Iceland Express málið: Löglegt en siðlaust?

icelandairÉg vil byrja á því að viðurkenna, að ég hef aldrei flogið með Iceland Express. Hananú.

Engu að síður vil ég, að samkeppni ríki á þessum markaði, eins og öllum öðrum. Maður man of vel, hvernig verðlag var hér forðum, meðan Flugleiðir voru einir um hituna.

Ég get nefnt sem dæmi, að þegar ég fór til USA 1998 var það ódýrara fyrir mig, að fljúgja til Danmerkur, þaðan til Hollands og áfram til Washington, en beint til Baltimore/Washington með Flugleiðum. Og það þrátt fyrir að ég færi heim með Flugleiðum frá Baltimore. Fyrir mismuninn gat ég borgað viku gistingu í Kaupmannahöfn og matföng mest allan tímann. 

Mér fannst verð Flugleiða þá vera algjört okur. Svo einfalt var það. Samkeppnin hefur nú gert það að verkum, að Flugleiðir hafa orðið að lækka verð sitt.

En varðandi mál Iceland Express, þá vil ég segja: Sé þetta rétt hjá forsvarsmönnum IE, fyrst að FLugleiðir hafi reynt að hösla þá út á markaðnum (sem virðist nú sannað) og síðan, að aðilar innan stjórnar FLugleiða hafi notað tækifærið og reynt að kaupa fyrirtækið sem FLugleiðir voru að reyna að drepa, þá er þetta ógeðsleg hegðun hjá Pálma.

Ef þetta er löglegt, er þetta siðlaust.


mbl.is Segja Pálma eiga persónulegan þátt í rekstrarerfiðleikum IE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álverið að stækka?

alverJahérna. Og hvað ætli Ögmundur og þeir segi við þessu?

Alcan á Íslandi gæti stækkað álver sitt í Straumsvík úr 180 þúsund tonna framleiðslugetu upp í 350.000 tonn, miðað við gildandi deiliskipulag. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að möguleiki sé að rífa tvo elstu kerskálana, þar sem nú eru framleidd samtals 110 þúsund tonn, og byggja nýja þar sem samtals mætti framleiða 280.000 tonn á ári.

Kannski er þetta bara ágætis lausn á málinu og allir venjulegir menn sáttir. Nema auðvitað öfgamennirnir.


mbl.is Stækkun álversins rúmast innan núverandi deiliskipulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegasti dagur ársins

Jæja, þá er ömurlegasti dagur ársins runninn upp. Venjulega reyni ég að komast úr bænum um þetta leyti árs, fela mig í sumarbústað, þar sem hvorki er sími né internet.

Þessi dagur hefur verið mér til lítillar gleði. Frá 1978-1990 c.a. hvarf hann inn í páskavikuna og þarmeð Skákþing Íslands. En jafnvel þegar svo bar ekki við, reyndi maður að gleyma honum.

Síðustu 15 árin c.a. hefur mér tekist það bærilega.

En núna ætla ég að brjóta hefðina.

Já, því miður þarf ég, eins og allir aðrir, að eiga afmæli einu sinni á ári. En ég þoli ekki afmælisdaga. Sérstaklega minn eiginn.

Já, hér og nú er ég orðinn 38 ára, að nálgast fertugt.

En akkúrat núna, fyrir 38 árum, var ég víst látinn eða svo gott sem, í besta falli. Ég sat fastur og var tekinn með keisaraskurði, rétt til að fjarlægja líkið. Móðurinn skyldi bjarga. Það var aðeins lítill möguleiki á, að ég væri á lífi, þegar læknarnir fóru inn. Og ég man ekkert eftir því, hvort ég var lifandi eða ekki. En eftir að hafa verið um eða yfir 10 mánuði inni, ákvað ég að koma út, grænn eins og Hulk, og öskrandi og æpandi eins og Stefán Hilmarsson, og jafnvel í sömu tóntegund.

3. apríl 1969: dagurinn sem ég dó eða ekki dó, en fæddist.

Og Ísland hefur aldrei beðið þess bætur.


Kaupþing 2007

kaupthingKaupþingsmót Hellis og TR fer fram dagana 4.-9. apríl nk.  Teflt er í tveimur flokkum, SM- og AM-flokkum.  Mótið fer fram bæði í TR og Helli og hefst fyrsta umferðin á miðvikudag kl. 17.  

Keppendalisti:

GM-section
No.PlayerTitleRatingCountryClubAv.op.GM-normIM-norm
1Aloyzas KveinysGM2546LitháenHaukar2410N/AN/A
2Normund MiezisGM2523Lettland2412N/AN/A
3Stefán KristjánssonIM2485ÍslandTR2416N/AN/A
4Emil HermanssonIM2475Svíþjóð24177,0N/A
5John ShawGM2441SkotlandHellir2421N/AN/A
6Jón Viktor GunnarssonIM2419ÍslandTR24247,0N/A
7Bragi ÞorfinnssonIM2384ÍslandHellir24287,0N/A
8Björn ÞorfinnssonFM2348ÍslandHellir24327,05,0
9Róbert HarðarsonFM2332ÍslandHellir24337,05,0
10Guðmundur KjartanssonFM2279ÍslandTR24396,55,0
Average2423
IM Section
No.PlayerTitleRatingCountryClubAv.op.GM-normIM-norm
1Colin McNabGM2418Skotland2287N/AN/A
2Robert BellinIM2381England2292N/AN/A
3Charles LamoureuxIM2360Frakkland2294N/AN/A
4Sigurður Daði SigfússonFM2330ÍslandHellir2297N/A6,5
5Sigurbjörn BjörnssonFM2329ÍslandHellir2297N/A6,5
6Ingvar Þór JóhannessonFM2299ÍslandHellir2301N/A6,5
7Snorri G. BergssonFM2296ÍslandTR2301N/A6,5
8Kazimierz Olszynski2256PóllandSA2305N/A6,5
9Heimir Ásgeirsson2180ÍslandHaukar2314N/A6,5
10Hjörvar Steinn Grétarsson2156ÍslandHellir2317N/A6,5
Average2301

Heimasíða mótsins


Króníkan og DV

DVNú hefur það gerst, að blaðamenn Króníkunnar hafa ákveðið að taka ekki starfstilboði DV:

Ég ætla ekki einu að þykjast vita hvaða tilfæringar fóru fram að baki tjalda, en mikið hlýtur DV að hafa boðið illa, úr því blaðamennirnir vilja frekar fara lausríðandi frá borði en fylgja kapteininum yfir á gamla slúðurblaðið.

Kannski bauð DV ágætlega, en blaðamennirnir höfðu bara metnað til að halda starfi sínu áfram á virtari blaði.

En úr því þeir sjö stóðu saman í þessu, hlýtur eitthvað frekar vafasamt að hafa hangið á spýtunni.


mbl.is Króníkufólk fer ekki á DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, nei, nei og aftur nei

Ekki fleiri fréttir af Önnu Nicole Smith. Takk!
mbl.is Stern fellur frá andstöðu sinni við erfðaefnispróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiðikortið!

logo2007Jæja, veiðisumarið að hefjast. Af því tilefni vil ég aftur minna á Veiðikortið, sem hefur slegið í gegn á síðustu árum. Sjálfur er ég anti-stangveiðimaður, svo litlar líkur eru á, að ég bregði undir mig betri fætinum af þessu tilefni.

En fyrir þá, sem áhuga hafa á stangveiði (án þess að kosta til tugum þúsunda) er vatnaveiðin ágæt lausn. Og Veiðikortið kostar bara 5000 kall og fæst hjá ESSO, á heimasíðunni og víðar.

Ok, þetta er "óbein" auglýsing: viðurkenni það alveg.

 

 


mbl.is Stangveiðisumarið hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvífarar vikunnar

Já, verð að koma með þennan.

Það var fyrir nokkru síðan, þegar ég og Björn Þorfinnsson frá Löngumýri vorum að horfa á leik Arsenal og Man Utd. á Kebab-húsinu, að Bjözzi sagði skyndilega: Hvað er Stebbi að gera þarna inná?

Já, "Stebbi" er Stefán Kristjánsson, næsti stórmeistari Íslendinga í skák. En eru þeir ekki bara nokkuð líkir?

 

Vidicpunk3


mbl.is Vidic viðbeinsbrotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ehud Olmert að gera í sig?

olmertJæja, nú er Ehud Olmert, fyrrum borgarstjóri Jerúsalem og núverandi settur forsætisráðherra Ísraels, enn einu sinni að gera í buxurnar. Mig minnir, að nýlega hafi hann mælst með um eða innan við 5% stuðning í embættið, sem hann erfði frá Ariel Sharon fyrir rúmlega ári, ef ég man rétt.

Ég hef aldrei fílað Olmert neitt sérstaklega sem forsætisráðherra. Hef reyndar séð hann einu sinni, að vísu bara nokkuð álengdar, en þá var ég í heimildasöfnun og skoðunarferð á skrifstofu borgarstjórans í Jerúsalem. Hann var þar á vappi. Hins vegar hitti ég einu sinni Teddy Kollek, sem hafði verið borgarstjóri Jerúsalem, fyrst kollekvesturhlutans og síðan allrar Jerúsalem eftir 1967.  Sá herramaður, sem er nýlega látinn, komst í fréttirnar nýlega þegar upp komst um, að hann, sem foringi í Haganah og stjórnunarráði Gyðinga (Jewish Agency) hafi laumað nöfnum Irgun-liða (hægri sinnaðra skæruliða úr þeim hópi, sem síðar stofnaði Likud (undir forystu Men. Begins)) í hendur Breta, sem síðan gengu á lagið og handtóku þá. Haganah og Irgun átti þá í deilum, eins og oft áður.

En þessir borgarstjórar tveir eru nokkuð ólíkir. Kollek var ljúfmenni, Olmert dálítið viðskotaillur. Jafnframt var Kollek miklu meiri karakter. Hefðu þeir báðir verið í framboði, og ég haft kosningarétt, hefði ég kosið Kollek.

En jæja, Olmert komst bakdyramegin í stól forsætisráðherra og mun ekki halda honum fram yfir næstu forsætisráðherrakosnngar. Hann er rúinn trausti, jafnvel í eigin flokki.

Hann hefur átt hvert axarskaftið á fætur öðru og fer langt með að slá met Ingibjargar Sólrúnar í þeim efnum. Enda er Kadima flokkurinn að hrynja í fylgi og Bibi Nethanyahu með sinn Likud flokk að verða stærstur, ef marka má skoðanakannanir. Bibi er reyndar meira umdeildur,en nokkuð skemmtilegur fýr. Ég hitti hann einu sinni líka, óvart reyndar. Ég myndi kjósa Bibi, hefði ég tækifæri til, ekki endilega vegna stefnumála hans, heldur vegna þess, að hann er einfaldlega sterkari persóuleiki en t.d. Olmert og Barak og þeir hinir, sem koma til greina í forsætisráðherraembættið.

arlazor1Ég bjó einu sinni í Jerúsalem, í Arlazorov stræti, í íbúð sem Golda Meir hafði einu sinni átt. Gamla konan á neðri hæðinni í húsinu við hliðina sagði margar sögur af Goldu, meðan hún bjó þarna. Nixon hafði m.a. komið í eldhúsið hjá Goldu....eldhúsið mitt! Úff, ekki að furða þó mig hafi langað til að ráðast inn í Víetnam þegar ég var að elda.

En nokkur hundruð metrum frá húsinu var embættisbústaður forsætisráðherra Ísraels...nokkur hundruð metrum í hina áttina var forsetabústaðurinn. Þetta var skemmtilegur tími í skemmtilegri borg.

En gaman þótti mér að sjá heimsóknir á þessa tvo staði.  Þá voru götur afgirtar, mikil öryggisgæsla og síðan streymdu fánum skreyttir bílar að. En þetta var í þá gamla daga, meðan ég enn hafði hár.

 


mbl.is Ummæli Olmerts um hugsanlegar friðarviðræður harðlega gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mini-Tsunami í paradís

imagesCAEJ7NJ7Maður finnur til með hinum 500.000 íbúum þessarar einstöku Kyrrahafs-paradísar, eða paradísa, því hér eiga í hlut margar smáeyjar.

Nú hafa náttúruhamfarir skollið yfir. Við Íslendingar þekkjum slíkt vel úr sögu imagesCA6V0N28okkar lands og ættum því að hafa ríka samúð með þessu fólki.

Maður hugsar ósjálfrátt aftur til Tsunami, 26. des fyrir 3 árum eftir ég man rétt, þar sem flóðbylgjurnar risu á mjög stóru svæði, allt frá Indlandi austur á Indónesíu, og jafnvel austar.

Maður spyr sig síðan að því, hvað myndi gerast ef svona jarðskjálfti myndi ríða yfir í Faxaflóa? Hvað yrði þá um Reykjavík? Eða eru aðstæður frábrugðnar?

 


mbl.is Íbúar Salómonseyja segjast ekki hafa fengið neina viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband