Fimmtudagur, 8. mars 2007
Fjölmiðlalögin og Bush
Jæja, Bush hótar að beita neitunarvaldi til að hindra, að lög um brottflutning hermanna frá Írak verði samþykkt. Þegar ég heyrði þessi orð: "Forseti+neitunarvald" koma íslensku fjölmiðla"lögin" gjarnan upp í hugann.
En það er ólíkt að beita neitunarvaldi í ríki eins og USA, þar sem forsetinn er í raun forsætisráðherra, með okkar viðmiðunum, eða á Íslandi, þar sem forsetinn hefur jafnan verið til skrauts.
Helstu andstæðingar stríðsins í Írak (og veru USA þar) eru held ég jafnframt þeir, sem harðast stóðu að baki skraut-forsetanum, sem tók sér neitunarvald á Íslandi.
Ég segi nú bara eins og sumir; margt er skrítið í kýrhausnum.
![]() |
Bush hótar að beita neitunarvaldi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Auðlindamálið og ríkisvæðingin
Ok, vill einhver úrskýra fyrir mér hvað þetta merkir? Ég fæ ekki séð að þetta frumvarp geri í raun annað en að friða Framsóknarmenn. Helst er þó, að nú er talað um "þjóðareign" í stað "sameignar þjóðarinnar". Mér líst eiginlega betur á hið nýja orð, þó þetta sé allt saman mjög skrítið.
Þetta er svona eins og það, að "þjóðkirkja" merkir í raun "ríkiskirkja". Því er í raun verið að segja, að auðlindir Íslands séu í raun og veru "ríkiseign". Þó í raun sé verið að staðfesta ríkjandi ástand, má segja, að hér sé verið að "ríkisvæða", frá því að "þjóðnýta".
Orðhengilsháttur? Jújú, getur vel verið. En hér er verið að þenja út anga ríkisins ofan í hverja holu í landinu.
Nú er einkavæðingarferlinu lokið. Ríkisvæðingarferlið er hafið.
![]() |
Þjóðareign í stað sameignar þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Netlöggan í Svíþjóð?
Jahérna, mér sýnist Svíar vera á sömu línu og Steingrímur Joð, eða gangi jafnvel skrefi lengra.
Spurning hvort Kínverjar fara ekki senda erindreka sína til Íslands og Svíþjóðar til upplýsingarleitar?
![]() |
Sænsk stjórnvöld vilja koma á fjarskiptaeftirliti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Smáralindarklámfærslu eytt
Jæja, ég sá þennan merkilega bækling fyrst í morgun. Ég gat ekki ímyndað mér, að þarna væri nokkuð klámtengt á ferðinni.
Ég átta mig því ekki á, hvaða Frú Kolbeins var að halda hér fram. Ég efast um að hún hafi sjálf skilið eigin kenningar, því þegar ég fór inná bloggið hennar áðan, en 4600 Íslendingar hafa gert svo í dag, fann ég þessa færslu hvergi.
Ég áætla því, að hún hafi farið í tunnuna.
Guðbjörg hlýtur að hafa skammast sín illilega fyrir þetta, þegar mesti hamurinn var runninn af henni og hún sá, að þetta var bara tóm vitleysa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Kunna Seðlabankamenn ekki að reikna?
Sko, ég veit ekki betur en að hver samsteypan á fætur annarri skili tugmilljörðum króna í hagnað af erlendum fjárfestingum. Ég fæ ekki skilið, þó ég hafi nú ekki mikið á þessu, að við séum í mínus á þeim vettvangi.
Ég hélt hins vegar, að útrásin mikla hefði skilað arði og að Baugur og aðrir séu að viða að sér ódýrt mjög verðmætum fyrirtækjum.
En þetta er allt hið furðulegasta mál.
![]() |
SA segir nauðsynlegt að endurbæta gagnagrunna Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Magnús fær aðsvif á Alþingi
Maður verður alltaf sleginn, þegar svona fréttir berast. Ekki eru ýkja mörg ár síðan forveri Magnúsar í 1. sæti Framsóknarflokksins á Vesturlandi, Ingibjörg Pálmadóttir, fékk aðsvif í beinni útsendingu í sjónvarpi.
Þótt vissulega sé svona lagað ekki óalgengt á Íslandi tekur maður meira og betur eftir því, þegar í hlut eiga alþingismenn, hvað þá ráðherrar.
Ég veit voðalega lítið svosem um hversu miklar skyldur einstakir ráðherrar bera, en miðað við að hafa lesið reglulega netdagbækur Björns Bjarnasonar tel ég, að ráðherrastarfið sé ekki bara dans á rósum. Þetta er erfitt starf og tekur á menn, og launin eru oft vanþakklæti og níð pólítískra andstæðinga.
Óska ég Magnúsi góðs bata. Hann er einn af þeim ráðherrum, sem hafa komið mér einna mest á óvart á síðustu misserum og vona að hann verði til í slaginn, nú þegar kosningabaráttan hefst fyrir alvöru.
![]() |
Talið að sykurfall hafi orðið hjá Magnúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Skuldaskil R-listans!
Jafnvel fjöreggið, sem hélt borgarsjóði á floti a.m.k. síðustu ár R-listans, stóð þá ekki jafn traustum fótum og haldið var, þar eð skuldir virðast hafa verið óhagstæðar. En hvað töpuðu Reykvíkingar mörgum milljörðum á því, að R-listinn dældi fé úr Orkuveitunni í gæluverkefni og til að borga upp óráðsíu borgarsjóðs, í stað þess að nota arðinn til að greiða niður skuldir, sem nú kosta okkur dýrt?
Ef við færum þetta á landsmálin, þá tóku ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins við gríðarlegum skuldum ríkissjóðs, sem hefur á þessum tíma náð að borga mikið niður og spara þannig milljarða í vexti. Reykvíkingar hefðu betur kosið sér hægri stjórn en þennan vinstri rugling, sem stjórnaði borginni í 12 löng ár.
![]() |
Tap Orkuveitu Reykjavíkur 1.756 milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Eiður skammar liðsfélaga sína!
Ég held að þetta sé alveg rétt hjá honum. Barcelona er með frábæra einstaklinga, en lélega liðsheild. Þeir virðast vera að falla á sama bragði og Real Madrid, að fylla liðið af stjörnum, sem síðan ná ekki nógu vel saman.
![]() |
Eiður harðorður í spænskum fjölmiðlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Könnun Blaðsins: Samfylkingin að hrynja? Ríkisstjórnin heldur velli
Það kæmi svosem ekki á óvart, að Samfó hrynji, miðað við hvernig flokkurinn hefur komið fram á síðustu misserum. En það vekur athygli, að netlöggu og forsjárhyggjudæmi VG hefur ekki haft mikil áhrif á fylgi flokksins.
En Sjálfstæðisflokkurinn hefur hér yfir 40% fylgi og Framsókn situr með 9%. Saman fá þessir flokkar meiri hluta á Alþingi. En ég efa, eftir uppákomur síðustu daga, að Sjálfstæðisflokkur vilji sitja áfram í ríkisstjórn með Framsókn.
Ég hef, hina síðustu mánuði, talið líklegast að Sjálfstæðisflokkur og VG myndi ríkisstjórn í vor, og einmitt borið við samfylgd í ESB málum og öðrum áríðandi málum. Að vísu kom aðeins hnykkur á mig eftir netlögguræðu Steingríms, en mér sýnist það nú hafa verið í raun stormur í vatnsglasi, þó ég trúi því alveg, að Steingrímur hafi meint hvert orð. En hann hefur vísast áttað sig á, að slíkt sé hvorki framkvæmanlegt né ásættanlegt fyrir þjóðina.
Síðustu daga hefur verið á loft orðrómur um að Sjálfstæðisflokkur og VG ætli í stjórn í vor. Það kemur mér því ekki á óvart. Og með næstum því 70% fylgi, skv. skoðanakönnum Blaðsins (sem ku að vísu vera ótrúverðug) ætti sú stjórn að vera nokkuð sterk.
Ég vek síðan athygli á, að yfir 100 manns hafa svarað í minni skoðanakönnun um fylgi flokkanna. Hún er hér á http://hvala.blog.is
Þar er niðurstaðan í góðu samræmi við niðurstöðu Blaðsins:
Sjálfstæðisflokkur 41,2%
Vinstri grænar 24,5%
Samfylking 14,7%
Framsókn 9,8%
Frjálslyndir 4%
aðrir minna eða auðir. Gæti verið, að VG sé enn á uppleið en Samfó enn á niðurleið? Æ, ég held að kratarnir hafi sjálfir orsakað fylgishrun með ótrúverðugum málflutningi síðustu mánuði. Þeir þurfa því að bera ábyrgð. En hins ber að gæta, að margt getur gerst á næstu vikum.
![]() |
Vinstri-grænir með 23,6% en Samfylking 18,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Spilling í fjölmiðlum?
Svo segir í þessari grein:
Rahman sem er sonur Zia og fyrrum forseta landsins Ziaur Rahman hefur lengi verið orðaður við spillingu í fjölmiðlum.
Jahá, það er semsagt spilling í fjölmiðlum Bangladesh og hafa öryggissveitir landsins handtekið son fráfarandi forsætisráðherra af þeim sökum. Ekki nóg með það, heldur er umræddur maður einnig sonur fyrrum forseta landsins. Þetta er því alvöru silfurskeiðarnagli, en hefur nú verið gripinn fyrir spillingu, enda lengi orðaður fyrir spillingu í fjölmiðlum.
Spurning hvort við Íslendingar fáum ekki að leita ráða hjá þeim þarna í Bangladesh?
![]() |
Sonur forsætisráðherra handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)