Mánudagur, 29. janúar 2007
Davíð og Samfylkingin
Merkilegt er þetta allt saman. Samfylkingin var stofnuð sérstaklega til höfuðs Davíð Oddssyni, en síðan, þegar Davíð er farinn, kemst flokkurinn í tilvistarkreppu og fylgið hrynur. Og nú, þegar allt er í kalda koli hjá Samfó, ISG rúin trausti (amk trausti þingflokksins) og flokkurinn með, og jafnvel Jón Baldvin heggur í knérun, koma þjóhnappakratarnir fram og reyna að mynda skjaldborg um foringja sinn.
Ég skil þetta ekki alveg, en þegar maður reynir að ræða þetta við þjóhnappakratana, byrja þeir bara að tala um Davíð Oddsson, hátt matvælaverð eða Byrgismálið. Mikið óskaplega hljóta kratarnir að hafa borið óttablandna virðingu fyrir Davíð, úr því í fyrsta lagi að flokkurinn var stofnaður honum til höfuðs og leiðtogi hans sér Davíð í hverju horni, og þjóhnappakratarnir líka.
Og nú vita kratarnir ekkert hvað gera skuli, þegar Davíð er hættur í stjórnmálum. Þá er tilvist þessa stefnulausa afturhaldskommatittaflokks orðin tilgangslaus. Ekki nema þjóhnappakrötunum takist að finna sér nýjan óvin til að sameinast um. En hefði ekki verið sniðugra að sameinast um einhver stefnumál. Þjóðin hafnar Samfó ekki vegna þess, að flokkurinn sé of pólítískur, heldur hins, að hann sé ekki nógu pólítískur. Það er ekki nóg að grundvalla flokk á andúð við annan flokk; það þarf að hafa pólítískar lausnir fram að færa. Og ESB er engin lausn.
Mánudagur, 29. janúar 2007
Nú lágu Danir í því
Vona ég. Þetta var óskamótherji minn í 8-liða úrslitum. Ekki af því að Danir væru lélegri en hin liðin, heldur held ég að þeir henti okkur betur en t.d. Spánverjar. Og hvorki áttum við raunhæfan möguleika á að mæta Rússum/Ungverjum eða Króötum, sem eru greinilega með besta liðið á mótinu, þótt óvíst sé, hvort það dugi þeim til sigurs.
En leikurinn við Dani er annað og meira en bara leikur tveggja frændþjóða, þetta er slagur upp á líf og dauða, og þar að auki barátta litla og stóra bróður, frjálsa þjónsins og herragarðseigandans. Og eftir sóðaskap danskra í garð íslenskra útrásarfyrirtækja og banka, trúi ég ekki öðru en að landsliðið muni verja heiður landans. Önnur slík orrusta mun eiga sér stað milli Pólverja og Rússa, en Rússar kúguðu meiri hluta Pólverja um aldir, ja amk tvær aldir.
En nú er bara að taka Dani og hefna síðan gegn Pólverjum (eða svæfa rússneska björninn). En þessar þjóðir eru sýnd veiði en ekki gefin.
![]() |
Danir verða mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Kæru kjósendur
Ef ég hef frétt réttilega, var Kolbrún þessi ekki einu sinni í flokknum fyrir rúmri viku síðar. Nú er hún orðin ritari. Hvaða hringavitleysa er þetta?
Ég held, að þjóðin verði að refsa þessum stjórnmálasiðblindu stjórnmálamönnum, og kjósa þá út í næstu þingkosningum. Svona lið á ekki skilið að saurga Alþingi með nærveru sinni.
Þetta er a.m.k. mín skoðun.
![]() |
Kolbrún Stefánsdóttir kjörin ritari Frjálslynda flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Mánudagsfundur Margrétar: tvö skúbb hafa borist
Það var fjör í kaffi í morgun. Tveir spekingar yfir miðjum aldri töldu sig hafa fréttir af því hvað verði til umræðu.
Annar sagði: Margrét mun ræða við stuðningsmenn sína um, að kæra niðurstöður kosninganna, vegna galla á framkvæmd þeirra. Ergo: kosningarnar væru ólöglegar.
Hinn sagði: Margrét mun ræða við sömu, hvort yfirgefa beri Frjálslynda flokkinn, og þá einnig, til hvaða grænu haga skuli halda.
Ég veit auðvitað ekkert um þetta sjálfur, ég þekki enga innanbúðarmenn í Frjálslynda flokknum. En fyrra atriði þykir mér merkilegt. Þetta hafði mér eiginlega ekki dottið í hug, þó ég hafi grunsemdir um, að ekki hafi verið löglega staðið að kosningunni, sbr. fréttir Stöðvar 2, þar sem Guðjón Arnar formaður sást "hjálpa" mönnum að kjósa, eftir að hafa ítrekað stuðning sinn við Magnús Þór.
En þetta verður spennandi. En mig grunar, að þessi tískubylgja, að varaformannskosningar séu ekki alveg samkvæmt ströngustu reglum, taki að hjaðna. Það eru bara óábyrgu og aulalegu flokkarnir sem láta menn komast upp með svona lagað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
HM: spennan magnast
Jæja, nú fara málin að skýrast. Góður pistill þetta. Höfundurinn útskýrir fyrir okkur "óbreyttum" áhugamönnum, hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Íslendingar geta semsagt aldrei lent neðar en í þriðja sæti, þ.e. strákarnir okkar verða alltaf fyrir ofan Frakka.
Leikurinn í dag verður vísast nokkuð furðulegur. Líklegast er, að Guðjón Valur og Logi skipti með sér vinstra horninu, og Markús Máni og Arnór taki skyttustöðuna við hliðina. Á miðjunni er víst ekki um marga aðra að ræða en Snorra Stein, nema Óli leysi hann af. Róbert og Vignir fá vísast fleiri tækifæri á línunni. Ég tel líklegt að Ásgeir Örn spili töluvert mikið í hægri skyttustöðu og/eða horni, og Óli og Alex skipti leifunum á milli sín. Og Roland verður vísast í markinu, og Hreiðar e.t.v. til vara.
Ástæða þessa er vísast sú, að þessi leikur skiptir í raun voðalega litlu máli. Þau 4 lið, sem komast áfram úr hinum riðlinum, eru öll firnasterk. Best verður þó vísast, að mæta Dönum, en annars er það óvíst svosem. En lykilmenn okkar þarf að hvíla, ekki síst þar sem Óli, Logi og Guðjón Valur ganga ekki heilir til skógar, og Alex var orðinn slæmur í fæti undir lok síðasta leiks og þarf hvíld. Spurning hvort Einar litli verði ekki kallaður inn í liðið, t.d. fyrir Ólaf eða Alexander (sé það heimilt, ég er ekki alveg viss um hvernig reglurnar eru; þá kæmi hann e.t.v. formlega séð inn fyrir Ragnar, sem er í barnseignarfríí í París).
Þjóðverjar munu væntanlega hvíla sína lykilmenn einnig, en þar eð þeir hafa breiðan hóp, eða breiðari en við amk, hafa þeir efni á betri smá afslöppun. Þeir eru jafnframt með góða stöðu og hafa engu að kvíða, end studdir af þúsundum áhorfenda.
En í öllu falli er líklegast, að Þjóðverjar vinni þennan leik, ekki síst vegna þreytu og meiðsla lykilmanna okkar. En þó er aldrei að vita. Þýskt gæðastál getur brugðist...
Áfram Ísland!
![]() |
Ísland í fyrsta, öðru eða þriðja sæti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Þetta var nú allt annað
![]() |
Tveir Eurovisionfarar í úrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Reykjavíkurræðan: piss í skóinn
Jæja, umræðan um Reykjavíkurræðu Ingibjargar heldur áfram, og er m.a. að finna á Málefnin.com, en þann vef opnaði ég í fyrsta skipti í gær. Hér talar Uglan, þó ekki sú sama og er Uglan hér á blogginu, um þetta málefni:
Hreint ekki óþægilegar spurningar, aðrar en þær af hverju forkona Samfylkingarinnar vill ekki tala um stjórnmál, heldur halda áfram að leggja Davíð í einelti. Gömul tugga, DVismi á hæsta stigi, og ekkert nema ódýrar dylgjur einmana Kvennalistakellingar sem búin að brenna allar brýr að baki sér í stjórnmálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Mikið var!
Ég man eftir, að hafa flogið með Júmbóþotu fyrir meira en tíu árum síðan, og þá var svona system komið í vélina. Ég gat valið á milli mynda og annarrar afþreyingar. Ég var stórhrifinn. Þetta kerfi "Flugleiða" er auðvitað miklu fullkomnara, enda hefur tækni vísast fleygt fram verulega í þessu eins og öllu öðru. Þetta lýtur því vel út hjá okkar mönnum.
En sjálfsagt verður erfitt að koma þessu í gegn, þar sem VG og Samfó munu væntanlega mótmæla þessu, eins og flestu öðru.
![]() |
Allir farþegar fá sinn eigin skjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Framboðsræða Margrétar!
Jæja, þá er framboðsræða Margrétar komin á bloggið. Margt ágætt þarna og ljóst er, að hún vandar vitleysingunum í flokknum ekki kveðjurnar, ekki síst þessum gaukum þarna úr Nýju afli. Þetta er hin allra frambærilegasta ræða, amk margfalt betri en ræða formannsins.
En nú er Torfi kominn í mig, svo ég get ekki á mér setið að draga eftirfarandi út:
Forystumenn eiga ekki flokkana, þeir eru aðeins kjörnir til að framfylgja stefnumálum þeirra hundruða eða þúsunda sem fylkja sér um baráttumálin.
Hvar ætli Frjálslyndi flokkurinn sé skráður til húsa, hver á heitið Frjálslyndi flokkurinn, osfrv? En því miður fyrir Margréti, á pabbi gamli bara nafnið, ekki flokkinn. Magnús Þór er fyrir löngu búnað kaupa hann...og það fyrir slikk.
Ég vil síðan að lokum samhryggjast Margréti, eða samgleðjast, eftir því hvernig á þetta er litið. Ég skil hreinlega ekki hvers vegna eina frambærilega leiðtoga flokksins var hafnað, og það fyrir mann eins og Magnús Þór?
En kannski mun þessi flokkur heita Framfaraflokkurinn í næstu kosningum?
Laugardagur, 27. janúar 2007
Slóvenar sigraðir!
![]() |
Ísland í 8-liða úrslit eftir sigur á Slóveníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)