Föstudagur, 27. apríl 2007
Merkileg skoðanakönnun
Vinstri flokkarnir eru með sama fylgi, rúm 20%. Helsta spennan í komandi kosningum gæti falist í því, hvort kratar eða vinstri grænar verði stærri.
Sjálfstæðisflokkur er með sterka stöðu í tæplega 40% fylgi, Framsókn er í tveggja stafa tölu, og Frjálslyndir ná inn þremur mönnum. Litlu framboðin komast ekki að, hvorki grínframboðs Ómars né bullframboð Arndísar.
En hafa ber í huga, að ekki má miklu muna með, að Frjálslyndir detti út, en Grínhreyfingin á langt í land ennþá.
En hvaða framboð er þetta "Baráttusamtölin"? Vonandi laga Moggamenn þessa ljótu stafsetningarvillu sem fyrst.
![]() |
Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Hvala-safnið!
Ég get auðvitað ekki skorast undan því, að lýsa yfir stuðningi við hvala-safnið.
Annars er fyrrv. spænskukennarinn minn með merkilegt safn þarna á Húsavík, ekki síður merkilegt en hvala-safnið.
Hvala
![]() |
Ríki og sveitarfélög á Norðurlandi eystra semja um menningarsamstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Eggert og co í mál við fyrri eigendur?
![]() |
West Ham sektað um 5,5 milljónir punda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Sverrir Hermannsson á lista
Jæja, gamli maðurinn tekur sæti á listanum í sínu gamla (stækkaða) kjördæmi. Heiðurssætið, hvorki meira né minna.
En af hverju er það frétt, að gamall stjórnmálamaður taki heiðurssæti á lista? Eru ekki fleiri slíkir á öðrum listum, án þess að þess sé getið sérstaklega?
![]() |
Sverrir Hermannsson í heiðurssæti Íslandshreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Björk lekur
![]() |
Björk lekur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Njálsgötumálið: Misskilningur fjölmiðla
Ég hef það eftir óáreiðanlegum heimildum, að þetta sé allt saman misskilningur. Íbúarnir séu í raun ekki að mótmæla komu heimilislausra í hverfið, því fái það inni á Njálsgötu nr. sjötíu og eitthvað, eru þeir ekki lengur heimilislausir.
Staðreyndin er víst sú, að nýjasta skoðanakönnun Capacent/Gallups sýni, að 64% heimilislausra styðji KR og 74% styðji Liverpool í enska boltanum.
Með þetta í huga, er ég, fyrrv. íbúi við Njálsgötu og Bergþórugötu, farinn að skilja betur hvers vegna íbúarnir við Njálsgötu vilja ekki fá þetta lið í hverfið.
Föstudagur, 27. apríl 2007
Pretty Woman
![]() |
Indverskur dómstóll gefur út handtökuskipun á Richard Gere |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Jón eða séra Jónína
Jæja, í mínum huga breytir engu þótt nefndarmenn hefðu ekki vitað um þessi tengsl umsækjanda og Jónínu Bjartmarz ráðherra. Svona lagað á ekki að gerast. Þessi útlendingur hefur ekkert, að mér vitandi, neitt sem afsakar það, að fá undanþágu eftir aðeins 15 mánuði á dvalarleyfi námsmanna.
Ég skil ekki alveg hvers vegna þessi kona átti að ganga fyrir öðrum, sem höfðu kannski dvalið hér mun lengur og uppfyllt skilyrði laganna betur.
En ef kona þessi hafði sérstakar aðstæður, hvaða aðstæður voru það?
![]() |
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Kvót dagsins
kemur af www.andriki.is
Alþýðuflokkurinn er horfinn og formaður hans er nú sendiherra Íslands í Svíþjóð. Í staðinn er krötum ætlaður flokkur sem er svo einkennilegur samsetningur að helstu einkenni hans eru að þar stunda alþýðubandalagsmenn tækifærismennsku undir stjórn kvennalistans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Í sömu knérun?
Æjá, VG hamaðist gegn tilveru Alcan í Straumsvík, en sníkir síðan pening af fyrirtækinu.
En VG hamast líka gegn einkabílnum, en þiggur 300.000 kall frá Brimborg?
Hverjir fá næst sníkjubréf frá VG? Bankarnir?
![]() |
Brimborg styrkir alla stjórnmálaflokka um 300 þúsund krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |