Þriðjudagur, 6. mars 2007
Sanngjarnt hjá Liverpool!
Barca menn voru einfaldlega ekki nógu góðir og máttu þakka fyrir að vinna þennan leik 1-0.
Ég óska Liverpoolurum til hamingju með sigurinn. Þið hefnduð amk fyrir mína menn frá því í fyrra!
Chelsea slapp síðan vel, er mér sagt, en Roma tók Lyon. Valencia komst síðan áfram, undirrituðum til ánægju, en Inter liðið féll úr leik. Samhryggist þó Pöndunni.
En síðan verður annað skemmtilegt kvöld annað kvöld! Áfram Arsenal!
![]() |
Sigurmark Eiðs Smára ekki nóg fyrir Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Núna þurfa Suður-Afríkumenn bara að
![]() |
Ísland sigraði Suður-Afríku 14:2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Veslings mennirnir!
![]() |
Laun forstjóra og stjórnarformanns Kaupþings hækkuðu um 76% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Trúarlegt misrétti!
![]() |
Fleiri mótmælendur teknir höndum í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Stinga svona glæpon í djeilið!!
Sakargiftir: tilraun til manndráps.
Og hvað ætli hann hafi oft glannað svona undanfarið, án þess að vera tekinn?
![]() |
Tekinn tvisvar fyrir ofsaakstur á 10 dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Enn einn terroristinn handtekinn.
Skv. skilgreiningum Frjálslynda flokksins.
"The War on Terror" heldur áfram, líka hér á Íslandi.
![]() |
Handtekinn eftir húsleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
151 milljarða gróði á smá tíma?
Björgólfur greinilega að meika það, séu þessar fréttir réttar. Ótrúlegt hversu hægt er að græða ef menn eiga pening og eru nógu kaldir til að taka áhættu, eða skynsamir til að sjá arðvænleg tækifæri.
En ég efast um að menn verði neitt hamingjusamari fyrir vikið. Var ekki sagt, að fégirnd sé rót alls ills?
![]() |
Söluhagnaður 151 milljarður króna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Kvennaklúður í Samfó
Mikið er það merkilegt, að nú skuli kratar, bæði konur og karlar, stíga villtan dans umhverfis foringja sinn, ISG, og biðla til þjóðarinnar að kjósa konu til ríkisstjórnarforystu í vor, fyrst og fremst af því að hún er kona. Áhersla þeirra á kosti ISG hefur aðeins fallið með 4,9 eftir fjölmörg hræðileg mistök, sem ISG hefur verið áskrifandi að í hvert skipti sem hún opnar munninn opinberlega.
En sú krafa um konu til forystu er ekki mjög sannfærandi, þ.e. nærri helmingur kvenna, sem síðast kaus Samfó (vísast vegna ISG), hefur farið annað, langflestar vísast til VG. Jafnframt hafa framsóknarkonur horfið á braut til sömu staða, þrátt fyrir endalausar yfirlýsingar, m.a. frá Jónínu Bjartsýnu, að konur standi hvergi jafn vel og í Framsókn (þrátt fyrir að konur hafi tapað kosningum bæði til formanns og varaformanns).
Niðurstaðan virðist vera sú, án þess að ég hafi skoðað það neitt sérstaklega, er, að VG bætir við sig fylgi kvenna, og þær konur, sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast, ætli að gera það aftur þetta skiptið.
Af hverju ætli það sé?
a) Sósíal-femíníska fylgið (Sóley, Guðfríður Lilja og co) safnast fyrir í VG.
b) Einstaklingshyggju femínistar safnast saman í Sjálfstæðisflokknum.
Ekkert pláss fyrir krata-femínista, þar sem krafan er: Konu til forsætisráðherra, burtséð frá því hvort hún sé hæf eða ekki. Ergo: það á að kjósa konur af því að þær eru konur, burtséð frá því hvort þær séu hæfar eða ekki. Þetta er niðurlæging við konur, aumingjaölmusa, og því m.a. hverfa þær á braut. Og Framsókn? Er það ekki flokkurinn sem boðaði að konur ætti að vera fyrir aftan eldavélina? Það sagði amk varaformaðurinn forðum.
En alla vegana virðast konur yfirgefa Samfó í stórum hópum, þrátt fyrir kvenforingja. Segir það ekki sitt um ISG og foringjahæfileika hennar?
![]() |
Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Taka svona menn úr umferð!
Þetta er orðið rosalegt. Næstum því daglega er löggan að taka umferðarterrorista á ofsahraða.
Það verður að fara að herða lög gegn slíkum ofsaakstri, t.d. að allir þeir sem keyra á 30 km yfir hámarkshraða missi prófið í 3 mánuði, og fari síðan hækkandi, t.d. 4 mánuðir fyrir 40 km yfir, osfrv., ásamt viðeigandi sektum.
![]() |
Mældist á 175 kílómetra hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Slæm færð á Holavörðuheiði!
Ok, það er eitt að Moggamenn geri stafsetningar- eða málfræðivillur í textanum. Það er nánast orðin regla, en aðeins örfáar greinar núorðið á mbl.is eru vel skrifaðar.
En ég skil ekki að blaðamenn Mbl. hafi ekki metnað fyrir því, að hafa a.m.k. fyrirsagnir í lagi. Það er orðið nokkuð algengt, að stafsetningar- eða málfræðivillur séu í fyrirsögnum. Ég átta mig ekki alveg á, hvers vegna Mogginn setur ekki hærri standard en þetta í fréttaflutningi sínum. En hér stendur "Holavörðuheiði" bæði í fyrirsögn og texta. Alveg ótrúlegt að blm. Moggans skuli ekki hafa tekið eftir þessu.
En vonandi laga þeir þetta fljótlega, Moggamenn gera það yfirleitt þegar þeim er bent á villurnar.
![]() |
Færð fer versnandi á Holtavörðuheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)