Íraksstríði mótmælt

nowar Jæja, fjögur ár frá Íraksstríðinu. Fjögur löng ár.

Ég held að fullyrða megi, að aldrei hafi andstaðan gegn Íraksstríðinu verið jafn mikil og útbreidd og einmitt núna.

Eins og ég hef margítrekað hér á blogginu, var ég af prinsippástæðum andsnúinn stríðinu í Írak þegar frá upphafi. Ég taldi þá, og tel enn, að slæmar afleiðingar innrásarinnar vegi þyngra en ávinningurinn. Vissulega var gott að losna við Saddam Hussein en fórnarkostnaðurinn hefur verið of mikill. Þar að auki hefur stríðið ekki verið til að efla stríðið gegn hryðjuverkum, heldur miklu fremur til að efla hryðjuverkamenn í baráttu sinni.

Ég er vísast eini Íslendingurinn, sem Bandaríkjamenn hafa handtekið í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ég var semsagt grunaður um að vera terroristi, handtekinn, færður í járn og skutlað í einhvern andstyggilegan klefa, og hótað áratuga fangelsisvist. Mér var reyndar sleppt fljótlega aftur, enda sakleysisgrey sem leggur ekki í vana sinn að gera neinum mein. En ég held ég búi enn að þessari skelfilegu reynslu.

Af reynslu minni grunaði mig, þegar í upphafi, að þeir menn, sem Kanarnir myndu handtaka og hefðu ástæðu til að ætla, að væru viðriðnir hryðjuverkasamtök, myndu varla eiga náðugt líf framundan. Ef Kanarnir fóru svona með mig, hvernig fara þeir þá með múslima, sem grunaðir eru um að tilheyra Al-Kaída, Talibanahreyfingunni, eða öðrum hættulegum samtökum?

Í þessu ljósi fylgist maður með Abu Graib (man ekki hvernig þetta er stafað) og Guantanamo með hryllingi.


mbl.is Búist við fjölmennum mótmælum gegn Íraksstríði í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Segðu nú meira frá þessu, takk fyrir:

Ég er vísast eini Íslendingurinn, sem Bandaríkjamenn hafa handtekið í baráttunni gegn hryðjuverkum. 

Pétur Gunnarsson, 18.3.2007 kl. 12:13

2 Smámynd: Snorri Bergz

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=645381 Hér er nú fréttin. En helmingurinn sem þarna stendur er tóm della. M.a. þurfti ég að skrifa undir kolranga skýrslu til að losna úr djeilinu. En hvað gerði maður ekki til að losna úr svona andstyggilegum aðstæðum.

Snorri Bergz, 18.3.2007 kl. 14:40

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Þetta hefur verið svakalegt en hvað segirðu um þann dóm utanríkisþjónustunnar að þú hafir gerst sekur um lélegan húmor? Mér sýnist það vera hálfgerð atlaga að blogginu þínu.

Pétur Gunnarsson, 18.3.2007 kl. 21:54

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ja hérna, ekki hefði ég trúað þessu á þig. Þegar ég las þessa frétt upphaflega, ímyndaði ég mér allt annan mann en þig, og setti þenna íslenska spéfugl í samhengi við ræfilinn Richard Reid, sem hafði sprengjur í skónum sínum, fyrir utan táfýlu.

Sjálfur hef ég safnað tonni af grjóti til að berjast við herskip NATOs í Sundahöfn og ljósmyndari CIA á Íslandi náði af mér mynd í þeim hryðjuverkum http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/137376/ . Samt hafa símar mínir ekki verið hleraðir og ég er ekki á skrá yfir terrorista hjá CIA (fyrr en þeir lesa þetta), og reyndar alls ekki ósáttur við framgöngu BNA í Miðausturlöndum. Ég er líka leiður yfir því að herinn skuli horfinn frá Miðnesheiði. Samt var ég eitt sin herstöðvaandstæðingur. Ert þú að fara frá hægri til vinstri og ég frá vinstri til hægri, eða erum við báðir orðnir Framsóknarmenn?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.3.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe, þetta var aldrei húmor. Þessi saga var samin til að fela það að ég hefði verið handtekinn "by overreaction".

Ég spurði bara starfsmann FLugleiða, hvort það væri byrjað að skanna skóbúnað fólks vegna sprengjuógnunar (sbr. þessi enski, þetta var rétt á eftir). Hann spurði af hverju það ætti að gera það. Ég hafði séð það í fréttum í USA og sagði honum það...hann varð þá undarlegur. En ég var bara svo ánægður að losna úr djeilínu, að ég skrifa undir skjalafölsun FBI-manna.

Þetta átti aldrei að vera neitt húmor, heldur engin ógnun. Ég spurði bara í sakleysi mínu og var handtekinn fyrir það, að starfsmaður FLugleiða var fífl, og að FBI og löggan trúði honum frekar en mér. Skv. starfsmanni FLugleiða átti ég að hafa sagst hafa sprengju í skónum. Come on! Það sagði ég aldrei.

Þetta var semsagt misskilningur starfsmanns Flugleiða. Og síðan, þegar upp komst að svo hafði verið, var reynt að klóra yfir þetta með því að láta mann skrifa undir ranga skýrslu, með hótunum um 20 ára fangelsi og þriggja milljóna dollara sekt að öðrum kosti.

Svona var þetta. Og aðstæðurnar ömurlegar, meðferðin lýðræðisríki ekki til sóma. Ég ítreka, ef þeir fóru svona með mann, út af misskilningi greindarvísitölulágs starfsmanns FLugleiða, hvernig ætli þeir fari með meðlimi arabískra öfgafélaga?

Snorri Bergz, 18.3.2007 kl. 22:29

6 Smámynd: Snorri Bergz

Trúað hverju á mig VIlhjálmur? Þessi saga sendiráðsmannsins var tóm þvæla. Lestu þetta að ofan.

En ég hef aldrei farið til USA síðan og stefni á, að fara þangað aldrei aftur.a.m.k. miðað við óbreyttar aðstæður.

Snorri Bergz, 18.3.2007 kl. 22:31

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Lengi hefur mig grunað þetta. Meðal starfsmann Flugleiða eru og voru fífl. Eins og t.d.starfsmaður félagsins í Kbh. sem reyndi að hafa af mér ferð til heimalandsins (í byrjun 9. áratugar síðustu aldar) vegna þess að einhver ráðuneytisblók í ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar hafði ekki miða. Ef hótanir mínar þá hefðu heyrst í Washington, hefði ég verið dæmdur í 99xLife. Ég fékk mínu fram og sat við hliðina á Óla Jó á leiðinni heim. Heimurinn var saklaus þá.

Ég skil þig þó betur nú eftir skýringar þínar. En leitt þykir mér að þú sért búinn að missa áhugann á að fara til BNA. Þar fékkstu mig andartak til að halda, að þú værir kominn á einhvern svartan lista, sem gerir að verkum, að þú ert ekki velkominn nærri Hvíta Húsinu. Ég þurfti sjálfur nýlega að afþakka boð til BNA. Það var þó ekki af pólitískum ástæðum heldur fjárhagslegum að ég afþakkaði. Ég kemst heldur ekki vegna núverandi vinnu.

Ég hlakka nú samt til að sjá skjöl FBI og CIA um þig, ef ég verð ekki dauður áður en leynd verður aflétt af þeim.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.3.2007 kl. 23:04

8 Smámynd: Snorri Bergz

hehe, ég er semsagt á FBI og CIA skrám, grunaður um terrorisma!

Snorri Bergz, 18.3.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband