Sunnudagur, 15. apríl 2007
Pylsubandalagið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Fögur er hlíðin
![]() |
Hlíðin kom niður í heilu lagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Ekki nóg að hafa þekkt nöfn á lista
Ég er einn þeirra sem fagna framboði Ómars og félaga. Þetta er ein mesta snilld sem sést hefur lengi. Ástæðan er einfaldlega sú, að Ómar og co hirða róttækt-umhverfisfylgi frá vinstri flokkunum. Enda stefnir allt í, að VG falli niður fyrir 20 prósent með sama áframhaldi.
En hvar eru listarnir? t.d. norðan fjalla?
En jæja, rifja bara upp gamla vísu frá Flosa Ólafz:
Norðan fjalla Ómar er
afturhallatregur
Prúðan skalla skáldið ber
en skelfing kallalegur
![]() |
Ómar og Margrét leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Til hamingju!
Ég skil ekkert í Höfuðborgarsamtökunum að láta sér detta í hug, í fyrsta lagi, að fara í samstarf með Arndísi.
Jæja, til hamingju Höfuðborgarsamtök.
![]() |
Segja samstarf innan Baráttusamtakanna hafa gengið brösuglega frá upphafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Hringekjan
Jæja, D og VG skiptast á fylgi með reglulegum hætti í síðustu skoðanakönnunum. Og í fyrsta skipti lengi er Samfó að meika það. Flokkurinn er nú kominn yfir Campari-fylgið.
En hvað segja þeir rauðskallaumhverfisbræður, Steingrímur og Ómar, núna?
![]() |
Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Þegar öll sund eru lokuð!
Hér sit ég venju samkvæmt á kaffi BSÍ og dúlla mér. Hér situr líka annar fastagestur, gamall kommi að norðan, eldrauður að upplagi. En hann er eins og margir aðrir "kommar", skemmtilegur í samræðum, þó ekki sé maður alltaf sammála honum. Já, þetta er sami maður og líkti Magnúsi Þór við 14-2 ósigurinn gegn Dönum.
Hann sýndi mér áðan plagg nokkurt, sem hann hafði sett saman, þar sem hann kom með tillögur að breyttri skattalöggjöf. Þegar ég spurði hann hverju þetta sætti, sagði hann: "Þegar öll sund eru lokuð, leitar maður á náðir skynseminnar"!
Ójá, þetta plagg er álíka hægrasinnað og það sem Heimdallur hefur lagt fram. Ég var sammála hverju orði þarna. En a.m.k er það rétt, sem gamli komminn sagði, að þegar öll sund eru lokuð, leita menn á náðir skynseminnar og finna hana aðeins hægra megin við miðju.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Vinir geitarinnar opna útibú á Íslandi!
Jæja, frændi minn nokkur, fjarskyldur að vísu, þrammaði inn á skákhöllina Faxafeni í gær, settist að með látum í eldhúsinu, og hóf að reka pólítískan áróður og jafnframt að fá menn til að skrifa undir stuðningslista við framboð Frjálslynda flokksins í Rvk.
Mér fannst þetta illa gert hjá karli. Hingað til hafa menn látið vera að reka pólítískan áróður á skákstað eða á íþróttakappleikjum, enda eiga íþróttir og skák að vera yfir slíkt hafin. En sumir vorkenndu karlinum og skrifuðu undir, aðrir til að friða hann og sumir kannski til að styðja málstað útlendinga, enda er litaður maður í fyrsta sæti á öðrum Reykjavíkurlistanum.
En verra var, að hann hafði slíkan hávaða í frammi, að manni þótti nóg um. Ég hef aldrei heyrt annan eins hávaða á skákstað og þarna í gær. Hann orsakaði því hávaðatruflun og var að reka áróður. Nei, takk. Frambjóðandi þessi hjá FF braut reglur. En ég var enn í BSÍ gírnum, þegar ég hafði séð, þegar hringt var í lögreglu og kvartað yfir óróasegg, sem síðan var fjarlægður af löggunni. Ég gekk því að og sussaði á menn, og sagði við karl þennan, og reyndi að líta út fyrir að vera reiður. "Heyrðu góði, ef þú verður ekki stilltur hringi ég á lögguna og læt fjarlægja þig".
Ég veit ekki af hverju, en þetta dugði. Karlinn snarhljóðnaði. Sægreifinn var því gripinn sem þorskur á þurru landi.
Álit mitt á Frjálslynda flokknum var ekki mikið fyrir. Það hefur nú minnkað. Þessi gaur er reyndar ágætis náungi svosem, en virðist hafa sprengt nokkrar perur við að ganga í FF.
Ég hef áður sagt, að burtséð frá stefnumálunum, hafa Frjálslyndir verið óheppnir með frambjóðendur. Í Reykjavík eru tveir trúðar í efstu sætunum, svo dæmi sé tekið. Þessi fólki treysti ég alls ekki til að hafa neitt með stjórn landsins að gera, allra síst Magnúsi Þór.
En að lokum; "Vinir geitarinnar" hafa ekki aðeins opnað útibú á Íslandi, heldur farið í framboð. Þeir vilja frekar geitur en Freud - eins og sést vel á framboðslistum flokksins, amk í Reykjavík.
![]() |
Vinir geitarinnar hafna Freud |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)