Jón eða séra Jónína

Jæja, í mínum huga breytir engu þótt nefndarmenn hefðu ekki vitað um þessi tengsl umsækjanda og Jónínu Bjartmarz ráðherra. Svona lagað á ekki að gerast. Þessi útlendingur hefur ekkert, að mér vitandi, neitt sem afsakar það, að fá undanþágu eftir aðeins 15 mánuði á dvalarleyfi námsmanna.

Ég skil ekki alveg hvers vegna þessi kona átti að ganga fyrir öðrum, sem höfðu kannski dvalið hér mun lengur og uppfyllt skilyrði laganna betur.

En ef kona þessi hafði sérstakar aðstæður, hvaða aðstæður voru það?


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hið viðbjóðslegasta mál ... Framsókn er samkunda sníkjudýra það hefur lengi verið vitað ... en að þeim skuli hafa tekist að draga Guðrúnu Ögmundsdóttur og þar með Samfylkinguna ofan í drulluna með sér sýnir vel að Samfylkingin er eitt stórt samansafn roðhænsna.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gæti verið að stúlkan hafi svindlað og sagst vera vinkona Bobby Fishers?

Færi málið þá ekki að líta pínulítið öðruvísi út?

Árni Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Snorri Bergz

Ég var nú á móti þessi standi með Fischer.

En hins vegar er munur á einhverjum sem hefur ekkert unnið til að hljóta undanþágu, nema þá að vera með rómantík við ráðherrasoninn. En Fischer, Duranona og aðrir slíkir voru í fyrsta lagi einskonar flóttamenn og þar að auki gæddir ákveðnum hæfileikum. 

Snorri Bergz, 27.4.2007 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband