Könnun Blaðsins: Samfylkingin að hrynja? Ríkisstjórnin heldur velli

Það kæmi svosem ekki á óvart, að Samfó hrynji, miðað við hvernig flokkurinn hefur komið fram á síðustu misserum. En það vekur athygli, að netlöggu og forsjárhyggjudæmi VG hefur ekki haft mikil áhrif á fylgi flokksins.

En Sjálfstæðisflokkurinn hefur hér yfir 40% fylgi og Framsókn situr með 9%. Saman fá þessir flokkar meiri hluta á Alþingi. En ég efa, eftir uppákomur síðustu daga, að Sjálfstæðisflokkur vilji sitja áfram í ríkisstjórn með Framsókn.

Ég hef, hina síðustu mánuði, talið líklegast að Sjálfstæðisflokkur og VG myndi ríkisstjórn í vor, og einmitt borið við samfylgd í ESB málum og öðrum áríðandi málum. Að vísu kom aðeins hnykkur á mig eftir netlögguræðu Steingríms, en mér sýnist það nú hafa verið í raun stormur í vatnsglasi, þó ég trúi því alveg, að Steingrímur hafi meint hvert orð. En hann hefur vísast áttað sig á, að slíkt sé hvorki framkvæmanlegt né ásættanlegt fyrir þjóðina.

Síðustu daga hefur verið á loft orðrómur um að Sjálfstæðisflokkur og VG ætli í stjórn í vor. Það kemur mér því ekki á óvart. Og með næstum því 70% fylgi, skv. skoðanakönnum Blaðsins (sem ku að vísu vera ótrúverðug) ætti sú stjórn að vera nokkuð sterk.

Ég vek síðan athygli á, að yfir 100 manns hafa svarað í minni skoðanakönnun um fylgi flokkanna. Hún er hér á http://hvala.blog.is

Þar er niðurstaðan í góðu samræmi við niðurstöðu Blaðsins:

Sjálfstæðisflokkur 41,2%

Vinstri grænar 24,5%

Samfylking 14,7%

Framsókn 9,8%

Frjálslyndir 4%

aðrir minna eða auðir. Gæti verið, að VG sé enn á uppleið en Samfó enn á niðurleið? Æ, ég held að kratarnir hafi sjálfir orsakað fylgishrun með ótrúverðugum málflutningi síðustu mánuði. Þeir þurfa því að bera ábyrgð. En hins ber að gæta, að margt getur gerst á næstu vikum.

 


mbl.is Vinstri-grænir með 23,6% en Samfylking 18,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband