Mánudagur, 19. febrúar 2007
Henging
Jæja, einhverra hluta vegna virðist mönnum ekki finnast það jafn agalegt, þegar þessi maður er hengdur, en þegar Saddam Hussein lenti í snörunni. Engu að síður er Saddam greinilega ábyrgur fyrir morðum margfalt fleiri óbreyttra borgara.
Nú er spurning hvort bloggarar fari ekki að blogga enn á ný um illsku henginga...sumir verða að gera það, til að vera samkvæmir sjálfum sér.
![]() |
Sprengjumaður hengdur fyrir allra augum í Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Göngum sem fyrst í Evrópusambandið!
Árið 2004 lifðu 16% íbúa ESB undir fátækramörkum sem er skilgreint sem 60% af meðaltekjum viðkomandi lands.
Við gætum jafnvel náð þessum 16% á nokkrum árum, aukið hér fátækt, atvinnuleysi og skattheimtu, svo nokkuð sé nefnt. Það eina sem þarf að gera er að kjósa Samfylkinguna til valda. Við gætum síðan rústað endanlega sjávarbyggðunum við landið og reist hér tugi barnaheimila fyrir fátæk börn, eins og gert var í Rússía og Alþýðublaðið dásamaði svo forðum.
Þá eru börn líklegri en aðrir að verða fátæktinni að bráð en 19% barna í ESB lifa undir fátæktarmörkum.
Já, þetta gæti líka tekist á nokkrum árum, eða jafnvel fyrr. Já, þetta er fagurt fyrirmyndarríki, hið nýja Sovét, sem kratarnir vilja leiða okkur inn í.
Já, endilega göngum barasta í ESB...það er sennilega stysta leiðin til að gera Íslendinga fátæka að nýju. Er það ekki það sem við viljum, eða öllu heldur sumir vilja?
![]() |
Einn af hverjum sex Evrópumönnum býr undir fátæktarmörkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Kaupstaðarferð sem lyktaði illa
![]() |
Kaupstaðarlykt af ökumanninum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Grænfriðungar, hvalveiðar og eiturefnaúrgangur
Jæja, nú fæ ég vísast skammarpósta frá Sóleyju og hinum!
Ég varð bara að setja þetta inn...
![]() |
Neita Grænfriðungum um sýni úr hvalaafurðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Kastrup!
Ekki má gleyma því heldur, að leigutekjur af verslunum og duty free hljóta að vera afar háar, því verðið þar er jafnan ótrúlega hátt. Sá misskilningur er jafnan, að það sé ódýrara að kaupa á flugvöllum en annars staðar. Ég á mjög erfitt með að sjá það varðandi Kastrup.
Kastrup hefur verið uppáhalds flugvöllur minn í fjölda ára, en ekki lengur. Jafnvel Heathrow er betri, þrátt fyrir alla langhalana.
![]() |
Kastrupflugvöllur sá dýrasti í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Umhverfisvernd núna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Ólétta stelpan á ballinu
Jæja, nú skaut Ólafur Ragnar sig í fótinn - ég fæ ekki betur séð. Þetta minnir á viðtalið við Geir Haarde í silfrinu um daginn, þar sem hann talaði um óléttu stelpurnar í Byrginu. Óheppileg framsetning Ólafs á umræddu atriði mun vafalaust lifa hér á blogginu og víðar um ókomna framtíð.
![]() |
Forseti segir að líta megi á ráðuneyti sem deild í forsetaembættinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Áfall fyrir íslenskan handknattleik!
Maður fékk auðvitað vægt áfall við að lesa Moggann í morgun. Þar las ég m.a. á bls. 2 í íþróttablaðinu um úrslit í þýsku bundesligunni í handbolta. Þar segir m.a.
Alexander Petersson átti fínan leik með Grosswallstadt og skoraði níu mörk í sigri á Melsungen, 38:34. Daninn Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt þar sem hann er að jafna sig á meiðslum.
Hvað?! Er Einar Hólmgeirsson orðinn Dani? Er það þess vegna, en ekki sökum meiðsla, sem hann spilaði ekki með Íslendingum á HM? Ja, nú er bleik brugðið og Snorrabúð stekkur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Álafoss
Það var fyrir tveimur eða þremur árum, að ég fór upp í Álafosskvos með útlending, sem hingað hafði komið og viljað fræðast um eitt og annað í sögu Íslands. Hér var nánar tiltekið á ferðinni kona, sem hefur verið búsett í Askelon í Ísrael síðustu árin og fengið brennandi áhuga á ýmsu sem snertir búsetu ættmenna sinna í Evrópu. Hún bað mig að sýna sér staði, sem væru mikilsverðir í sögu Gyðinga á Íslandi.
Það er nú svo, að Gyðingar hafa komið afar lítið við sögu Íslands. Helst hefði mátt sýna henni hús Nathans & Olsens á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, sem hefur tvöfalda tengingu, eða gömlu lögreglustöðina við Pósthússtræti, þaðan sem Gyðingum var vísað úr landi, aftur til Þýskalands, eða Hallærisplanið, þar sem Bernburg spilaði forðum í húsi, sem hét þá Hótel Ísland, ef ég man rétt.
En ég fór með hana upp í Álafosskvos, þar sem Hans Mann Jakobsson, þýskur Gyðingur vann um tíma hjá Sigurjóni á Álafossi. Það hefur vísast bjargað lífi hans. Þá hafði ég ekki komið þangað uppeftir í mörg ár, en ég varð strax hrifinn af staðnum. Mér fannst þetta vin í eyðimörku stórborgarinnar, rólegur og friðsæll staður sem snart mann djúpt. Það var eitthvað sérstakt við Álafosskvosina, eitthvað sem var ekki og er ekki hægt að útskýra fyrir þeim, sem ekki hafa komið þarna.
Nú, þessi vegur um Álafosskvosina. Ég veit voðalega lítið um þennan veg, en fyrir mitt leyti vil ég halda öllu raski sem lengst frá þessum stað. Ég hef ekki hugmynd um í raun, hvort nýi vegurinn raski kyrrð og ró staðarins, en það breytir mig í raun litlu. Ég vil óska, að bæjaryfirvöld í Mosó reyni að finna einhverja aðra leið fyrir vegagerð sína. Ég vildi óska, að Álafosskvosin fengi að vera í friði fyrir breytingum nútímans, þar sem allt snýst um hraða og peninga. Getum við ekki skilið eftir þetta svæði til minningar um glæsta fortíð.
Já, Álafoss svæðið er sérstakt. Þar unnu t.d. á fjórða áratugunum margir útlendingar, þám amk einn Þjóðverji, sem síðar átti eftir að gera garðinn frægann á stríðsvöllum síðari heimsstyrjaldar í úrvalssveitum Heinrichs Himmlers. Og þar unnu margir aðrir merkilegir karakterar. Þar fór líka fram merkileg starfsemi, alveg frá upphafi iðnbyltingar á Íslandi. Þar var einnig fyrsta úthverfi Reykjavíkur (ef við undanskiljum Hafnarfjörð), osfrv. Af nægu mætti taka.
Álafosskvosin skipar sérstakan stað í sögu Íslands og ætti að vera varðveitt til komandi kynslóða. Beinum eldspúandi drekum okkar annað.
![]() |
Húsfyllir á tónleikunum Lifi Álafoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)