Vefauglýsingar - bloggið mitt í boði Glitnis?

Ég fór að velta því fyrir mér áðan, af hverju þessi bloggómynd mín skuli ekki aðeins skora vel á Moggablogginu, heldur koma ofarlega á lista á www.google.is og öðrum leitarvélum fyrir allskonar keywords sem ég hef með einhverju hætti troðið þarna inn, t.d. með heiti pistla, osfrv.

Ég setti því bloggsíðuna mína í ákveðið forrit sem ég nota í vinnunni og kíkti á hvaða keywords ég væri eiginlega með á hvala.blog.is, og voila.

 

Glitnissvindl 

 

ÆÆ, ég gleymdi víst að highlighta neðsta orðið, sem er Glitnir. Glitnir er semsagt automatískt skráð  "keyword" á bloggsíðunni minni. Ok, ég veit að ég er með Nova-auglýsingu til hægri á blogginu, og er mér nokk sama um það. En ég er ekki sérlega sáttur við að það sé verið að troða einhverju svona inn í kódann hjá mér, án þess að maður viti.

Fyrir þá, sem ekki vita, er eitt af mestu trikkunum í "leitarvélabestun" (SEO) að fá t.d. Google til að birta vefsíðu þína á fyrsta SERPanum (Search Engine Rank Page -  fyrstu niðurstöðusíðu). Eitt grundvallaratriði þess er að hafa nógu marga linka sem vísa á þig, og þá er betra að hafa magn en gæði, þ.e. ein vinsæl síða (sem sjálf fær marga linka á sig) er betri "heimild" um gæði síðunnar og traustleika en t.d. 10 lélegar síður, sem hvorki hafa linka á sig né marga gesti.

 

Og hér sit ég, í fjórða sæti á vinsældarlista Moggabloggsins og er því "góð heimild" skv. fræðum SEO, ekki síst þar sem ég "uppfæri" oft og hef margvísleg efnisatriði á síðunni.

Og síðan er þaað "description" bloggsins mín. Það er ekki "hvala" eða "Snorri Bergz", heldur "eða Glitnir"

 

Því spyr ég, er Moggabloggið að selja þessa "leyndu" auglýsingu til Glitnis? þ.e. er Glitnir að borga Mbl.is fyrir að láta síðuna mína linka á fyrirtækið eða vekja athygli á því með öðrum hætti (án minnar vitundar)?

Bara svona rétt að velta þessu fyrir mér. Gaman væri að fá svör frá Mogganum...

 

 


Tilraun til að eyðileggja ferðamannaiðnaðinn

Ja, amk er þetta "nýjasta úrspil" ekki á bætandi margskonar reglur og lög sem gera ferðamenn réttlausa við komuna til Bandaríkjanna.

Ég veit ekki um aðra, en ég hef ekki í hyggju að fara oftar til þessa Sovétríkja Norður-Ameríku, nema ástandið breytist og það verulega.

Alveg nóg að láta handtaka sig einu sinni á landamærunum...ég ætla helst ekki að gefa þessum fautum færi á slíku aftur.


mbl.is Mega haldleggja fartölvur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margföld maraþonganga?

marathonJa, úr því enginn ætlar að minnast á þetta, skal ég taka það að mér. Blaðamenn Moggans þola mig eflaust mjög tæplega fyrir.

Titill: "Barry gæti enn gengið til Liverpool"

En ég vorkenni aumingja Gareth Barry að þurfa að ganga frá Birmingham alla leið til Liverpool. Ég meina, þetta er nokkuð langt!

Hann hlýtur að vera í góðu formi?

En jæja, voðalega hljóta stjórnendur Moggans að vera þolinmóðir, svona vitleysa er amk daglegt brauð, jafnvel algengari en það.


mbl.is Barry gæti enn gengið til liðs við Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjar sprengdir

Jæja, þá voru Kínverjar sprengdir í miklum móð.

En vonandi voru það bara Kínverjar sem sprungu, en ekki Kínverjar.


mbl.is Flugeldaæfing í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskunám skilyrði

Jæja, svosem sammála þessu. Innflytjendur hér verða að læra íslensku, ætli þeir að setjast að. Það segir sig sjálft.

En hitt er svo annað mál, að ef það á að þvinga íslenskunám á herðar innflytjenda, ætti ekki síður að skylda t.d. blaðamenn, bæði á Netmogganum og víðar, að taka slíkt nám, a.m.k. bæta aðeins við sig.


mbl.is Mikill meirihluti hlynntur íslenskunámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil vonbrigði með Eyjar

Það er komið fram á sunnudag og maður hefur ekki enn heyrt neinar skandalssögur af junior. Þetta hlýtur að vera óvenju dauf og leiðinleg hátíð...ekki nema fréttaflutningur og slúðurflutningur sé með lakasta móti.

Síðan er aldrei að vita nema junior hafi verið stilltur og Bergz nafninu til sóma? :)


mbl.is 12-13 þúsund í Herjólfsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna er erfitt að vera

samfylkingarmaður í Norð-Austri.

Það verður ennþá erfiðara í næstu kosningum!

En ég er mjög ánægður með Þórunni. Hún er að spila rassinn úr buxunum, pólítískt séð, og gerir það með stæl.

 


mbl.is Húsvíkingar reiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

James Bond 2

bikiniÉg og Hrannar Baldursson vorum að ræða um Bond myndir í dag, og þar taldi ég að bikini atriði Ursulu gæfi færi á auka stjörnu í einkunn

Nú, ég sá í dag að á imdb.com er vísað til skoðanakönnunar, þar sem þetta sama atriði er valið besta bikini-atriði sögunnar, framar t.d. Princess Lea í Star Wars og öðrum slíkum. Slær jafnvel út Pamelu Silicon í Baywatch.

Ég er svosem ekkert hissa!

vlcsnap-1326688

Á að taka upp evru?

Nei, auðveldara að flytja kókaínið beint inn frá Kólombíu -- spara milliliðina sko!
mbl.is Kókaín á evrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

James Bond -- don Hrannari "svarað"

 

Fyrir helgi skoraði ég á don Hrannar de la Breiðholt að koma með einkunnagjöf á Bond-myndirnar og skyldi ég svara í sömu mynt. Hrannar er nú búinn að koma sínu fram á ritvöllinn og fylgi ég á eftir (bæti einkunnum aftan á).

Ég held Microsoft Access fæl yfir myndir og svoleiðis sem ég á, og gef þeim meas einkunn, frá 1-5 stjörnur. Einkunnagjöf mín er tekin þaðan. Ég virðist nokkuð sammála Hrannari, en þó ekki alltaf. Einu breytingarnar eru, að ég tek hálfan frá eða bæti við, enda notaði ég ekki hálfleik í einkunnagjöf minni.

Ég er sammála Hrannari með, að mynd Lazenbys er góð. Eiginlega er þetta besta myndin, sem slík, að mínu mati. En Lazenby hætti strax aftur, ég man ekki lengur af hverju. Ég tel síðan gömlu Casino Royale ekki til Bond mynda. Ég vil ógjarnan svívirða Bond-nafnið með þessari hörmung.

Bestu myndirnar eru, að mínum dómi, On her Majesty's Secret Service, The Man with the Golden Gun, Goldfinger, Casino Royale, Goldeneye og Dr. No. Sú síðastnefnda fær aukaprik fyrir bíkíní-atriðið. Einnig fíla ég The Spy Who Loved Me mjög góð. Einnig er ég hrifinn af You Only Live Twice, en Hrannar fílar hana ekki. En svona eru skoðanir manna skiptar.

Moonraker tel ég mestu þvæluna úr hópi hinna eiginlegu Bond-mynda, en jafnframt er Never Say Never Again (feik-myndin með Connery, ekki gerð með samþykki framleiðenda hinna myndanna) léleg eftirlíking af Thunderbal (sem ég fíla heldur ekki!). Aðeins Barbara Carrera gerir þar einhverjar rósir. Die Another Day fær jafnframt lága einkunn, því hún er full mikil þvæla fyrir minn smekk. Myndin á að gerast að hluta til á íslandi :) einmitt. Eins og menn geti labbað þar inn með vopn og látið eins og greifar....ásamt öllu öðru sem er óraunverulegra en gengur og gerist, þar.

En hvað snertir Bondana, þá finnst mér Pierce Brosnan hafa verið raunverulegasti Bondinn. En síðustu myndir hans liðu fyrir slakan söguþráð. Það þarf varla að taka fram hvaða Bond er "verstur", en ég hef aldei fílað Dalton-bræður.

1. Brosnan
2. Connery
3. Moore
4. Dalton

Lazenby og Craig hafa aðeins eina mynd og því varla hægt að meta þá.

Fleiri mega endilega blandast í þennan hóp...og endilega linka á þessa umræðu.

 

 

 BondmyndÁrEinkunn Don HrannarsAðalleikari Einkunn SBergz
1
Dr. No 
1962
***
Sean Connery 
 ****
2
From Russia with Love 
1963
***1/2
Sean Connery 
 ***
3
Goldfinger 
1964
****
Sean Connery 
 ****
4
Thunderball 
1965
***
Sean Connery 
 **
5
You Only Live Twice 
1967
*1/2
Sean Connery 
 ***1/2
6
On Her Majesty's Secret Service 
1969
***1/2
George Lazenby 
 ****
7
Diamonds Are Forever 
1971
**1/2
Sean Connery 
 **
8
Live and Let Die 
1973
***
Roger Moore 
 **
9
The Man with the Golden Gun 
1974
***
Roger Moore 
 ****
10
The Spy Who Loved Me 
1977
***
Roger Moore 
 *** 1/2
11
Moonraker 
1979
***
Roger Moore 
 * 1/2
12
For Your Eyes Only 
1981
***
Roger Moore 
 ***
13
Octopussy 
1983
***
Roger Moore 
 ***
14
A View to a Kill 
1985
***
Roger Moore 
 ***
15
The Living Daylights 
1987
***
Timothy Dalton 
 ***
16
Licence to Kill 
1989
***
Timothy Dalton 
 ***
17
GoldenEye 
1995
***1/2
Pierce Brosnan 
 ****
18
Tomorrow Never Dies 
1997
***
Pierce Brosnan 
 **1/2
19
The World Is Not Enough 
1999
**1/2
Pierce Brosnan 
 ***
20
Die Another Day 
2002
***
Pierce Brosnan 
 ** 1/2
21
Casino Royale 
2006
****
Daniel Craig 
 ****
      
 !
Never Say Never Again
1983
***
Sean Connery
 *


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband