Sunnudagur, 29. apríl 2007
Svindl og svínari, eða...?
Það var síðasta vor, að Arsenal var í baráttunni við Tottenham, erkióvinana, um meistaradeildarsætið. Spurs var að spila við West Ham, sem fékk skyndilega vítaspyrnu og hver fór á punktinn? J'u, Teddy Sheringham, einn af dýrlingum Spurs stuðningsmanna og maðurinn sem sagði: "Ég hata Arsenal af ástríðu."
Jú, og síðan fylgdi á eftir lélegasta vítaspyrna ársins.
Þetta atvik var grunsamlegt, svo ekki sé meira sagt. En nú kemur Neville og verður það á að skora sjálfsmark, sem hjálpaði Manchester, uppeldisfélagi Nevilles.
En þótt Neville systurnar báðar geti stundum verið svolítið þreytandi, veit ég ekki betur en að þær hafi ætíð verið heiðarlegar. Því dettur mér ekki í hug, að Neville hafi gert þetta viljandi.
Ég vona þó, að einhver hér segi mér og get fært einhver rök fyrir því, að Sheringham sé heiðarlegur.
![]() |
Mourinho: Ber ekki slæmar tilfinningar til Neville |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Örvænting komin í Samfó
Jæja, þá. Nýr loforðlisti kortéri fyrir kosningar. Aldeilis að kratarnir eru orðnir örvinglaðir. Nú líður að kosningum og ekkert gengur. Eða ekki? Jú, flokksmenn kátir núna, því Samfó er komin yfir 20% í skoðanakönnunum. Litlu verður Vöggur feginn. Þetta er flokkurinn, sem fékk yfir 30% síðast.
En þetta er samt rétt hjá Samfó. Auðvitað á að fagna 20% fylginu, þetta er glæsilegur árangur og sigur fyrir flokkinn, miðað við að formaðurinn treystur ekki þingflokknum, þingflokkurinn treystir sennilega ekki hinum almenna flokksmanni (sem mátti ekki ræða málin á landsfundinum) og í ofanálag treystir þjóðin ekki formanninum, sem sér greinilega engan mun á hryðjuverkum og hernaðarátökum.
Í þessu ljósi er 20% fylgi bara nokkuð gott.
![]() |
Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Netlögga Samfylkingarinnar?
Í merkilegu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins má m.a. lesa eftirfarandi:
Haft hefur verið orð á því, að grundvallarmunur hafi verið á landsfundum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks hafi verið lögð áherzla á, að hinn almenni landsfundarfulltrúi gæti tjáð sig og komið sjónarmiðum sínum á framfæri, hversu erfitt, sem það kunni að hafa verið fyrir flokksforystuna á köflum. Hins vegar hafi landsfundur Samfylkingar augljóslega verið skipulagður með þeim hætti, að sem minnstur tími væri til almennra umræðna. Þessi sýn á landsfundi þessara tveggja flokka er í samræmi við þá athyglisverðu lífsreynslu mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, að ritstjórn netútgáfunnar varð fyrir þrýstingi af hálfu samfylkingarmanna um að taka út frétt um þær fátæklegu opnu umræður, sem þó fóru fram á landsfundi Samfylkingar! Undan þeim þrýstingi var ekki látið enda tilefnislaus en segir óneitanlega skrýtna sögu um flokkinn, sem boðar samræðustjórnmál.
Ja, voru það ekki m.a. kratar sem fóru í fararbroddi þeirra, sem hæddust að netlögguhugmynd Steingríms Joð, m.a. hér á blogginu? Hvað segja þeir nú? Nú má semsagt ekki benda á vitleysuna í starfsemi Samfylkingarinnar, þá fer netlöggan af stað. Ætli Samfó hafi lært þetta hjá vinum sínum í Íran, þar sem einmitt í dag var frétt um ritskoðun með svipuðum hætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Sjálfstæðisflokkur og VG vinna í Norðaustri
Engar stórfréttir í Norðaustri, sem síðast var sterkasta vígi Framsóknar, og þar sem Sjálfstæðisflokkur var einna veikastur fyrir. Heimavöllur utanríkisráðherra og Steingríms netlöggu. Allt getur gerst, en niðurstöður skoðanakönnunarinnar skv. því, sem ætla mátti fyrirfram. Framsókn tapar 2 mönnum, sem skiptast niður á Sjálfstæðisflokk og VG.
Meðfylgjandi umræðuþáttur í RUV var leiðinlegur og nennti ég eiginlega ekki að horfa á hann til lengdar. Byrjaði, en hætti. Ég get ekki að því gert, en ég er farinn að fá nóg af Valgerði. Hún er einhvern veginn ekki að meika það, finnst manni. Sigurjón Ginsengbróðir var skárri en oft áður í sjónvarpinu, en hinir voru að mörgu leyti fyrirsjáanlegir. Sjálfstæðismaðurinn svoldið utangátta á stundum, Steingrímur týpískur, osfrv.
En mikið held ég að grínframboðið hans Ómars muni vakna upp með skelfilegan hangover að loknum kosningum. Ég var ekki hrifinn af því í upphafi, en nú er maður farinn að fá grænar bólur.
En jæja, Þingeyingar eru framsóknarhollastir, því eins og sagt var:
Þingeyingar þekkjast oft
og þeirra kindur.
Á því hvað í þeim er lítið loft
og ljúfur vindur.
(Flosi).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Arsenal Evrópumeistari
Jæja, hlaut að koma að því! Liðið er auðvitað langbesta liðið á svæðinu, en ég er samt hissa á, hversu yfirburðirnir voru litlir í þessum úrslitum. Ég hefði haldið, að liðið hefði átt að geta unnið stærra á heimavelli.
En Evrópumeistaratitill í hús. Hvað ætli femínistarnir segi núna? Áfram Arsenal? Þetta er eina stórliðið í Englandi sem leggur einhvern metnað í kvennaliðið. Áfram Arsenal!
![]() |
Arsenal Evrópumeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Litlu verður Vöggur feginn
Gunnar Björnsson eðalkrati, sonarsonur eina meirihlutastjórnarforsætisráðherra Alþýðuflokksins, tekur nú gleði sína. Samfylkingin er orðin stærri en VG skv. skoðanakönnunum. Það er merkilegt í því ljósi, að VG fékk undir 10% síðast, en Samfó yfir 30%. Það, að kratar skuli nú fagna því að vera stærri en VG segir margt um þá þróun, sem hefur átt sér stað á síðustu misserum, öllu heldur um það bil síðan Ingibjörg Sólrún tók við formannsembættinu. En litlu verður Vöggur feginn!
En Sjálfstæðisflokkurinn heldur stöðu sinni nú í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Fylgi flokksins er um það bil 40%. Það hefur verið svo undanfarið, að flokkurinn fær jafnan aðeins meira í skoðanakönnunum en í kosningum; eða svo segja menn. En gleymst hefur að nefna í þeirri umræðu, sem kratarnir hafa farið harðast fram í, að Samfylkingin mæltist amk síðast með meira fylgi í skoðanakönnunum en í kosningunum.
Eigum við þá ekki að segja, að Sjálfstæðisfl. fái 38% og Samf. 21%? Kratar vísast ekki sammála, en ég átta mig alls ekki á, hvaða ástæður geti verið fyrir því að Samfó fái meira fylgi. Þetta er svona nokkuð yfir "kjarnafylginu", og því er ekki órökrétt að álykta, í ljósi síðustu kannana, að báðir vinstri flokkarnir fái um 20% fylgi.
Þá eru 20% c.a. til skiptana. Ég spái, að Framsókn fái 13-14% fylgi og Frjálslyndir 4,5% og Íslandshreyfingin restina af greiddum atkvæðum. Atkvæði til Arndísar verða fá, ef nokkur.
Mér sýnist þá ljóst, að sama stjórn haldi áfram og þjóðinni verði forðað frá vinstri stjórn á næsta kjörtímabili.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Framsókn í framsókn? Jónínumálið og fleira
Jæja, Framsókn að sækja í sig veðrið á landsvísu, að því að virðist skv. nýjustu skoðanakönnunum. Flestir, sem ég hef rætt við, áttu nú svosem von á því, enda er það einn af föstum leikatriðum fyrir hverjar kosningr.
Spurningin verður nú, hvaða áhrif mál Jónínu Bjartmarz hafi á fylgi Framsóknar. Persónulega held ég, að það verði lítil eftirsjá af henni af þingi. Ég sé hreinlega ekki, að hún eigi eitthvað sérstaklega mikið erindi á þing. Hún gekk einu sinni framaf mér með orðum, sem ég vil kalla dónaskap, en þar fyrir utan hefur hún þó heilt yfir litið ekki verið í neinum vandræðum, þ.e. hefur ekki lent í miklu pólítísku veseni -- fyrr en nú.
Ég skrifaði M.A. ritgerð um útlendinga í íslensku samfélagi og ræddi þar m.a. innflutning þeirra, lög um eftirlit með útlendingum og síðan veitingu ríkisborgararéttar. Í þá daga, fram til 1945, hlutu nær eingöngu útlendingar af norrænu ætterni íslenskt ríkisfang, enda var slíkt í samræmi við stefnu Íslendinga í útlendingamálum. Þetta breyttist síðan smám saman, eins og menn vita. En ég verð að segja, að þó ég hafi samúð með stúlkunni, sem kemur frá landi þar sem eymd og volæði er með því versta sem gerist í heiminum.
Ég skil líka, að hún hafi viljað vera hér áfram. En hvað um alla þá, sem hafa orðið að bíða í fjölda ára eftir að hljóta hér ríkisfang? Og ég hef enn ekki séð neinar alvöru röksemdir fyrir því, af hverju þessi stúlka ætti að hljóta hér ríkisfang með undanþágu frá hefðbundnum kröfum um áralanga búsetu.
En Helgi Seljan fær kannski styttu af sér við Hriflu á komandi árum, því allar líkur eru á að hann hafi vakið upp samúð einhverra óákveðinna með Framsóknarmaddömunni. Ég er eiginlega viss um, að framkoma hans í garð Jónínu í viðtalinu fræga í Kastljósi muni gera það að verkum, að Framsókn fer upp í 12-14%, sem má telja frækinn varnarsigur. Og Jónína gæti jafnvel komist inn!
Áður en ég sofnaði, fyrir tæpum fjórum tímum síðan, rann Fréttablaðið inn um lúguna hjá mér. Ég las blaðið ekki nákvæmlega fyrir svefninn, en sá þó, að ný skoðanakönnun er komin fram, enn ein könnunin. Og þar eru kratarnir í sókn, en Vinstri gjammarar (sbr. Jón Bjarnason í kjördæmaþættinum) eru á niðurleið. Sjálfstæðisflokkurinn helst í um 40%, og Frjálslyndir leka inn með þrjá þingmenn, engan þó kjördæmakjörinn, ef ég las þetta rétt, hálf sofandi um miðja nótt.
En ríkisstjórnin virðist ætla að halda völdum, ef svo fari, að flokkarnir kæri sig um að starfa saman áfram, sbr. t.d. yfirlýsingar Guðna Ágústssonar varaformanns þess efnis, að flokkurinn verði ekki í stjórn fái hann ekki amk 17% fylgi.
En eins og menn hafa verið að segja undanfarið, bæði innan stjórnarflokkanna og sumir utan þeirra, að hér verður kosið um ríkisstjórn, fyrst og fremst. Kosningarnar snúast um, að forða því að hér komi upp vinstri stjórn,eins og m.a. Hrafn Jökulsson hefur verið að skrifa um, og margir aðrir.
Kosningarnar 12. maí snúast einmitt um þetta: að forða þjóðinni frá vinstri stjórn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Verða Björgólfur og Jón Ásgeir nágrannar í New York?
Samkvæmt þessu er Björgólfur Thor vísast að draga sig frá A-Evrópu?
Kannski hann fari bara til Bandaríkjanna í staðinn?
Kannski hann geti keypt íbúð í sömu blokk og Jón Ásgeir?
Mörg ef eða kannski. En engin svör. Nema auðvitað, að menn verða ríkir í USA, amk ríkari í USA en í Grikklandi.
![]() |
Novator selur bréf í grísku fjarskiptafélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)