...vorið á vængjum yfir flóann

Gaman að ferðast um landið núna, þegar vorið kemur á vængjum yfir flóann.

Ég hélt að þessi gróðurhúsaáhrif væru að lagfæra veðrið hjá okkur.

 Ekki aldeilis.


mbl.is Ófært um Víkurskarð, Bröttubrekku, Hellisheiði og Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er framtíð í Framtíðarlandinu?

Maður veltir fyrir sér, hvaða framtíð sé í Framtíðarlandinu? Ætla þessi samtök að láta að sér kveða með öflugri hætti en áður, eða halda áfram að senda frá sér ályktanir eða halda ráðstefnur nokkrum sinnum á ári?

Mér sýnist Framtíðarlandið vera á leiðinni að festast í hlutverki vælukjóans, sem er "öll máþ but nó aksjón".

Þarf fleiri svoleiðis? Er ekki nóg að hafa Samfylkinguna?


mbl.is Framtíðarlandið kynnir sáttmála um framtíð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chirac hvatti Ísrael til að ráðast á Sýrland

Sl. sumar, þegar stríðið í Líbanon átti sér stað, hvatti Chirac víst Ísraelsmenn til að ráðast á Sýrland og koma Assad-stjórninni frá völdum. Hét hann fullum stuðningi við stríðið.

Frakkar hafa löngum talið Líbanon (og Sýrland) á sínu áhrifasvæði, enda fyrrum nýlenduherrar þar. Áhrif Sýrlendinga í Líbanon (og morðið á Rafik Hariri, fyrrv. forsætisráðherra, mun víst hafa farið illa í Chirac gamla.

En skemmtilegar pælingar.


Umferðarterroristar

Þetta er orðinn fastur liður um hverja helgi, að brjálæðingar ganga lausir í umferðinni og gerast góðkunningar löggunnar í einu vetfangi.

Ég ítreka hér, það sem ég hef oft sagt áður á sama stað, að það þarf að herða viðurlög við eftirtöldu:

1. Reyna að stinga lögguna af (sjálfvirkt t.d. tveggja ára ökubann)

2. Stútum undir stýri (sérstaklega þá sem eru virkilega fullir).

3. Ökuföntum sem fara langt yfir hámarkshraða (t.d. 30+ yfir)

4. Dópuðu fólki undir stýri.

Ég tel þetta mikilvægara en að rífast um stjórnarskrána eða koma hér á fót netlöggu. Hér eru mannslíf í húfi.


mbl.is Ók á lögreglubíl eftir eftirför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íraksstríði mótmælt

nowar Jæja, fjögur ár frá Íraksstríðinu. Fjögur löng ár.

Ég held að fullyrða megi, að aldrei hafi andstaðan gegn Íraksstríðinu verið jafn mikil og útbreidd og einmitt núna.

Eins og ég hef margítrekað hér á blogginu, var ég af prinsippástæðum andsnúinn stríðinu í Írak þegar frá upphafi. Ég taldi þá, og tel enn, að slæmar afleiðingar innrásarinnar vegi þyngra en ávinningurinn. Vissulega var gott að losna við Saddam Hussein en fórnarkostnaðurinn hefur verið of mikill. Þar að auki hefur stríðið ekki verið til að efla stríðið gegn hryðjuverkum, heldur miklu fremur til að efla hryðjuverkamenn í baráttu sinni.

Ég er vísast eini Íslendingurinn, sem Bandaríkjamenn hafa handtekið í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ég var semsagt grunaður um að vera terroristi, handtekinn, færður í járn og skutlað í einhvern andstyggilegan klefa, og hótað áratuga fangelsisvist. Mér var reyndar sleppt fljótlega aftur, enda sakleysisgrey sem leggur ekki í vana sinn að gera neinum mein. En ég held ég búi enn að þessari skelfilegu reynslu.

Af reynslu minni grunaði mig, þegar í upphafi, að þeir menn, sem Kanarnir myndu handtaka og hefðu ástæðu til að ætla, að væru viðriðnir hryðjuverkasamtök, myndu varla eiga náðugt líf framundan. Ef Kanarnir fóru svona með mig, hvernig fara þeir þá með múslima, sem grunaðir eru um að tilheyra Al-Kaída, Talibanahreyfingunni, eða öðrum hættulegum samtökum?

Í þessu ljósi fylgist maður með Abu Graib (man ekki hvernig þetta er stafað) og Guantanamo með hryllingi.


mbl.is Búist við fjölmennum mótmælum gegn Íraksstríði í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesb. Mbl. fyrir 50 árum: Sagan endurtekur sig

Var að gamni mínu að fletta gömlum Lesbókum og fyrir 50 árum síðan, laugardaginn 17. mars 1957, var lítil grein í Lesbókinni eftir Odd Berset um kjarnorkuvá þá, sem steðjaði yfir á þeim tíma. (Sjá Lesbók Mbl. á www.timarit.is).

V-2Oddur þessi ræddi hversu nasistar höfðu hótað að beita slíku leynivopni, en þeir náðu ekki að smíða slíka sprengju, þar eð af "snilld sinni" hafði Hitler hrakið marga bestu vísindamenn Þýskalands úr landi. Það voru síðan Bandaríkjamenn, m.a. með tilstuðlan þýskra flóttamanna, sem fyrstir sprengdu kjarnorkusprengju og bundu þannig enda á stríðið. Síðan ræddi hann, að Sovétmenn hefðu einnig komið sér upp slíkum vopnum. Hann segir síðan:

Nú er svo komið, að lýðræðið er eina hjálparvon mannkynsins, því að brjálaður einræðisherra mun ekki hika við, þegar honum býður svo við að horfa, að "þrýsta á hnappinn" og steypa heiminum í glötun. En í lýðræðisríki mundi slíkt ekki geta komið fyrir.

Vér vitum nú að tveir einvaldarnir í stærstu einræðisríkjum álfunar, voru báðir sinnisveikir og mjög á sama hátt.  Þeim var sameiginlegt ofsóknarbrjálæði, valdafýsn og stórmennskubrjálaði.

Á þessum grundvelli verðum vér að gera oss grein fyrir því hver voði stafar af einvaldi, einkum hjá stórþjóðum. Sá voði vex hlutfallslega jafnframt því sem eyðileggingarmáttur kjarnorkuvopnanna vex.

Þessi grein gæti alveg eins verið umræðuefni manna í dag, hálfri öld síðar. Mörg einræðisríki hafa reynt að koma sér upp kjarnorkuvopnum, undir leiðsögn einræðisherra, sem líta helgi lífsins öðrum augum en t.d. í lýðræðisríkjum flestum. Má þar nefna Írak, Líbýu, Norður-Kóreu, Íran og vafalaust fleiri.

osirakSaddam Hussein, einræðisherra í Írak, var þó stöðvaður 1981 (ef ég man rétt), þegar Ísraelar réðust á kjarnorkuverið í Osirak. Síðar sagði George Bush eldri, að ef sú árás hefði ekki átt sér stað (og Bandaríkjamenn sjálfir mótmæltu og gagnrýndu á alþjóðavettvangi), myndu Írakar, með stuðningi Frakka og Rússa, hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum. Þá hefði staða mála í Miðausturlöndum jafnvel verið enn verri en hún er í dag, þ.e.a.s. ef kjarnorkustríð hefði ekki þegar brotist út. Líbýa er hætt svona löguðu, og Norður-Kórea hefur nýlega lofað að gera slíkt hið sama. En Íranir neita. Þeir vilja koma sér upp slíkum vopnum, fyrst og fremst til að geta fælt Ísrael frá því að verja sig með slíkum hætti, en þannig gætu múslimaríki ráðist á Ísrael án þess að óttast kjarnorkuvopn (meint) Ísraela meira en Ísraelar myndu óttast kjarnorkuvopn Írana.

armageddonÍ dag er aðeins eitt de facto einræðisríki, sem ræður yfir kjarnorkuvopnum. Það er Rússland. Reyndar má frekar orða þetta svo, að einvaldur stjórni í lýðræðisríki. En Pútín er þó mun ábyrgari en Íransforseti, sem vísast lítur framtíðina í augum "haditha" Múhameðs, þar sem segir, að áður en Mahdi (messías) múslima geti komið aftur og stofnað alheimsríki íslams, þurfi múslimar að ráðast á Gyðinga og útrýma þeim.  Ekki er sú heimsmynd neitt sérlega uppörvandi.

 


Eyþór Arnalds & Björk

Æ, já. Gaman að rifja þetta upp, nú þegar Eyþór er orðinn ofurbloggari og Björk að gefa út nýja plötu.

 


Segðu það með blómum

Jæja, þingmenn gátu þá sameinast um eitthvað -- náðu flokkspólítískri samstöðu, eins og það er víst orðað. Gott hjá Ágústi junior að fylgja þessu máli eftir.

En nú voru ýmsir að hætta á þingi (svo vitað sé) og aðrir hætta eftir 12. maí, þar eð þeir ná ekki endurkjöri. Það á sérstaklega við þingmenn Framsóknarflokks, og vonandi líka Frjálslynda flokksins. Ég held að það verði varla mikill sjónarsviptir af Magnúsi Þór og Sigurjóni goða. Og Guðjón hefur misst það líka.

Nokkrir hætta sjálfviljuglega, þeirra á meðan Solveig Pétursdóttir þingforseti og fyrrv. ráðherra. Hún og mamma mín, Sólveig, eru báðar undan Sólveigu ríku í Engey, og ku víst heita báðar eftir ömmum sínum, sem hétu báðar eftir ömmu sinni, þeirri ríku. Annars er ég voðalega lítið inní svona ættfræði. Það má þó segja, að Sólveig Pétursdóttir hafi að sumu leyti hrökklast af þingi, ekki fyrst og fremst vegna eigin gjörða, heldur olíumálsins, þar sem eiginmaður hennar Kristinn Björnsson lék eitt aðalhlutverka. Hann var nú reyndar sýknaður í gær, flestum að óvörum.

En sætt hjá Össuri, fyrir hönd þingmanna, að gefa henni blómvönd. Æ, það er eitthvað svo væmið, að maður glaðvaknar við þetta á sunnudagsmorgni.

 


mbl.is Fundum Alþingis frestað fram á sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá pissustráknum

Ég kann svipaða sögu, nokkuð svipaða.

1. Við vorum í 13 ára bekk, ef ég man rétt. Ein stelpan fékk í blöðruna eða eitthvað, og þurfti að fara á klóið. Ok, það fékkst. Þetta var í upphafi tímans.

2. Síðan þurfti hún að fara aftur skömmu síðar. Ok, sagði kennarinn, en tregur.

3. Kennarinn, faðir tveggja þekktra fótboltamanna, sagði síðan, þegar þörfin kallaði enn á ný: nei, nei, ekki í þriðja skiptið. Aldeilis ekki.

Ég sat hinumegin gangsins og sá allt í einu þegar lítið fljót tók að flæða frá veslings stelpunni, sem var ein ljúfasta stelpan í bekknum. Blaðran hafði því skyndilega gefist upp á álaginu.

----*-------------

En varðandi pissustrákinn,þá er ótrúlegt að neita barni um að fá að fara að pissa. Skítt með tímaáætlun. Svona gera menn ekki.


mbl.is Pissaði á rútugólfið þegar bílstjórinn neitaði að stoppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband