Nú lágu Danir í því

Vona ég. Þetta var óskamótherji minn í 8-liða úrslitum. Ekki af því að Danir væru lélegri en hin liðin, heldur held ég að þeir henti okkur betur en t.d. Spánverjar. Og hvorki áttum við raunhæfan möguleika á að mæta Rússum/Ungverjum eða Króötum, sem eru greinilega með besta liðið á mótinu, þótt óvíst sé, hvort það dugi þeim til sigurs.

En leikurinn við Dani er annað og meira en bara leikur tveggja frændþjóða, þetta er slagur upp á líf og dauða, og þar að auki barátta litla og stóra bróður, frjálsa þjónsins og herragarðseigandans. Og eftir sóðaskap danskra í garð íslenskra útrásarfyrirtækja og banka, trúi ég ekki öðru en að landsliðið muni verja heiður landans. Önnur slík orrusta mun eiga sér stað milli Pólverja og Rússa, en Rússar kúguðu meiri hluta Pólverja um aldir, ja amk tvær aldir.

En nú er bara að taka Dani og hefna síðan gegn Pólverjum (eða svæfa rússneska björninn). En þessar þjóðir eru sýnd veiði en ekki gefin.


mbl.is Danir verða mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband