Færsluflokkur: Aulahúmor
Laugardagur, 5. apríl 2008
Enginn með allar tölur réttar
Er þá ekki kominn tími á rennilásinn?
Laugardagur, 5. apríl 2008
Þarf Bubbi að breyta textanum?
Ja, nú hefur komið í ljós, að það voru ekki stórir strákar sem fengu raflost, heldur Loðin rotta. Þessi misskilningur Bubba hlýtur að draga trúverðugleika hans sem söngvaskálds mjög í efa og því má búast við að hann endurútgefi hið klassíska lag sitt með...
Laugardagur, 5. apríl 2008
Breska pundið
Kannski Bretar reddu þessu bara með því að leggja pundið niður og taka upp kíló í staðinn?
Laugardagur, 5. apríl 2008
Raforkan ræður stærð!
Jasso. Þurfa menn á besta aldri þá ekki lengur að nota viagra, heldur....
Föstudagur, 4. apríl 2008
Ég tel að illa hafi verið að mér vegið
með hækkun bensínverðs. Ég kref ríkissjóð og olíufélögin um bætur. Hafiði nokkuð Jennifer Aniston á lausu?
Föstudagur, 4. apríl 2008
Upp, upp mín önd!
Er þetta ekki sama öndin og lék í Friends-þáttunum? Gaman að hún skuli hafa fengið sinn eigin "stalker".
Föstudagur, 4. apríl 2008
Nylon sokkabuxur
Vá, mögnuð auglýsing, svo mögnuð að ég fór strax og keyptu mér 2 pör. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða banka ég ætti að ræna, ja, eða sjoppu. Einhver með góða hugmynd?
Föstudagur, 4. apríl 2008
Kolkrabbinn
Nú er Kolkrabbinn kominn í gang og fær beina innspýtingu frá Hitaveitu Suðurnesja. Ætli það sé að verða bleklaust í landinu, eða...?
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Condí Rice
hefði aldrei getað orðið utanríkisráðherra Indlands, því skv. nýsettri reglugerð er bannað að flytja út hrísgrjón frá Indlandi, nema basmatí-grjón. Ja, Condí gæti skipt um nafn og tekið upp fornafnið Basmatí.
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Stig dregin af Manchester?
Æ, hvað það er gott að láta sig dreyma fallega.