Færsluflokkur: Aulahúmor

Sólarsamban

Gaman að fara í sunnudagsbíltúr á þessu yndislega sumri.

Ónæmi og ofnæmi

Jæja, allt að sigla í sama farið hér á landi og annars staðar. Ég hef sjálfur lent í þessu. Ég hef tekið inn pillur í mörg ár vegna ofnæmi fyrir KR-ingum. Þær eru bara hættar að virka á mig. Ætli ég hafi þróað ónæmi fyrir pillunum, eða e.t.v. ónæmi fyrir...

Sniglar í hópskriði

Fjöldi snigla hélt af stað í mótmæla-hópskriði frá Hlemmi niður á Lækjartorg á hádegi í dag. Á leiðinni þurfa þeir að komast fram hjá mörgum hindrunum, m.a. þremur frönskum kokkum og þungum fótum íslenskra vegfarenda. Búist er við að eftirlifandi verði...

Skelfileg útkoma Kaupþings

Fyrirtækið græddi "aðeins" 18,7 milljarða á fyrsta ársfjórðungi. Hreiðar hlýtur að fara að segja af sér. Annars held ég að þetta sé nú nokkuð vel gert hjá bankanum miðað við ástandið í heiminum í dag.

Hvað er líkt með ...... og rotþró?

a) Ég get skít í báða b) Bæði eru "full of shit" Menn geta sett eitthvað gott orð þarna inn, kjósi þeir svo.

Má ekki fitna núorðið?

Úff, ég fitnaði um 2 kíló á síðustu 4 vikum. Ég hlýt að fara að fá fatwa á mig fljótlega.

Nýmæli á Íslandi

Já, nýmæli á Íslandi: Lyfjapróf í réttum. Lyfjapróf verða tekin upp á einni stærstu réttum Íslands á hausti komandi. Verður blóð sauða og þvag skimað eftir lyfjum, ef dýralæknum þykir hegðun skepnanna gefa ástæðu til.

Ég mætti í skýrslutöku í morgun

Já, ég tók skýrslu úr möppu og renndi lauslega yfir hana. Ágætis skýrslutaka.

Erlendir atvinnubílstjórar?

Mig langar mest til að vita hvað þessi Arnór Jónsson hét áður en hann fluttist til Íslands?

Nýr vegamálastjóri

mun amk halda vegunum hreinum. En án alls gríns virðist þetta hinn frambærilegasti maður.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband