Ný ríkisstjórn í burðarliðnum?

Ég hef stundum sagt, að betra sé að lesa vel skrifaðan texta, sem maður er ekki endilega sammála, en illa skrifað efni, sem liggur manni nærri. Erlendur í Unuhúsi hélt því fram fyrir um 75 árum og er það enn í gildi og ég tek undir. M.a. af þeim sökum les ég reglulega róttæklingasíðuna Múrinn, þó ég sé jafnan ekki sammála mörgu þar svosem. En nú skrifar Ármann Jakobsson um hvað taki við að loknum kosningum og gefur sér, og ekki án raka, að VG vinni kosningasigur. Hann segir m.a.:

Venjurnar eru hins vegar allskýrar og ljóst er að ef VG fær meira en 15% fylgi er nánast ekki forsvaranlegt fyrir aðra flokka að leita ekki eftir samstarfi við flokkinn. Þá er líka mikilvægt að forystumenn flokksins séu raunsæir og sleppi öllum leikrænum tilburðum eins og þeim að fara í viðræður fjögurra flokka. Möguleikarnir eru ansi skýrir. Annað hvort nær stjórnarandstaðan meirihluta og myndar stjórn. Hinn kosturinn er að stjórnin haldi og þá er eðlilegt að sá stjórnarandstöðuflokkur sem mestu bætir við sig myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þjóðin á mikið undir að það yrði þá VG en ekki t.d. Frjálslyndiflokkurinn.

Ég tel þessa grein Ármanns mjög athygliverða. Ég hef áður sagt hér, en nenni ekki að fletta niður eftir færslulista og linka á, að líklegt er, að í sumar taki við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Ástæður:

1. Ríkisstjórnin annað hvort fellur eða stendur það tæpt, að ekki sé verjandi að halda samstarfinu áfram.

2. Samfylkingin, undir forystu Ingibjargar "fimmtu herdeildar", mun vísast láta evruna og aðild að Evrópusambandinu, verða kosningamál, og hugsanlega framsóknarmenn líka. Með það í huga er ólíklegt, að VG eða Haarde verði til í slaginn með þeim eftir kosningar.

3. Kominn tími á breytingar. Menn eru farnir að verða þreyttir á þessu samstarfi, báðir flokkar held ég.

Skilyrði þau, sem Ármann nefnir eru þrenns konar: 1. Ísland herlaust land og haldi sér frá stríðsþátttöku og þess háttar, 2. Ekki fleiri virkjanir eða stóriðju. 3. Velferðarmál, oþh. Við fyrstu sýn virðast þessi atriði ekki ættu að standa í vegi fyrir stjórn andevruflokkanna.  Björn Ingi ræðir þetta og segir VG vera að setja Samfó þá skilmála, að verði núverandi stjórnarandstaða við völd, verði SJS forsætisráðherra, annars fari VG í stjórn með "íhaldinu". En það yrði óásættanlegt fyrir Imbu 5. herdeild, sem þráir stólinn. Hún gæti ekki liðið að SJS yrði forsætisráðherra, og varla Samfó þingmennirnir heldur.

En a.m.k.: ég ítreka, að ég tel eina raunhæfa stjórnarmynstrið í vor vera samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

 


Spurning...

...hvort Norðmenn muni ekki bara súpa hveljur yfir þessu?
mbl.is Risahveljur við Noregsstrendur valda áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi Dam íþróttamaður ársins í Færeyjum...í boði Kaupþings!

Helgi Dam Ziska, efnilegasti skákmaður Færeyja, var kosinn íþróttamaður Færeyja. Þetta er mjög efnilegur strákur og gallharður. Hann tefldi hér á Reykjavíkurskákmótinu síðast og náði mjög góðum árangri, m.a. áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, þrátt fyrir að tefla illa veikur síðustu umferðirnar. Hann mætti síðan í verðlaunaafhendinguna merktur helsta styrktaraðila sínum, Kaupþingi banka í Færeyjum.

DZ%20Helgi%202006%202
Og Eyvör "okkar" samgladdist honum auðvitað, en hún er vitaskuld söngkona ársins í Fæeryjum.  Tengingin við Ísland heldur áfram.
DZ%20Helgi%20Eiv%20r
En hvenær ætli Kaupþing á Íslandi taki að sér að styrkja efnilega skákmenn?

Vangaveltur um fegurð - Bebbi Stergs

bebbiÉg var áðan að lesa merkilegan pistil eftir Akureyringinn, nú Bifrastarbúann og sjónvarpsstjörnuna Stefán Bergsson, a.k.a. Bebba Stergs. "Bebbi" er einn af þessum original Íslendingum og mjög merkilegur fyrir margra hluta sakir. Okkar á milli kallar hann sig junior, enda S. Bergsson eins og ég. Stundum kallar hann sig "lyppinn", veit ekki hvernig ég á að útskýra það. En í þessum pistli er Bebbi að velta fyrir sér fegurð. Ég get ekki á mér setið; ég verð að birta þetta (með leyfi höfundar):

Hvers virði er hlutur sem er gerður vegna fagurfræðilegra ástæðna. Hvað liggur að baki fegurðar og hvað er það sem skapar hana? Er það leiðin að henni? Er það birtingarmyndin, fegurðin sjálf eins og augað sér hana? Er hún sértæk eða algild? Er fegurð heildstæð eða getur fegurð einnig verið ljót? Er fegurð afleiða samfélags eða menneskju? Svalar fegurðin kennd sem er sameiginleg með öllum eða mismunandi milli manna? Svalar hún fleiri en einni kennd? Gerir samfélagsleg og dagleg merking orðins fegurðar það að verkum að fólk vantar orð yfir tilfinningar og hluti sem því þykir fallegt? Gæti, vegna þess, sumar tilfinningar manna og afleiður þeirra ekki fengið jafnmikið vægi og ella? Gera þarf mun á fegurð augans og andans. Í nútímanum hefur vægi augans of mikið vægi miðað við andann. Frumforsenda til að mennirnir geti réttlætt það að skilgreina sig frá dýrum er sú að andi þeirra bjóði upp á meira en andi dýranna. Nú þarf ég að kúka, bíðið aðeins. Stefán

Eftir svona lestur fellur þögn yfir salinn.


Guantanamo

Vonandi færir árið 2007 okkur þær fréttir, að Guantanamo fangabúðunum verði lokað og tímasetning tilkynnt. Þessi smánarblettur á vestrænni menningu og "lýðræði" getur ekki haldið áfram að grassera. Það þarf að stinga á kýlið og það strax.

Persónulega efast ég lítið um þær fréttir, sem borist hafa af meðferð fanga í þessum búðum og hef engar ástæður til að ætla, að þær séu mikið ýktar, ef nokkuð. Frekar tel ég, að öll sagan sé enn ekki sögð. Fyrir nokkrum árum héldu fulltrúar Bandaríkjastjórnar að ég, undirritaður, væri hryðjuverkamaður og köstuðu mér í dýflissu, þar sem meðhöndlunin var vægast sagt ömurleg. En ef svoleiðis var komið fram við sakleysislegan Íslending, hvernig ætli þeim líði þarna í Guantanamo? Skora ég á menn að horfa á The Road to Guantanamo í þessu samhengi.

300px-Guantanamo_Bay_mapGuantánamo fangabúðirnar voru reistar, í núverandi mynd,  í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 11. september 2001 og innrás Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra í Afghanistan skömmu síðar, en áður höfðu þar staðið gæslubúðir fyrir HIV-smitaða flóttamenn. Þær standa í flotastöð Bandaríkjahers við samnefndan flóa, syðst á Kúbu, en þar hafa Bandaríkin haft aðstöðu frá því 1898, þegar Bandaríkin sigruðu "nýlenduveldi" Spánverja í stríði. Búðirnar skiptast í aðalatriðum í þrjár meginbúðir, Delta, Iguana og X-Ray, en þeirri síðastnefndu hefur reyndar verið lokað.

Í þessum búðum eru fangar geymdir án dóms og laga. Sök þeirra flestra var, að hafa verið staddir í Afghanistan við innrás Bandaríkjanna. Flestir þeirra voru vísast á mála hjá Talibönum eða öðrum róttækum samtökum múslima, þeim sem Bandaríkin og flest Evrópuríki skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Í þessum búðum hafa fangar, sem ekki hafa fengið tækifæri til að sanna sakleysi sitt (og bandarísk stjórnvöld heldur ekki hirt um að sanna sekt þeirra), verið pyntaðir og meðhöndlaðir af hrottaskap. Lengi vel héldu bandarísk stjórnvöld því fram, að þessir menn nytu ekki verndar Genfarsáttmálans, þar eð þeir væru hryðjuverkamenn, en ekki hermenn, en í júní 2006 dæmdi Hæstiréttur Bandaríkjanna gegn því viðhorfi og féllst dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna á dóminn í júlí. Fangar þessir eiga því rétt á vernd Genfarsáttmáls, í teoríunni, en í framkvæmd virðist virðing bandarískra gæslumanna fyrir lögum og rétti vera afskaplega takmörkuð.

250px-GuantanamoÍ nóvember 2006 höfðu 340 fangar, af 775, verið leystir úr haldi, þeirra á meðal tveir Bretar, sem sagt hafa sögu sína. Af þeim 435 sem eftir eru, eru 110 á lista yfir þá, sem sleppt verður fljótlega. Af hinum 325 munu "aðeins" um 70 koma fyrir dómstóla og standa fyrir máli sínu. Hinir 250 virðast eiga að hírast þarna, eins konar stríðsfangar, sem sitja munu inni vísast þangað til stríðinu gegn hryðjuverkum verður lokið. Ergo: Þessir menn gætu allt eins setið þarna til eilífðarnóns, eða uns Guantanamo kemst aftur undir stjórn Kúbu, hvenær svosem það verður, og þá verið fluttir annað.

Af þeim, sem sleppt hefur verið, hafa nokkrir verið fangaðir að nýju í Afghanistan eða Pakistan, þar sem þeir hafa tekið þátt í bardögum með Talibönum eða bandamönnum þeirra. Vísast hefur það orðið til að draga úr vilja Bandaríkjastjórnar til að leysa fleiri úr haldi.

En í öllu falli standa Guantanamo búðirnar sem opið sár, Bandaríkjunum til viðvarandi smánar.

 


mbl.is Skjöl um slæma meðferð fanga í Guantánamo fangabúðunum birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afl þeirra hluta sem gjöra skal

Peningar eru afl þeirra hluta, sem gjöra skal. En þegar menn eiga of mikið af þeim, verða þeir stundum að fíflum. Ofgnægð er kannski betra hlutskipti en skortur, en peningar einir og sér hafa aldrei gert menn hamingjusama; ekki síst þegar mikið er til af þeim.

Mourinho er núna að átta sig á, að peningar kaupa ekki árangur til langframa, ekki síst þegar menn stinga hausnum í peningasandinn og halda, að það lið vinni leiki sem eigi mest í banka. En hrikalega hef ég gaman að sjá þennan hrokagikk í þessum vandræðum.


mbl.is Mourinho: Nota frekar aðstoðarþjálfarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skeljungsmótið 2007

Tilkynning frá Taflfélagi Reykjavíkur. Sjá einnig; Skáksíðuna.

shell_100Skeljungsmótið 2007 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar nk. kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk að jafnaði 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir verða á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.00 og á sunnudögum kl. 14.00.

Verðlaun í Skeljungsmótinu hafa aldrei verið hærri, verða alls kr. 245,000. Í aðalkeppninni verða verðlaunin fyrir þrjú efstu sætin kr. 100.000, kr. 60.000 og kr. 40.000. Sigurvegarinn hlýtur auk þess nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur 2006 og farandbikar til varðveislu í eitt ár. Verðlaun fyrir bestan árangur skákmanna undir 2000 elóstigum (íslensk skákstig) verða kr. 15.000. Verðlaun fyrir bestan árangur kvenna kr. 15.000 og verðlaun fyrir bestan árangur unglinga undir 16 ára verða einnig kr. 15.000.-

Þátttökugjöld verða kr. 3.500 fyrir 16 ára og eldri og kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri.

Dagskrá mótsins

  
1. umferð sunnudag 7. janúar kl. 14-18
2. umferð miðvikudag 10. janúar kl. 19-23
3. umferð föstudag 12. janúar kl. 19-23
4. umferð sunnudag 14. janúar kl. 14-18
5. umferð miðvikudag 17. janúar kl. 19-23
6. umferð föstudag 19. janúar kl. 19-23
7. umferð sunnudag 21. janúar kl. 14-18
8. umferð miðvikudag 24. janúar kl. 19-23
9. umferð föstudag 26. janúar kl. 19-23


Skákþingið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Skráning er á heimasíðu T.R www.skaknet.is og þar verður að finna nánari upplýsingar og keppendalista. Einnig er hægt að skrá sig í síma 895-5860 (Ólafur) eða í netfangið rz@itn.is (Ríkharður).

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 28. janúar og hefst það kl. 14.00. Tefldar verða 2x7 umferðir eftir Monradkerfi.


Byrgið: Vistmenn á götuna aftur

monaJæja, nú hljóta Kompásmenn að vera glaðir, þegar fjöldi fólks úr Byrginu er kominn aftur á götuna og þá vísast beint í neyslu aftur. Nú hafa þeir mörg ný andlit til að elta á röndum með myndavélar og selja auglýsingar út á. Svo segir í frétt á RUV:

Meira en helmingur vistmanna í Byrginu hefur farið þaðan á síðustu vikum flestir aftur á götuna og í neyslu. Forstöðumaður Byrgisins segir starfsemina og vistmenn viðkvæma og ekki þola áreitið sem beinst hefur að stofnuninni. Félagsmálaráðuneytið hefur tímabundið stöðvað greiðslur til Byrgisins.

Jón Arnarr Einarsson, nýr forstöðumaður Byrgisins, sagði í samtali við Fréttastofu Útvarps að rekstur meðferðarstofnunarinnar hafi raskast töluvert eftir Kompásþáttinn þar sem fjallað var um málefni þess. Til að mynda hafi allt að 20 vistmenn farið frá Byrginu á síðustu vikum og flestir aftur á götuna og í neyslu. Hann bendir á að starfsemin sé viðkvæm og að margir vistmenn þoli ekki mikið áreiti. Nú eru eftir í Byrginu um 16 manns með starfsfólki.

junkieÞað er kannski ekki sanngjarnt að ota fingri að Kompás fyrir það, að fólk þetta fór aftur á götuna. En fréttastofa Stöðvar 2 getur þó alls ekki firrað sig ábyrgð. Ég veit ekki hvað Jóhannes og hinir ætla að gera fyrir þetta fólk? Kannski skaffa þeim eitthvað? Peninga fyrir gistiheimili?

Það er eitt að upplýsa einhver mál, með því að opna Pandóruboxið og leika númer. En hvað ætla menn að gera, þegar "innihaldið" sleppur út? Og til að bæta gráu ofan á svart, virðist ríkisvaldið ekki í stakk búið að hjálpa neitt til, sbr. eftirfarandi úr sömu frétt á RUV:

Óljóst er hver ber ábyrgð á velferð þeirra vistmanna sem dvalið hafa í Byrginu eða hvort nokkur gerir það eins og er. Fjárstuðningur félagsmálaráðuneytisins til Byrgisins hingað til virðist ekki fela í sér ábyrgð á því að fólkið hafi í einhver hús að venda.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um ábyrgð stjórnvalda í dag, vísað var á ríkisendurskoðanda og borgaryfirvöld og í heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að þar ætti málið ekki heima.

Hvar á málið þá heima? Kannski í Byrginu? Jú, en Kompásþátturinn hefur nánast gert fíklum ómögulegt að dveljast þar og leita sér hjálpar. En með þessu er ekki verið að draga neitt úr ábyrgð Guðmundar Jónssonar, en aðeins benda á, að nú fyrst eru afleiðingar Kompáss að koma í ljós. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Ávextir Kompáss eru því miður skelfilegir.


Skúbb: Úr herbúðum Samfylkingarinnar

Já, ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að kaupa mengunarkvóta á þingmenn Samfylkingarinnar, sér í lagi til notkunar hér á Íslandi. Samkvæmt öruggum heimildum mun Vinstrihreyfingin - grænt framboð jafnframt hafa lagt til, að þingflokkur Samfylkingarinnar fari umsvifalaust í umhverfismat. GetLost


mbl.is Norðmenn kaupa mengunarkvóta vegna ferðalaga opinberra starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hermannsmálið

Samkvæmt mínum upplýsingum lá þetta svo gott sem fyrir 30. desember og var m.a. rætt í Jerusalem Post. Þetta verður í þremur bylgjum, um það bil jafn stórum.

1. 450: skv. frétt mbl.is

2. 450-500: af lista þeim, sem Hamas lætur í té og hefur nöfn þeirra, sem Hamas vill fá, og e.t.v. Fatah. (eftir 2-3 mánuði)

3. 450-500: sem Ísraelsstjórn velur sjálf. (2-3 mánuðum síðar).

Skref tvö gæti orðið erfitt, því skv. mínum upplýsingum hefur Fatah krafist, að m.a. Marwan Barghouti verði sleppt og ýmsum fleirum, sem Ísraelsstjórn tekur ekki í mál, eða hefur ekki gert, að sleppa, m.a. þeim sem stóð að morðinu á ísraelskum ráðherra fyrir nokkrum árum.

En mikið hrikalega hafa Palestínumenn lítið "verðmat" á eigin fólki, úr því það þarf 1.500 tæplega Palestínumenn til að vega upp á móti einum Ísraela.

Þannig getum við líka reiknað: ef 10 Ísraelar falla í hryðjuverkaárás, er það þá eins og 15.000 Palestínumenn??


mbl.is Samkomulag um fjölda palestínskra fanga sem slepp verður í Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband