Henging

Jæja, einhverra hluta vegna virðist mönnum ekki finnast það jafn agalegt, þegar þessi maður er hengdur, en þegar Saddam Hussein lenti í snörunni. Engu að síður er Saddam greinilega ábyrgur fyrir morðum margfalt fleiri óbreyttra borgara.

Nú er spurning hvort bloggarar fari ekki að blogga enn á ný um illsku henginga...sumir verða að gera það, til að vera samkvæmir sjálfum sér.


mbl.is Sprengjumaður hengdur fyrir allra augum í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Spurningin er frekar sú, hvort íslenskir ráðamenn eru sjálfum sér samkvæmir. Þeir sögðust flestir "virða" aftöku Saddams Husseins á þeirri forsendu að aftökur samrýmdust Írökskum lögum. (Einungis Björn Bjarnason þorði að fordæma aftökuna). Þetta eru mjög merkilegar yfirlýsingar þar sem Ísland er aðili að mannréttindasáttmála Evrópu og fleiri sáttmálum, sem líta á dauðarefsingu sem brot á mannréttindum. Etv. "virða" íslenskir stjórnmálamenn einungis aftökur mjög vondra  karla þ.e. ekta illmenna eins og þjóðarmorðingja  og stríðsglæpamanna? Þarf ekki skýrar reglur um það? Þessi gaur kemst varla í þann flokk svo ég efast um, að utanríkisráðherrann okkar komi til með að "virða" þessa aftöku.  

Júlíus Valsson, 19.2.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, deildarstjórarnir í forsetaembættinu nenna varla að skipta sér af svona "nobody". En spurning hvað t.d. bloggarar, sem gagnrýndu aftöku Saddams sem mest, segi núna?

Snorri Bergz, 20.2.2007 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband