KRingar skotnir í kaf!

Fram_logo100Alltaf gaman að vinna KRinga, sér í lagi af því slíkt gerist ekki alltof oft upp á síðkastið. 5:3 var niðurstaðan. Það vantaði reyndar marga í bæði lið, en segja má, að hálft aðallið FRAM hafi vantað og nokkra KRinga, sem ættu nú að hafa breiðari hóp.

Liðskipan Fram:

Markverðir:
    Gunnar Líndal (Ögmundur Kristinsson 46.)

Vörn:
    Kristján Hauksson, Eggert Stefánsson (F), Óðinn Árnason og Andri Karvelsson

Miðja:
    Viðar Guðjónsson, Igor Pesic (Jón Guðni Fjóluson 75.), Ingvar Ólafsson, Daði Guðmundsson (Snorri Hannesson 86.).

Sókn:
    Patrik Redo og Ívar Björnsson


En jæja, einn Snorri í liði FRAM, enginn held ég í liði KR. Það hlýtur að hafa gert gæfumuninn, jafnvel þótt hann kæmi ekki af bekknum fyrr en undir lokin.

En gaman þykir mér að sjá þarna markmanninn Ögmund Kristinsson, alnafna hins fræga markvarðar Víkings hér á árum áður. Ögmundur eldri, mikill öðlingur og góður drengur, getur víst verið ánægður með nafna sinn, sem ku afar efnilegur.

Vonandi veit þetta á gott fyrir sumarið. Áfram FRAM.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband