Magnús fær aðsvif á Alþingi

framsoknMaður verður alltaf sleginn, þegar svona fréttir berast. Ekki eru ýkja mörg ár síðan forveri Magnúsar í 1. sæti Framsóknarflokksins á Vesturlandi, Ingibjörg Pálmadóttir,  fékk aðsvif í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Þótt vissulega sé svona lagað ekki óalgengt á Íslandi tekur maður meira og betur eftir því, þegar í hlut eiga alþingismenn, hvað þá ráðherrar.

Ég veit voðalega lítið svosem um hversu miklar skyldur einstakir ráðherrar bera, en miðað við að hafa lesið reglulega netdagbækur Björns Bjarnasonar tel ég, að ráðherrastarfið sé ekki bara dans á rósum. Þetta er erfitt starf og tekur á menn, og launin eru oft vanþakklæti og níð pólítískra andstæðinga.

Óska ég Magnúsi góðs bata. Hann er einn af þeim ráðherrum, sem hafa komið mér einna mest á óvart á síðustu misserum og vona að hann verði til í slaginn, nú þegar kosningabaráttan hefst fyrir alvöru.


mbl.is Talið að sykurfall hafi orðið hjá Magnúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband