Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Ömurlegasta stjórnarandstaða sögunnar...?
...eða amk síðan á dögum Viðreisnarinnar.
Ég hef fylgst með mörgum málþófum vinstri manna,...já, þeir einir hafa nægjanlegt þroskaleysi til að bera til að haga sér svona...í gegnum tíðina. En missti af þessum
En bendi á góða grein vinar míns Gunzós, sonarsonar fyrrv. formanns Alþýðuflokksins og er GUnzó sjálfur eðalkrati eins og þeir gerast bestir. Þar segir hann þessu liði að skammast sín. Gott hjá Gunnari.
Þegar hann var að skrifa, var Ögmundur Jónasson í ræðustól. Vísast er hann þar ennþá, enda með innistæðulausa munnræpu þegar kemur að Alþingi. Sárt að horfa upp á það, því Ögmundur gæti verið mjög góður þingmaður, ef hann léti ekki skoðanir sínar trufla sig svona! Ergo: Ömmi er efni í góðan þingmann. EN það sem vellur stundum upp úr honum er svo mikil della, að maður segir bara: þar fór góður biti í vinstrisinnaðan hundskjaft.
....það er allavegana mín skoðun.
![]() |
Þorgerður Katrín segist taka undir ummæli um grímulaust málþóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Prag 8-9
Jæja, þá er þetta búið. Við Robbi lentum í "verðlaunasæti" og fengum eitthvað drasl með okkur heim til minningar. EN náðum ekki í peningaverðlaunin, enda voru þau svo lítil, að þau hefðu varla dugað fyrir kvöldmatnum og ferðinni út á flugvöll hjá mér á morgun.
En jæja, við fengum sex vinninga af níu og græddum einhver stig báðir, Robbi þó nokkuð fleiri. Við tefldum báðir mjög vel í mótinu, en stundum var erfitt að klára góðu stöðurnar. það þurfum við báðir að laga.
Robbi var með þægilegra betra í dag og í lokastöðunni hefði hann átt að halda áfram, en af einhverjum ástæðum, og mjög skiljanlegum, bauð hann jafntefli. Í gær fékk hann jafna stöðu úr byrjuninni gegn GM, í afbrigði sem við vorum að brugga saman fyrir skákina, en lenti í langri svíðingu og tapaði að lokum. Andstyggilegt að tapa svona, en svona er skákin. Stórmeistarafíflið juðaði og nuddaði, uns Robbi lék aðeins ónákvæmt, og þá smeygði hann sér inn eins og snákurinn sem hann er. Roar.
Robbi fór í augnaðgerðina núna seinni partinn og gekk allt vel. Hann biður að heilsa J****** og öllum vinum sínum nær og fjær, og skyldmennum, séu þau að lesa. Hann verður hérna nokkra daga til viðbótar, til að ná sér eftir augnaðgerðina og fara í tékkanir og svoleiðis. Vorum að enda við að panta solid hotel, ódýrt og gott á besta stað, sama hótel og ég hafði verið á í Prag hér í den.
Jæja, lítið að segja um skákina hjá mér í gær. Ég hafði talið mig orðinn betri af flensunni og laumaðist í "mollið", fór í apótekið og svoleiðis. Þurfti að bíða úti eftir leigara heim og sló auðvitað niður, aðeins amk. Var morkinn eins og allt sem morkið er þarna í skákinni í gær og leið eins og ....ja, mér leið það illa að mér fannst allt í einu eins og ég væri genginn í Samfylkinguna. Það hlýtur að vera grimm örlög að lenda í slíkum félagsskap og ég ´trúi ekki að ég hafi verið það óþægur að ég eigi slík örlög skilin. En andstæðingur minn, ágætis náungi frá USA (ekki Þýskalandi eins og segir á www.skak.is og hjá FIDE.) Þetta var menntaðasta skák mótsins, þ.e. hæsta meðal-menntunarstig. Náunginn er Dr. í einhverjum vísindum og er að stúdera NANO systemið í Þýskalandi. En til að gera langa sögu stutta bauð hann snemma jafntefli og þáði ég samstundis, svo feginn var ég. Náði ég svo að sofa þarna um kvöldið og ná mér aðeins niður.
Skákin í dag var furðuleg. Mótherji minn hafði rannsakað mig fram á nótt og aftur í morgun og þegar ég breytti út af venjulegum byrjunarfærslum, og lék 2. c3 í annað skipti í þessu móti og annað skipti ever, þá lagðist hann í þanka og lék öðru vísi en hann er vanur. Upp kom staða, sem hann þekkti ekki og fór niður í logum. En þegar kom að því að "slá hann niður" ætlaði ég að vera menntaður og leika millileik. Í kjölfarið lék ég hverjum ónákvæmnum leikjum, 2 í röð, og fékk tapað tafl. En andstæðingur minn hafði of margar vænlegar leiðir, því ég reyndi að verjast af fullum skriðþunga, lék hann einni sem var síst þeirra. Upp kom endatafl, þegar skiptist upp á liði. Staðan var betri á hann, en síðan sneri ég á hann og vann peð, en staðan var fræðilegt jafntefli, En ég neitaði að gefast upp, enda var gaurinn stressaður og var alveg að fara á taugum. Ég lék því mönnunum fram og aftur, og juðaði greyið uns hann lék einum ónákvæmum leik. Í kjölfarið "kreisti ég úr honum drulluna", eins og Þorsteinn Þorsteinsson markaðsstjóri hefði orðað það.
Jæja, mótið er búið og heimferð á morgun. Þetta hefur verið ágætt svosem, fyrir utan þessa leiðinda flensu, sem Robbi tók með sér út og ég her borið síðan.
EN maður lifir þetta af, eins og venjulega.
Er svo ekki HM eða EM eða eitthvað að byrja á morgun??? Áfram Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. janúar 2007
Prag 7
Bömmer aftur.
Robbi gerði áreynslulítið jafntefli við alþjóðlegan meistara með hvítt. Hann hafði reyndar undirtökin, en eftir ónákvæmni leystist staðan upp í jafntefli.
Ég fékk að venju yfirburðastöðu úr byrjuninni, þótt upp hefði komið afbrigði sem ég kunni ekkert í og hafði aldrei stúderað. Andstæðingur minn óttaðist, réttilega, að ég hefði bruggað honum launráð í afbrigði hans, því sem hann teflir venjulega, enda lék ég 2.c3 gegn Sikileyjarvörn, það hef ég aldrei leikið áður. Hann lék 2...d5, kunni ekkert í því heldur, en hefur greinilega lítinn skilning á byrjunum, og þeim lögmálum, sem þar gilda. Það er reyndar mín sterkasta hlið, þ.e. byrjanataflmennska. Ég fékk semsagt yfirburðastöðu og lá ég þungt á honum nær alla skákina, uns mér yfirsást vænleg, ef ekki unnin, leið, þar sem ég hefði fórnað manni. Í tímahrakinu náði hann síðan að skipta upp á liði og í drottningarendatafli bauð hann jafntefli, einu sinni enn, og varð ég að þiggja, því þráskák var framundan.
Robbi var að koma úr skoðuninni á augnklíkíkinu. Allt gekk vel. Hann fer í aðgerðina sjálfa á morgun, beint eftir síðustu skákina. Maður krosslengur fingurna og vonar hið besta.
Robbi fær stórmeistara í dag og tekur hann auðvitað. Hef enga trú á öðru. Hann er í dúndurstuði og flest fellur með honum hér. Mótið er eiginlega búið hjá mér. Ég tek mótlæti ekki nógu vel og á til að brotna niður við ítrekuð áföll. Ég mun vísast fara "all in" í dag, tefla stíft til sigurs og leika þessu niður í tap eins og venjulega í þessari stöðu...ekki nema andstæðingur minn tefli eitthvað morkið og staðan bjóði ekki upp á neitt.
Jæja, nóg í bili
Kveða frá Prag
Snorri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Prag 6
Sæl
Jæja, nu er ég búnað fá nóg. Ég hraunaði yfir þennan gauk þarna í gær, var búnað lesann fyrir skákina og kom vel undirbúinn. Ruglaði reyndar saman leikjaröðum, en sama staða kom upp. Hann valdi lélega áætlun og var kominn með skítastöðu. En síðan, þegar kom að því að hala vinninginn inn, fór allt í flækjur og ég eyddi allt of miklum tíma. Skyndilega var ég að falla á tíma og lék "bara einhverju" og fór þá riddari beint oní. Tap. Mjög óverðskuldað.
Hjá Robba var þetta öfugt farið. Hann fékk slæma stöðu úr byrjuninni og lenti í svekkju, en náði smám saman að bæta stöðuna, þrátt fyrir tímahrak. Hann kom skyndilega riddara dauðans á f3 og kostaði það skiptamun. Síðan lék gaurinn af sér manni og bauð jafntefli um leið. Robbi glotti að honum, enda ekki skrítið. Hvers vegna bjóða menn jafntefli með koltapað? Hann lét gaurinn þjást aðeins og tók síðan manninn. Náunginn gaf og rauk burtu í fússi, a la Olafsson, en sneri síðan aftur þegar versti pirringurinn var runninn af honum
Robbi hefur því 5/6 en ég 4/6. Vona ég að Robbi klári nú síðasta áfangann að alþjóða meistaratitlinum. Kominn tími til, því fáir þjónar skákgyðjunnar eru jafn trúir henni og einmitt Róbert, sem hér gengur undir nafninu GILFER.
Nú, pestin er orðin skárri. Röddin í mér er a.m.k. komin aftur, en hún hvarf á braut um tíma. Þori samt ekki að fara að striplast í Wellness Centre á eftir, en leik mér bara á netinu meðan Robbi fer í gufuna, herbal inhalation og tekur hinar venjulega 8 ferðir x 25 metra í non-stop bringusundi.
Fleiri góðar fréttir. Róbert kom hingað út til að fara í laseraðgerð, en hér er verðið c.a. 30% af því sem er heima. Eitthvað klúðraðist hjá "okkar manni" hér í Prag, svo allt leit út fyrir að ekkert yrði af aðgerðinni, en það reddaðist í gær. Þungu fargi af honum létt.
Nú, ég hef reynt að senda Munda bróður og Stínu systur email (síminn minn er bilaður), en þau áttu afmæli 14. jan og 13. jan. Þeir voru alltaf endursendir, svo ég óska þeim bara til hamingju með afmælið hér: Stína 25 ára, Mundi 33.
Vek athygli á, úr því tala um "Munda litla", að VEIÐIKORTIÐ hans er góð tækifærisgjöf!!
Jæja, kveðjur til allra heima
Snorri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 15. janúar 2007
Eins og flís við rass!
Beckham hjónin eiga auðvitað hvergi annars staðar heima en í Los Angeles, nánar tiltekið fínu hverfunum þar, í kringum hitt þotuliðið og snobbkertin.
En ég mæli með að Mogginn hætti að eltast við ferðir þessara hjóna. Þau eru ekki það merkileg.
![]() |
Viktoría Beckham komin til Los Angeles |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. janúar 2007
Prag 4-5
Skákmenn og aðrir skákáhugamenn!
Jæja, allt í áttina.
Ég var nú kominn á fremsta hlunn með að hætta í mótinu í gær, en þetta bronkítisdæmi er að draga úr manni allan mátt. Ég skreið þó fram úr rúminu í gær til að tefla við Tékkann og tefldi bara beint af augum. Gat ekki einbeitt mér að skákinni og tefldi eiginlega atskák, notaði semsagt afar lítinn tíma. En hann fór að eltast við peð í byrjuninni en ég nennti ekki að reikna það út, og leyfði honum það bara, en hrókaði og kom liðinu út. Síðan skipti ég upp á helstu varnarmönnum hans, enhann gat ekki komið í veg fyrir það. Síðan henti ég í hann öðru peði og hann varð að þiggja grísku gjöfina. Síðan hrundi staðan hans eins og spilaborg og þegar mát blasti við í 28 leik gafst hann upp.
Robbi lenti í vandræðum, annað skiptið í röð í þessum lokuðu stöðum. Þær henta honum greinilega ekki nógu vel. En hann sneri sig út úr þessu og hélt jafntefli.
Nú....
Við fórum beint eftir kvöldmatinn upp á herbergi til að hvíla. Við eigum báðir við flensu að stríða, en hans er í rénum, en mín stígandi. Ég var aftur kominn á fremsta hlunn með að hætta í mótinu í gærkvöldi, minnugur þess, að hafa teflt veikur í Serbíu og farið niður í logum. En ég ákvað að harka af mér og mætti 9 í morgun í morgunumferðina, en tvær umferðir eru í dag, mánudag. Andstæðingur minn, Englendingur, tefldi "sitt system", einskonar Philidor vörn afar trausta, sem hann kann út og inn og hefur teflt með góðum árangri. Ég þæfði stöðuna bara og beið eftir að hann myndi leika ónákvæmt í lokaðri stöðu. Hann sá, að ég var í svitakófi og leið mjög illa, og jarmaði á jafntefli. Hélt ég myndi taka því og fara upp áherbergi að sofa. En ég neitaði og fór að grugga vatnið og skellti síðan á hann mannsfórn. Hún var þó eitruð, því ég vann manninn til baka, peð til viðbótar og það sem meira var, veiklulegir biskupar mínir losnuðu úr læðingi. Í nokkrum leikjum hrundi staðan og þegar hann var að verða mát í 29 leik gafst hann upp.
Robbi rúllaði upp einhverjum Þjóðverja eða Austurríkismanni, man ekki hvort. Gaurinn tefldi Kan afbrigðið í SIkileyjarvörn, en Robbi barði niður mótspil svarts, Robbi var með hvítt, og fór síðan "all in" á náungann og vann góðan sigur.
Við höfum því báðir fjóra vinninga af fimm mögulegum.
Áfram Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Prag 3
Sælir
Jæja, morkinn dagur. Heimavinnan hjá mér gekk algjörlega gegn þeim, sem var 1-2 stigahæstur í mótinu, og með svart. Jafnaði taflið örugglega, en eyddi síðan rúmlega hálftíma í að reikna út fórn, sem hann afþakkaði pent: "Þú eyddir hálftíma í fórnina, ég treysti þér"! F***
En ég jafnaði taflið örugglega og staðan var steindautt. Í þriðju skákinni í röð tefldi ég afbragðs vel og var andstæðingur minn orðinn pirraður yfir þessu og missti þolinmæðina í steindauðri jafnteflisstöðu og lék ónákvæmt. Ég ákvað því að refsa, en var tímanaumur og með hóstaköst, og hefði átt að taka jafntefli þegar ég gat. En ákvað að reyna að vinna, lék ónákvæmt sjálfur en átti jafntefli, þegar ég lék skákinni niður í tap. Mótherji minn var líka með flensu, en skárri. En ég hóstaði þarna svo mikið og oft, að maður var settur á sýklalyf. Ég er nú töluvert skárri en í gær, en þó slæmur enn. Vona að ég verði orðinn mun skárri fyrir morgundaginn, þegar það verða 2 skákir sama daginn. Það verður erfiður pakki.
Robbi fékk lokaða stöðu gegn stigalægri í gær og náði ekki að brjótast í gegn. Jafntefli því samið. Sá náungi var David Navara 2, fyrir þá sem það skilja. Algjört weirdo, tefldi t.d. fyrstu leikina standandi og skrifaði á tvö skorblöð. En tefldi betur en skákstigin sögðu til um. Fyrir aftan Robba sat gaur, c.a. 25 ára, með leikfangabangsa í fanginu, og hélt á honum alla skákina. Kannski ekki skrítið þó margir segi, að skákmenn séu ekki með öllum mjalla.
Þetta er annars ágætt hérna. Hótelmaturinn er góður, og okkur líður þannig séð ágætlega, ef ekki væri fyrir þessa flensu. Ég ku víst hafa bronkítis, er mér sagt. Bömmer. Robbi hafði legið í svipuðu heima í viku fyrir ferðina, en er orðinn skárri, en ekki góður. Hann hefur við sama vanda að stríða og ég, t.d., með ískalt herbergi á nóttunni og það hefur ekki bætt úr skák. Við berum okkur þó mannalega, enda ekki annað hægt.
Ég tefli við frumlegan Tékka í dag...hann teflir Aljekínsvörn í öll mál. Ég býst við því, að þurfa að juða á honum í allan dag og reyna að svíðann, eins og oft er í Aljekín. Robbi fær stigalægri mann í fjórða sinn. Þessi er þó alls ekki lélegur, en mistækur, eins og sumir skákmenn aðrir, þar á meðal ég. Þetta gæti reynst erfiður dagur, hjá okkur báðum
Jæja, best að fara að drífa sig í mat. Kveðjur heim frá okkur hér í Prag
SGBergz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Prag 2
Sælir
Jæja, þá er flensan komin á svæðið. Tékkarnir hafa ekki séð ástæðu til að setja miðstöðina á og því er orðið frekar kalt í herbergjunum okkar. Í nótt mun ég sofa í föðurlandinu. Þetta gengur ekki svona. VIð ætluðum að skreppa niður til Prag, héðan úr "Breiðholtinu", en sökum pestarinnar ætlum við að geyma það.
Hér var svaka hóf í gær, á hótelinu. Keppendur í ungfrú Prag voru með uppistand og mikið um glens og gaman. Það var erfitt að láta sér ekki standa á sama.
Nú, að skákunum í gær. Robbi vann frækilegan varnarsigur á ágætis skákmanni, sem tefldi stíft til sigurs. Robbi varðist, og stal einu peði og sveið hann síðan í 70. leikja skák.
Ég tefldi við einskonar "Hjörvar", mjög efnilegan strák c.a. 15 ára, á mjög hraðri uppleið. Maður er alltaf hálf smeykur við þessi prodigy. En ég las hann ágætlega og fann veikleika á byrjunartaflmennsku hans. Náði ég þar að gefa honum tvípeð og þar að auki að gera honum erfitt fyrir að valda það. Peð féll að lokum en þá upphófst mikill æsingur með flækjum og fórnum. Þar kom að ég sá einum leik lengra. Ég er sérstaklega ánægður með, að í annarri skákinni í röð tefldi ég skákina nánast hnökralaust, sbr. ráðleggingar sterkustu tölvuheilanna.
Robbi fær sinn þriðja stigalausa í dag með hvítu og ætti að vinna. Ég er hins vegar kominn á 1. borð og tefli þar við stigahæsta skákmann mótsins, búlgarskan náunga að nafni Minov. Og það með svörtu.
Meira síðar, kveðja frá Prag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 12. janúar 2007
Prag 1. umferð
Jæja, ágætis dagur í gær.
Wellness centre þarna niðri var ofursolid og við komum úthvildir til leiks.
Við Robbi unnum báðir örugga sigra gegn óbreyttum, sem voru með um 2000 stig báðir, rétt neðar. Robbi vann sína skák örugglega með hvítt, tefldi mjög vel og slúttaði síðan með góðri "hróksfórn" sem rústaði stöðunni. Vann hrókinn síðan til baka með kolunnu tafli. 'Eg hafði svart og er ég nokkuð ánægður með skákina, því hún var nánast samhljóða leikjum bestu tölvuheila heims, en þeir voru nær alltaf sammála mér. Það er ekki svo oft sem þetta gerist, og í samanburði við "Toiletgate" vitleysuna í heimsmeistaraeinvíginu, þá var ég í skáksalnum alla skákina!
En hérna kemur þetta (náði ekki að setja inn almennilegar stöðumyndir svo ég þurrkaði þær út aftur)
(1) Steinhauser - Bergsson [B47]11.01.2007 1.e4 c5 2.¤f3 e6 3.d4 cxd4 4.¤xd4 ¤c6 5.¤c3 £c7 6.¤db5 £b8 7.¥e3 a6 8.¥b6
Þetta afbrigði var í tísku fyrir nokkrum árum, ekki síst fyrir tilstlli Ruslans Ponomariovs, fyrrv. heimsmeistara. Ég hef fengið það á mig nokkrum sinnum í hraðskák og m.a. hreinsað serbneska stórmeistarann Todorcevic í tveimur eða þremur skákum. Persónulega tel ég þetta afbrigði vafasamt. 8...axb5 9.¤xb5 ¥b4+ 10.c3 ¥a5 11.¤c7+ £xc7 12.¥xc7 ¥xc7 13.£g4 Teorían. Hér þarf svartur að velja á milli 13...Kf8 eða textaleiksins, 13..g6. Ég valdi þann síðarnefnda, því ég þarf eiginlega ekki að hafa áhyggjur af svörtu reitunum og vildi ekki missa hrókunarréttinn.
13...g6 14.f4 ¤ge7 15.¥b5 f5 16.exf5 ¤xf5 17.£f3 ¥b6 Þetta er kannski ekki besti leikurinn per se, en besti leikurinn gegn unglingi. Ég tek hér af honum hrókunarréttinn á kóngsvæng og á inni að leika t.d. 18...Re3, sem heldur kóngnum á miðborðinu, þar sem hann gæti orðið fyrir árásum. En hann leikur hér snjallan leik.
18.000 ¦xa2 19.¢b1 ¦a5 20.c4 ¤cd4 21.£c3 00 22.h4 ¤e2 23.£b4 ¤fd4 Staða a la Þröstur Þórhallsson. Riddararnir vinna vel saman og notfæra sér veikleika hvítu stöðunnar. 24.h5 ¦a1+ 25.¢xa1 ¤c2+ 26.¢b1 ¤xb4 27.hxg6 ¤xf4 28.¥xd7 ¤xg6 29.¥xc8 ¦xc8 30.¦d7 ¤f8 31.¦xb7 ¥c5 32.¦h5 Þetta er auðvitað búið, en skv. Hrannari ubersturmbannmuppeti á maður aldrei að gefast upp, fyrr en í fulla hnefana. Hér var svosem allt í lagi að halda áfram. 32...¦d8 33.b3 e5 34.¦g5+ ¤g6 35.¦h5 ¦d1+ 36.¢b2 ¦d2+ 37.¢b1
37...¤a2 38.¦h3 ¥d4 01 Jæja, kveð í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. janúar 2007
West Ham ruslakista Arsenal!
![]() |
Eggert ræddi við Lauren í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)