Slæm færð á Holavörðuheiði!

Ok, það er eitt að Moggamenn geri stafsetningar- eða málfræðivillur í textanum. Það er nánast orðin regla, en aðeins örfáar greinar núorðið á mbl.is eru vel skrifaðar.

En ég skil ekki að blaðamenn Mbl. hafi ekki metnað fyrir því, að hafa a.m.k. fyrirsagnir í lagi. Það er orðið nokkuð algengt, að stafsetningar- eða málfræðivillur séu í fyrirsögnum. Ég átta mig ekki alveg á, hvers vegna Mogginn setur ekki hærri standard en þetta í fréttaflutningi sínum. En hér stendur "Holavörðuheiði" bæði í fyrirsögn og texta. Alveg ótrúlegt að blm. Moggans skuli ekki hafa tekið eftir þessu.

En vonandi laga þeir þetta fljótlega, Moggamenn gera það yfirleitt þegar þeim er bent á villurnar.


mbl.is Færð fer versnandi á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband