Er framtíð í Framtíðarlandinu?

Maður veltir fyrir sér, hvaða framtíð sé í Framtíðarlandinu? Ætla þessi samtök að láta að sér kveða með öflugri hætti en áður, eða halda áfram að senda frá sér ályktanir eða halda ráðstefnur nokkrum sinnum á ári?

Mér sýnist Framtíðarlandið vera á leiðinni að festast í hlutverki vælukjóans, sem er "öll máþ but nó aksjón".

Þarf fleiri svoleiðis? Er ekki nóg að hafa Samfylkinguna?


mbl.is Framtíðarlandið kynnir sáttmála um framtíð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Fólk vill ekki þessa ríkisstjórn. Það er svolítið verið að álykta um það. Mér sem jafnaðarmanni líst vél á þetta, já takk.

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hvaða fólk? Félagar í stjórnarandstöðuflokkunum? En það má vel vera, að ég og fleiri séum orðnir þreyttir á núv. stjórn. En vill fólk Samfó? Ekki nema 1/5.

Snorri Bergz, 18.3.2007 kl. 15:53

3 identicon

 

Mér sýnist sáttmálinn þeirra vera fenginn að mestu að láni frá Samfó.   Og þeir sem skrifa undir hann eru þekkt nöfn sem hafa það gott prívat og persónulega og ekkert sérlega umhugað um hagsmuni þeirra byggða landsins sem kalla á alvöru lausnir svo þær leggist ekki í eyði eins stefnir í ef ekkert verður að gert.  

Bjarni Magnús (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 17:52

4 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Þeir hafa það "gott prívat og persónulega" fyrir vestan er það ekki, þar sem núverandi stjórnvöldum hefur verið "sérlega umhugað" að koma með "alvöru lausnir"?

Jón Þór Bjarnason, 18.3.2007 kl. 19:43

5 identicon

Það er rétt hjá þér Jón Þór; fólk á Vestfjörðum hefur það ekki gott og þar stefnir í mikið óefni.  Sama má reyndar segja um megnið af norður helming landsins.   Í mínum huga er það ekki stjórnmálamanna að koma með lausnirnar (hvaða vita hafa þeir á bisness?), þeir eiga hins vegar að skapa umgjörð sem gerir fólki kleift að byggja upp.   Með því að setja náttúruna ofar mannfólkinu, eins og þessi öfgasamtök vilja, er verið að koma í veg fyrir að fólk geti bjargað sér sjálft.  Það er læst í fátækragildrum, eignir þess verðlausar og það getur sig hvergi hreyft.

Á Austurlandi hefur tekist að snúa þessu við og þar blasir við björt framtíð fyrir fólkið þar.   Með öflugri kjölfestu, er síðan hægt að byggja annað upp og auka fjölbreytni í atvinnu- og menningarlífi.   

Setjum heilbrigt mannlíf í 1. sæti! 

Bjarni Magnús (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband