Kvennaklúður í Samfó

Mikið er það merkilegt, að nú skuli kratar, bæði konur og karlar, stíga villtan dans umhverfis foringja sinn, ISG, og biðla til þjóðarinnar að kjósa konu til ríkisstjórnarforystu í vor, fyrst og fremst af því að hún er kona. Áhersla þeirra á kosti ISG hefur aðeins fallið með 4,9 eftir fjölmörg hræðileg mistök, sem ISG hefur verið áskrifandi að í hvert skipti sem hún opnar munninn opinberlega. 

En sú krafa um konu til forystu er ekki mjög sannfærandi, þ.e. nærri helmingur kvenna, sem síðast kaus Samfó (vísast vegna ISG), hefur farið annað, langflestar vísast til VG. Jafnframt hafa framsóknarkonur horfið á braut til sömu staða, þrátt fyrir endalausar yfirlýsingar, m.a. frá Jónínu Bjartsýnu, að konur standi hvergi jafn vel og í Framsókn (þrátt fyrir að konur hafi tapað kosningum bæði til formanns og varaformanns).

Niðurstaðan virðist vera sú, án þess að ég hafi skoðað það neitt sérstaklega, er, að VG bætir við sig fylgi kvenna, og þær konur, sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast, ætli að gera það aftur þetta skiptið.

Af hverju ætli það sé?

a) Sósíal-femíníska fylgið (Sóley, Guðfríður Lilja og co) safnast fyrir í VG.

b) Einstaklingshyggju femínistar safnast saman í Sjálfstæðisflokknum.

 

Ekkert pláss fyrir krata-femínista, þar sem krafan er: Konu til forsætisráðherra, burtséð frá því hvort hún sé hæf eða ekki. Ergo: það á að kjósa konur af því að þær eru konur, burtséð frá því hvort þær séu hæfar eða ekki. Þetta er niðurlæging við konur, aumingjaölmusa, og því m.a. hverfa þær á braut.  Og Framsókn? Er það ekki flokkurinn sem boðaði að konur ætti að vera fyrir aftan eldavélina? Það sagði amk varaformaðurinn forðum.

En alla vegana virðast konur yfirgefa Samfó í stórum hópum, þrátt fyrir kvenforingja. Segir það ekki sitt um ISG og foringjahæfileika hennar?

 

 


mbl.is Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband