Ekki nóg að hafa þekkt nöfn á lista

Ég er einn þeirra sem fagna framboði Ómars og félaga. Þetta er ein mesta snilld sem sést hefur lengi. Ástæðan er einfaldlega sú, að Ómar og co hirða róttækt-umhverfisfylgi frá vinstri flokkunum. Enda stefnir allt í, að VG falli niður fyrir 20 prósent með sama áframhaldi.

En hvar eru listarnir? t.d. norðan fjalla?

En jæja, rifja bara upp gamla vísu frá Flosa Ólafz:

 

Norðan fjalla Ómar er

afturhallatregur

Prúðan skalla skáldið ber

en skelfing kallalegur


mbl.is Ómar og Margrét leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekkert skrítið að Hjörleifur Guttormsson, æðsti umhverfisgúrú landsins og hugmyndafræðingur, líffræðingur menntaður í Austur Þýskalandi í umfaðmi Stasi, hafi kastað sér á skeljarnar fyrir framan Ómar Ragnarsson með spenntar greipar og grátbeðið hann að draga framboð sitt til baka. Lýðræðisleg lítil hliðarframboð eru ekki Sovíétsskipulagssinna eins og Hjörleifi þóknanleg. Slíkum villuráfandi framboðum beri að útrýma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bónleiðin hjá Hjörleifi væri plan A....

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Við eigum það sameiginlegt Snorri að fagna báðir framboði Íslandshreyfingarinnar, en augljóslega af mjög ólíkum ástæðum

Íslandshreyfingin kemur fram ekki vegna óánægju með vinstri flokkana, heldur vegna óánægju með stefnu og störf hægri flokkanna. Við erum fólk sem telst til Sjálfstæðismanna, Frjálslyndra og hægri arms Samfylkingarinnar. Fólk sem að var ekki sátt við stefnu og stöðu þeirra flokka og viljum gera eitthvað í málinu.

Við viljum framfarasinnaðar lausnir í stað bitlinga.  Mæli eindregið með lestri opnuviðtals við Ómar í mogganum í dag. Alveg hreint stórfínt samtal sem skýrir betur en nokkuð sem ég hef séð opinberlega hingað til stefnu okkar og markmið.

Við erum að sjálfsögðu algerlega ósammála því að við styðjum núverandi ríkisstjórn með framboði okkar. Við sjáum ekki annað en að við getum mjög vel unnið í þriggja flokka stjórn sem hefur það að markmiði m.a. að staldra við með frekari virkjanir og búa til heildræna áætlun um nýtingu orkunnar okkar til framtíðar.  Skv. niðurstöðum Finna t.d. þá er Álver einmitt ein alversta nýting orku ef horft er til arðsemi. Við vitum svo að sjálfsögðu öll hver umhverfisáhrifin eru.

Baldvin Jónsson, 15.4.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband