Hermannsmálið

Samkvæmt mínum upplýsingum lá þetta svo gott sem fyrir 30. desember og var m.a. rætt í Jerusalem Post. Þetta verður í þremur bylgjum, um það bil jafn stórum.

1. 450: skv. frétt mbl.is

2. 450-500: af lista þeim, sem Hamas lætur í té og hefur nöfn þeirra, sem Hamas vill fá, og e.t.v. Fatah. (eftir 2-3 mánuði)

3. 450-500: sem Ísraelsstjórn velur sjálf. (2-3 mánuðum síðar).

Skref tvö gæti orðið erfitt, því skv. mínum upplýsingum hefur Fatah krafist, að m.a. Marwan Barghouti verði sleppt og ýmsum fleirum, sem Ísraelsstjórn tekur ekki í mál, eða hefur ekki gert, að sleppa, m.a. þeim sem stóð að morðinu á ísraelskum ráðherra fyrir nokkrum árum.

En mikið hrikalega hafa Palestínumenn lítið "verðmat" á eigin fólki, úr því það þarf 1.500 tæplega Palestínumenn til að vega upp á móti einum Ísraela.

Þannig getum við líka reiknað: ef 10 Ísraelar falla í hryðjuverkaárás, er það þá eins og 15.000 Palestínumenn??


mbl.is Samkomulag um fjölda palestínskra fanga sem slepp verður í Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Bjarnason

Þú gleymir því að margir Palestínumenn sem bíða þess að verða sleppt úr fangelsi við fangaskitpin hafa þurft að dúsa þar án þess að vera kveðinn dómur. Eða kom þetta kannski aldrei fram í ,,þínum upplýsingum"?

Lágt ,,verðmat" á Palestínumönnum liggur síðan ekki hjá þeim sjálfum heldur Ísraelsstjórn og þá sérstalega hermönnum þeirra sem myrða Palestínumenn sí og æ án dóms og laga.

Egill Bjarnason, 3.1.2007 kl. 03:35

2 Smámynd: Egill Bjarnason

Eitt í viðbót: Hundruðir Palestínumanna, flestir óbreyttir borgara, hafa verið myrtir af Ísraelska hernum fyrir þennan eina hermann. En sem kunnugt er var ránið á honum notaður sem fyrirsláttur fyrir blóðbaði hersins á Gasaströndinni sem hófst í sumar og stóð langt fram á haust. Í augum ykkar voru slík mannslíf sjálfsagt einskins ,,virði" samanborið við þennan eina hermann.

Egill Bjarnason, 3.1.2007 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband