Menn þurfa að vera mjög siðferðislega brenglaðir til að láta sér detta svona lagað í hug, í fyrsta lagi, og framkvæma það, í annan stað.
Svona menn á bara að senda til Guantanamo.
![]() |
Barinn og rændur í hjólastól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)