Brjóstgóða Brookin

funny0173Bjargvættur?

Raggi Bjarna er miklu meiri bjargvættur brjóstgóðra kvenna, sem hafa löngum getað sungið "Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig", þegar flaggandi brjóstin fanga athygli einmana karla! 

Annars skil ég ekki hvað er að t.d. brjóstahaldara eins og þeim sem er notaður á myndinni til hliðar?


mbl.is Brook bjargvættur brjóstastórra kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil hetja

nullMeðan fréttaflutningur hér á mbl.is er aðallega af morðum í Írak, Súdan og annarsstaðar, og hörmungum hér og þar, m.a. með ofsaakstri Íslendinga eina helgina enn, er gaman að fá svona krúttlega sögu til að ylja manni um hjartaræturnar.

Ég er kannski orðinn væminn, en þetta var voðalega sæt frétt af miklum hetjuskap 7 ára drengs.


mbl.is Sjö ára drengur bjargar yngri systkinum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aprílgabb

jon04217Að venju kom fram aprílgabb á www.skak.is. Nú var auglýst Alþjóðlega Landsbankamótið 2007, sem hefjast eigi í lok apríl, þegar Kaupþingsmótinu og Reykjavík International verður lokið.

Mér skilst að þónokkrir áhugasamir skákmenn hafi skráð sig, en ómögulegt er að toga upp úr ritstjóra Skákar hverjir þar áttu í hlut.

Mig grunar einna helst nokkra bloggvini hér, Hrannar Arnarsson og Baldursson, Svein Arnarsson, Benedikt Jónasson og Stefán Frey.

Reyndar hef ég, í fúlustu alvöru, nokkra grunaða, þám nokkra fastagesti á mótum. En meðal ritstjóri Skákar ber fyrir sig, að blaðamenn verndi heimildamenn sína, verð ég bara að halda áfram að giska.


mbl.is Aprílgöbb stór og smá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagur Hafnarfjarðar?

En ég ítreka og vitna enn á ný í Flosa:

Gaflarar hafa gáfur þær

sem gagnast þeim vel í bítið

Þeir vita lengra en nefið nær

en nefið er stundum lítið.

 

En mikið vona ég að Boggi og co í Hag Hafnarfjarðar nái að sanna sekt á Sólina. Þá yrðu deilur, fjör og læti í Hfj. Gaman. Bræður munu berjast og nefin minnka.


mbl.is Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstu mál á kosningadagskrá Hafnfirðinga

1. Á að leggja af Hafnarfjarðarbrandara?

2. Á að sameina FH og ÍH?

3. Eiga FHingar að hætta að leika í Tottenham-búningnum?

4. Á Lúðvík bæjarstjóri að fá sér ný gleraugu?

 

Og þetta ætti að endast fram á haustið. Þá má halda áfram. Virkt íbúalýðræði!!!


mbl.is Erfið ákvörðun en nauðsynleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falklandseyjastríðið

Ég varð mér úti um tvo merkilega þætti um daginn: Discovery Channel að fjalla um Falklandseyjastríðið. 

En þótt maður harmi mannfall, þá skil ég ekki hvað Bretar eru að velta fyrir sér hvað Argentínumenn vilja gera. Þeir byrjuðu þetta stríð, með því að ráðast inn á breskt landsvæði, og létu öllum illum látum, fyrst og fremst til að láta almenning lítast aðeins betur á herforingjastjórnina.

En þar að auki finnst mér, að Argentinumenn séu ekkert of hrifnir af því að rifja þetta stríð upp, og það á líka við um herforingjastjórnina.

Ef Argentínumenn hafa áhuga á því að halda minningarathöfn, ætti hún að fara fram í Argentínu, ekki á bresku svæði.


mbl.is Bretar lýsa yfir iðrun vegna þeirra sem létust í Falklandseyjastríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður

Smella á myndina til að stækka 
peace

mbl.is Angela Merkel og Mahmoud Abbas funda um friðarmál í Ramallah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýnun jarðar: getur þetta verið aðalástæðan?

global warming
En síðan kemur úrslitaspurning í Géttú bétúr: Hvernig komst ísbjörn yfir mörgæs?

Fremsti íþróttamaður heims?

Það væri ekki svo fjarri lagi. Þetta er einstakt afrek.
mbl.is Phelps með sjöundu gullverðlaunin og heimsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegur spaugstofuhúmor

fartingÓtrúlegt að Spaugstofan sé núna sokkin niðrá "prumpubrandara". Ótrúlega lélegt. Ég hætti að horfa þegar Viðrekstrarstjórnin kom á skjáinn.

En greinilega hafa einhverjir Suðurnesjamenn "fýla-ð" þennan húmor. Ég fílaði hann amk ekki, gekk alltof langt.

Mér sýnist Spaugstofan við það að sökkva í sæ. Leiðilegur endir á almennt séð ágætis þáttum. En nú verður Ragnar Reykás bara að koma fram og redda þessu fyrir Prumpstofuna.


mbl.is Sekt vegna vindgangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband