Geir: Svona fólk lifir í Undralandi!

Já, deilur um efnahagsmál á Alþingi. Ingibjörg hjólaði í Geir forsætisráðherra Haarde, sem svaraði fyrir sig af hörku og sagði, að fólk sem svona tali lifi í Undralandi. Engin furða. Imba hjólaði vopnlaus í Geir. Þetta virðist ekki vera með eindæmum, hversu Ingibjörgu eru mislagðar hendur. Kannski er þetta aðal skýringin á því, að Samfó er í frjálsu falli.

Imba Solla í Undralandi, já! En spurning hvort þetta væri ekki frekar frökenin í Galdrakarlinum í Oz. Því þær virðast báðar hafa fylgdarmenn með mjög svipuð vandamál.


Feitari Ronaldo-inn kominn til AC Milan

419713BHann hefur farið víða þessi. PSV (með Eiði), Barcelona, Inter, Real, og nú AC Milan. Síðan mun hann vísast enda ferilinn með Bolton, Portsmouth, Spurs eða öðrum endurvinnslustöðvum í Englandi.

Annars held ég að hann eigi eftir að spjara sig með AC Milan.

En er ég sá eini sem hef það á tilfinningunni, að maðurinn á myndinni sé ekki Ronaldo, heldur Eldar Ástþórsson?


mbl.is Ronaldo kominn til AC Milan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

30. janúar í sögunni

Hrafninn reið á vaðið í morgun með bloggi um tvo mikilvæga atburði, sem áttu sér stað 30. janúar; annars vegar að Hitler varð kanslari Þýskalands og hins vegar morðið á Gandhi. En fleira gerðist:

1648: Munster samningurinn undirritaður. Stríði Spánverja og Hollendinga lýkur.

1649: Karl I. Englandskóngur er tekinn af lífi með exi.

1661: Oliver Cromwell hálshogginn, tveimur árum eftir dauða sinn.

1820: Edward Bransfield lendir á meginlandi Suðurskautslandsins.

1847: Bærinn Yerba Buena fær nýtt nafn: San Francisco.

1943: Þjóðverjar myrða 7.000 Gyðinga í Letychiv.

1968: Tet-árásin hefst í Víetnamstríðinu.

1969: Bítlarnir koma fram í síðasta skipti.

1975: Fyrsta færeyska frímerkið gefið út.

1994: Ungverjinn Peter Lekó verður yngsti stórmeistari sögunnar í skák.

 

Þennan dag fæddust

Franklin D. Roosevelt forseti USA (1882)

Barbara Tuchmann sagnfr. (1912)

Olof Palme forsætisráðherra (1927)

Gene Hackmann leikari (1930)

Boris Spassky fyrrv. heimsmeistari í skák (1937)

Dick Cheney, skotveiðimaður (1941)

Phil Collins, tónlistarmaður (1951)

Abdullah, Jórdaníukóngur (1962)

og síðan nokkrir fótboltamenn, t.d. Juninho Pern...í Lyon (1975),  Berbatov og Peter Crouch (1981).

 

Heimildir: BBC, NY Times, og Wikipedia.

  

 

 


Gamalt kvót, en sígilt

"Stéttarígur er það kallað, sem við höfum komið hér á stað með stofnun Alþýðuflokksins." Ottó N. Þorláksson, fyrsti forseti/formaður ASÍ/Alþýðuflokksins, í Alþýðublaðinu 6. mars 1920.

Margt hefur nú breyst í áranna rás. Flokkur þessi, sem stofnaður var til að ala á stéttaríg, hvarf síðan sjónum, þegar flokksmenn gengu í nýstofnaðan hrærigraut rúmlega þriggja flokka. Sá grautur var kallaður Samfylkingin og var stofnaður til að ala á flokkaríg. Ójá, í gamla daga höfðu menn hugsjónir um bjarta framtíð. Nú er helsta hugsjón þjóhnappakrata að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og taka sjálfir við. Það er því miður ekki björt framtíðarsýn.


Bankinn "okkar" í Hamborg?

Já, bankar eru ekki alslæmir þó þeir mergsjúgi stundum fólk með okurvöxtum.

thri_51_banki

mbl.is Banki býður eiginkonum leikmanna Íslands á Danaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland, James Bond og blóðdemantar

95mJæja, ég sé að tengslin eru engin á yfirborðinu, hafi fréttasmiðir Mbl rétt fyrir sér. Jæja, það er eflaust rétt. En manni verður hugsað til James Bond myndarinnar Die Another Day, þegar Ísland var einmitt vettvangur blóðdemantaátaka, þar sem vondi kallinn átti að hafa fundið demantanámu á Íslandi, en þeir hafi í raun komið frá Sierra Leone, vísast í skiptum fyrir Norður-kóreönsk vopn, en vondi kallinn var einmitt norður-kóreanskur herforingi.

Blóðdemantarnir í James Bond hafa vísast átt að vera greiðsla fyrir þau vopn, sem íbúarnir í Sierra Leone nota til að skjóta hverjir aðra. Fá stríð eru th-D-1509RF_19045að jafnaði andstyggilegri en borgarastríð, þar sem e.t.v. vinir skjóta hverjir aðra, frændur berjast, jafnvel bræður. Og allt út af valdagræðgi manna, sem þykjast telja hag lands og þjóðar betur borgið í sínum höndum en annarra, en vilja yfirleitt fyrst og fremst mata eigin krók, enda eru flest ríki Afríku tiltölulega auðug af hráefnum.


mbl.is Spyrja um blóðdemanta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurbassinn

Nei, ég á ekki við Davíð Wunderbass, heldur fíknóhundinn Bassa.

En spurning hvort svona fréttir hefði ekki átt að "ritskoða" og bera við þjóðaröryggi. Kannski verða dópsmyglararnir ákafari nú, þegar Bassi er allur, en meðan hann gekk laus um tollsali.

En "Bassi var þjóðþekktur" segir mbl.is. Kannski hann hefði átt að fara í framboð fyrir Frjálslynda flokkinn meðan hann var enn á lífi. Hann hefði a.m.k. bætt meðalgreind þingmanna verulega.


mbl.is Fíkniefnaleitarhundurinn Bassi allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neinei, margar ágætis kratar inn á milli

Ég á mér nefnilega nokkra "uppáhalds" krata, bæði lífs og liðna. Ég er ekki alfarið á móti krötum, eins og sumir hafa haldið hér á síðustu dögum. Ég á mér jafnvel nokkra uppáhalds krata.

Meðal þeirra er Pétur G. Guðmundsson, sem að mínum dómi var fyrsti íslenski jafnaðarmaðurinn. Hann var m.a. fyrsti formaður Jafnaðarmannafélags Reykjavíkur, fyrsta stjórnmálafélags jafnaðarmanna, og hafði áður verið ritstjóri/útgefandi málgagna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingarinnar. Hann varð síðan formaður Dagsbrúnar og bæjarfulltrúi í Reykjavík, og þá er aðeins það helsta talið. Mjög vandaður og góður maður. Annar krati sem ég held upp á, var Jón jonbaldBaldvinsson. Um hann var aðeins gott eitt að segja, að mínum dómi. Maður getur ekki annað en "fílað" menn, sem standa á sannfæringu sinni, en það er því miður orðið óalgengt meðal nútímakrata, sem vilja frekar láta berast með vindinum, og það oftast afleiðis. Þriðji kratinn var í raun syndikalisti, að mínum dómi, en hallaði sér að hinum og þessum stefnunum, þegar svo bar við. Það var Ólafur Friðriksson.

Ég held mikið upp á Ólaf, ekki síst eftir að hafa lesið persónuleg gögn hans, sem ég fékk á sínum tíma lánuð frá barnabarni hans, sem hlýtur að vera með skemmtilegri atvinnurekendum landsins. Ólafur fylgdi reyndar kommunum í Moskvu um tíma, en það stóð stutt og var hann m.a. handtekinn í Rússlandi 1921, og sennilega fyrsti "bolsinn" sem handtekinn var í Ráðstjórnarríkjunum, en ekki sá síðasti. Síðan gæti ég talið upp marga ágæta krata, sem maður hefur álit á, þó maður sé að jafnaði ósammála þeim um pólítík. Síðan á ég mér tvo eftirlætis kommúnista, Hendrik Ottósson og Stefán Pjetursson, sá síðarnefndi gerðist reyndar krati, eftir slæm kynni af kommúnísku martöðinni í Moskvu. Og, ok, allt í lagi, ég skal jafnframt viðurkenna virðingu fyrir Einari Olgeirssyni. En minn uppáhalds krati er Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrv. formaður Alþýðuflokksins og forsætisráðherra.

Ég og aðrir sagnfræðingar þekkja hann pólítískt fyrst og fremst fyrir ráðherradóm hans í Þjóðstjórninni, á tíðstefanjohann síðari heimsstyrjaldar, en einnig fyrir að vera í forsæti Stefaníu, þegar Ísland gekk í NATO. En Stefán Jóhann Stefánsson á meira að baki. Ég tengist honum sjálfur með svipuðum hætti og Ólafi Friðrikssyni, en á sínum tíma fékk ég persónuleg gögn hans lánuð, með samþykki tveggja sona hans, Björns nágranna míns í Grænuhlíðinni og Ólafs, föður Sigurjóns, fyrrv. bókavarðar, og Braga, skálds og Sykurmola. Báðir eru þessir ágætu menn nú látnir. Um þá hef ég gott eitt að segja og var Björn nágranni minn í mörg ár og hafði ég gott eitt af honum að segja, og það reyndar mjög gott. Sonur hans er Gunnar Björnsson, bloggari og bankastarfsmaður. Með þeim feðgum og nokkrum öðrum stofnaði ég Taflfélagið Helli 1991. Gunnar hefur í raun haldið því félagi gangandi allar götur síðan og á skákhreyfingin honum mikið að þakka. Hann er jafnframt alþjoðlegur skákdómari og ritstjóri www.skak.is. Ég ætla þó að forðast að tala vel um þennan félaga minn til margra ára, enda gæti mér þá reynst erfiðara en ella að stríða honum með lélegu gengi Samfó, eða Liverpool, á msn. Sjálfur er Gunnar reyndar með stríðnari mönnum og höfum við brallað ýmislegt á þeim vettvangi í gegnum tíðina. En nóg af ættfræðinni.

Það sem kom mér mest á óvart hvað snerti Stefán Jóhann Stefánsson var, að í fórum hans fann ég margar smásögur, að ég held óbirtar. Margar þeirra voru afburða vel skrifaðar og þótti mér stundum nóg um, þar eð maður fann til vanmáttar gegn þessari afburða stílfimi, sem Stefán sýndi þar af sér. Skora ég á afkomendur Stefáns Jóhanns að gefa þessar sögur út. En í þessu samhengi kemur það mér ekki á óvart, að barnabarn Stefáns, Bragi Ólafsson, skuli skrifa jafn vel og skemmtilega og raun ber vitni, en síðasta bók hans ku vera, að mati sérfræðinga, ein best skrifaða skáldsaga síðari ára. Í mínum huga er þetta genítískt. En Stefán var jafnframt ágætis stjórnmálaforingi, þótt vissulega hafi hann gert mistök, eins og allir aðrir. Hann stóð fast gegn kommúnismanum, eftir að hafa reyndar verið svolítið spenntur fyrir "austræna andanum" um tíma, þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á pólítíska svellinu. Og í mínum huga er hann faðir þess besta í jafnaðarstefnunni á Íslandi, "hægri-kratismanum". Hugsanlega mætti þó taka Jón Baldvinsson þar í reikninginn, eða Pétur G. Guðmundsson, en ég vel Stefán því á hans tíð urðu línur skýrari og greinarmunur var gerður á, hverjir væru hægri kratar og hverjir stóðu til vinstri í Afl.

 

Það má vera, að ástæða þess að mér líkar svo vel við Stefán Jóhann sé að nokkru leyti komin til af góðum kynnum mínum af afkomendum hans, og lestri persónulega gagna hans. Hið sama mætti segja um Ólaf Friðriksson. Maður getur verið andstæðingur stefnumála manna, en þegar maður fer að kynnast þeim "persónulega", af lestri einkaskjala þeirra, fer manni að þykja vænt um þá, hafi þeir verið góðir og gegnheilir menn. Svo var í þessum tilvikum. En hvað Stefán Jóhann snertir, þá kemur einnig til ánægja með margskonar störf hans og skoðanir. Hann var t.d. meðal foringja Friðarvinafélagsins, sem barg þýskum flóttamönnum, sem Hermann Jónasson reyndi að reka úr landi. Hann hafði jafnframt forgöngu um, að veita þeim hjálp úr félagslega kerfinu, þegar hann var orðinn félagsmálaráðherra. Síðan hefur maður ákveðna hneigingu til, að halda upp á þá, sem kommúnistar voru á móti. En í heildina litið tel ég, að Stefán Jóhann Stefánsson hafi verið merkasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna á 20. öldinni, ásamt Jóni Baldvinssyni. En af einhverjum ástæðum hefur krötum farið smám saman hnignandi, þegar liðið hefur á söguna og afburðafólki fækkað í forystu þeirra. Kannski það segi sitt um vandræði Samfylkingarinnar í dag?


Danski þjálfarinn hefur fattað þetta

Já, rétt lesið hjá danska þjálfaranum, enda engin furða. Hann hlýtur að vita eitthvað um handbolta, ef hann er landsliðsþjálfari, jafnvel þó hann sé bara landsliðsþjálfari Dana. Wink

En ef íslensku leikmennirnir eflast alltaf þegar hann finnur veikleika hjá þeim, ætti þetta að verða erfitt hjá okkur í kvöld, því nú sér hann aðeins styrkleika. Þá hljóta menn að sýna veikleika í kvöld.

En a.m.k. vona ég að Danir liggi nú í því í kvöld. Það er kominn tími til að spila úrslitaleik á stórmóti. Við höfum áður verið nærri því, en alltaf klikkað á ögurstundu, t.d. í Japan 1997. En til þess þarf að vinna Dani. Liggi Danir í því í kvöld, verður vísast fagnað hér verulega frameftir nóttu og á morgun. En tapi Íslendingar, tekur við þriggja daga þjóðarsorg, með árásum á danska sendiráðið (loksins að VG atvinnumótmælendurnir gætu nýst í eitthvað þarft verkefni) og ofsóknum á hendur dönskum íbúm hér á landi. Nema auðvitað að íslenska þjóðin beri harm sinn í hljóði og kaupi nokkur fyrirtæki í Danmörku rétt til að fá útrás.

Áfram Ísland


mbl.is HM: Ísland er með frábæra leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband