Hreint land, fagurt land

Varð að lauma þessu inn í umræðuna!

 

 


Iceland Express málið: Löglegt en siðlaust?

icelandairÉg vil byrja á því að viðurkenna, að ég hef aldrei flogið með Iceland Express. Hananú.

Engu að síður vil ég, að samkeppni ríki á þessum markaði, eins og öllum öðrum. Maður man of vel, hvernig verðlag var hér forðum, meðan Flugleiðir voru einir um hituna.

Ég get nefnt sem dæmi, að þegar ég fór til USA 1998 var það ódýrara fyrir mig, að fljúgja til Danmerkur, þaðan til Hollands og áfram til Washington, en beint til Baltimore/Washington með Flugleiðum. Og það þrátt fyrir að ég færi heim með Flugleiðum frá Baltimore. Fyrir mismuninn gat ég borgað viku gistingu í Kaupmannahöfn og matföng mest allan tímann. 

Mér fannst verð Flugleiða þá vera algjört okur. Svo einfalt var það. Samkeppnin hefur nú gert það að verkum, að Flugleiðir hafa orðið að lækka verð sitt.

En varðandi mál Iceland Express, þá vil ég segja: Sé þetta rétt hjá forsvarsmönnum IE, fyrst að FLugleiðir hafi reynt að hösla þá út á markaðnum (sem virðist nú sannað) og síðan, að aðilar innan stjórnar FLugleiða hafi notað tækifærið og reynt að kaupa fyrirtækið sem FLugleiðir voru að reyna að drepa, þá er þetta ógeðsleg hegðun hjá Pálma.

Ef þetta er löglegt, er þetta siðlaust.


mbl.is Segja Pálma eiga persónulegan þátt í rekstrarerfiðleikum IE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álverið að stækka?

alverJahérna. Og hvað ætli Ögmundur og þeir segi við þessu?

Alcan á Íslandi gæti stækkað álver sitt í Straumsvík úr 180 þúsund tonna framleiðslugetu upp í 350.000 tonn, miðað við gildandi deiliskipulag. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að möguleiki sé að rífa tvo elstu kerskálana, þar sem nú eru framleidd samtals 110 þúsund tonn, og byggja nýja þar sem samtals mætti framleiða 280.000 tonn á ári.

Kannski er þetta bara ágætis lausn á málinu og allir venjulegir menn sáttir. Nema auðvitað öfgamennirnir.


mbl.is Stækkun álversins rúmast innan núverandi deiliskipulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegasti dagur ársins

Jæja, þá er ömurlegasti dagur ársins runninn upp. Venjulega reyni ég að komast úr bænum um þetta leyti árs, fela mig í sumarbústað, þar sem hvorki er sími né internet.

Þessi dagur hefur verið mér til lítillar gleði. Frá 1978-1990 c.a. hvarf hann inn í páskavikuna og þarmeð Skákþing Íslands. En jafnvel þegar svo bar ekki við, reyndi maður að gleyma honum.

Síðustu 15 árin c.a. hefur mér tekist það bærilega.

En núna ætla ég að brjóta hefðina.

Já, því miður þarf ég, eins og allir aðrir, að eiga afmæli einu sinni á ári. En ég þoli ekki afmælisdaga. Sérstaklega minn eiginn.

Já, hér og nú er ég orðinn 38 ára, að nálgast fertugt.

En akkúrat núna, fyrir 38 árum, var ég víst látinn eða svo gott sem, í besta falli. Ég sat fastur og var tekinn með keisaraskurði, rétt til að fjarlægja líkið. Móðurinn skyldi bjarga. Það var aðeins lítill möguleiki á, að ég væri á lífi, þegar læknarnir fóru inn. Og ég man ekkert eftir því, hvort ég var lifandi eða ekki. En eftir að hafa verið um eða yfir 10 mánuði inni, ákvað ég að koma út, grænn eins og Hulk, og öskrandi og æpandi eins og Stefán Hilmarsson, og jafnvel í sömu tóntegund.

3. apríl 1969: dagurinn sem ég dó eða ekki dó, en fæddist.

Og Ísland hefur aldrei beðið þess bætur.


« Fyrri síða

Bloggfærslur 3. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband