30. janúar í sögunni

Hrafninn reið á vaðið í morgun með bloggi um tvo mikilvæga atburði, sem áttu sér stað 30. janúar; annars vegar að Hitler varð kanslari Þýskalands og hins vegar morðið á Gandhi. En fleira gerðist:

1648: Munster samningurinn undirritaður. Stríði Spánverja og Hollendinga lýkur.

1649: Karl I. Englandskóngur er tekinn af lífi með exi.

1661: Oliver Cromwell hálshogginn, tveimur árum eftir dauða sinn.

1820: Edward Bransfield lendir á meginlandi Suðurskautslandsins.

1847: Bærinn Yerba Buena fær nýtt nafn: San Francisco.

1943: Þjóðverjar myrða 7.000 Gyðinga í Letychiv.

1968: Tet-árásin hefst í Víetnamstríðinu.

1969: Bítlarnir koma fram í síðasta skipti.

1975: Fyrsta færeyska frímerkið gefið út.

1994: Ungverjinn Peter Lekó verður yngsti stórmeistari sögunnar í skák.

 

Þennan dag fæddust

Franklin D. Roosevelt forseti USA (1882)

Barbara Tuchmann sagnfr. (1912)

Olof Palme forsætisráðherra (1927)

Gene Hackmann leikari (1930)

Boris Spassky fyrrv. heimsmeistari í skák (1937)

Dick Cheney, skotveiðimaður (1941)

Phil Collins, tónlistarmaður (1951)

Abdullah, Jórdaníukóngur (1962)

og síðan nokkrir fótboltamenn, t.d. Juninho Pern...í Lyon (1975),  Berbatov og Peter Crouch (1981).

 

Heimildir: BBC, NY Times, og Wikipedia.

  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband