Fimmtudagur, 24. maí 2007
Með kveðju frá Ólínu til Össurar
Ja, nú er hart sótt að Össuri. Æ, hvernig geta menn verið vondir við Össur núna, þegar hann hefur með dyggri aðstoð Steingríms Joð, komið í veg fyrir vinstri stjórn og meðfylgjandi hörmungar? Jú, nú geta menn verið vondir við Össur ef þeir eru vinstri menn og áttu engan þátt í myndun Þingvallastjórnarinnar. Á heimasíðu Ögmundar er að finna lesendabréf frá "Ólínu". Menn hafa e.t.v. lesið þetta áður, en ég vildi samt benda á þetta (með kveðju frá séra Torfa, sem benti á þetta á Skákhorninu). En þar segir m.a.:
Högninn, iðnaðarráðherrann, er meistari fléttunnar, en um hann er hægt að segja það sagt var um annan mann: Hann er mikill plottari. Vandinn er bara sá að plottin ganga aldrei upp. Þótt iðnaðarráðherra hafi fléttað saman ráðherralista þar sem eru tveir klassískir kratar, tveir gamlir alþýðubandlagsmenn og tvær kvennalistakonur, ef notuð er ágæt skilgreining Morgunblaðsins á Samfylkingunni í Reykjavíkurbréfi, þá er líka hægt að skipta ráðherrahópnum í fylgismenn iðnaðarráðherra og fylgismenn formannsins. Þrír fylgja ráðherranum að málum, einn formanninum. Og víst var það ráðherrann sem hafði undirtökin í hryggspennunni um ráðherraefnin. Eftir situr svo flokksformaðurinn með logandi það kjördæmi þar sem Alþýðuflokkurinn gamli var sterkastur og þótt slökkvibílar Samfylkingarinnar dæli nú á bálið í gríð og erg þá er formaðurinn þegar byrjuð að safna glóðum elds að höfði sér. Þetta vissi ráðherrann, þetta er hluti af fléttunni, þetta er hluti af hefndinni sem formaðurinn fyrrverandi þykist nú ná fram. Auðvitað átti hann sér draum um að leiða Samfylkingu í ríkisstjórn sem svilkonan gerði að engu. Örótti högninn gleymir engu. Hann þekkir samferðamenn sína og nýtir sér veikleika þeirra út í hörgul. Var það ekki hann sem gerði brotthvarf flokksformannsins úr embætti borgarstjórans í Reykjavík á sínum tíma að pólitískum farsa vegna ótímabærra yfirlýsinga? Farsa sem að lokum gerði R-lista flokkunum ómögulegt að vinna saman. Þegar grannt er skoðað má færa sterk rök fyrir þeirri skoðun. Það plott gekk ekki upp. Nú er að sjá hvort ráðherrakapallinn, sem iðnaðarráðherra lagði fyrir formann sinn gengur upp. Hvort hann veldur henni ekki örugglega vandræðum og verulegu fylgistapi að fjórum árum liðnum.
Ég hef gaman að stríða Össuri, amk stöku sinnum, en mér er samt vel við kallinn. En það bréfritara greinilega ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Ný stjórn tekur við völdum í dag
Jæja, stjórnin að taka sæti. Og Sturla er farinn úr ráðherrastóli.
Sturla kallinn er gott dæmi um þá, sem meina vel og vilja standa sig, en eru ekki hæfir til að gegna því embætti eða starfi, sem þeir hafa komist yfir.
Geir hefur staðið sig afburða vel sem formaður Sjálfstæðisflokksins og gert vel í eftirmálum kosninganna. Hið sama verður ekki sagt um formenn sumra flokka. Ingibjörg hefur komið mér á óvart. Ég hef bloggað um það stöku sinnum síðustu c.a. 2 vikurnar fyrir kosningar. Það merkilega var, að fylgi Samfó rauk upp þegar Ingibjörg tók sig saman í andlitu, hætti að gagnrýna aðra af hörku, heldur hóf að einbeita sér að jákvæðri kosningabaráttu. Hún hefur semsagt komið mér nokkuð á óvart og er maður kominn langt með að taka hana í sátt. En maður bíður aðeins lengur samt! :)
Þorgerður Katrín ku vera ljósmóðir ríkisstjórnarinnar, hugsanlega ásamt ljósföðurnum Steingrími Jóhanni, sem nánast upp á sitt einsdæmi forðaði þjóðinni frá vinstri stjórn. Hún kemur sterk inn í þessa stjórn og ber höfuðið hátt, þó ekki sé nema ein sjálfstæðiskona í stjórninni.
Björn Bjarnason átti stólinn nánast vísann, þökk sé Jóhannesi í Bónus. Eftir það, sem á undan var gengið, gat Geir ekki annað en látið hann starfa áfram í dómsmálaráðuneytinu. Ég fagna því. Ég hef mikið álit á Birni, bæði sem ráðherra og þingmanni.
Guðlaugur Þór kemur inn. Annað var nú varla hægt svosem. Vísast hefur valið staðið á milli hans og Bjarna Ben, en leiddi lista í Rvk og því í raun nær öruggur inn. Hef ég ekki trú á öðru en að hann muni standa sig vel.
Árni Matt situr áfram. Ég hef svosem ekkert út á störf hans að setja, en ekki er hann skemmtilegasti maðurinn á þingi. Hann kemur oft illa fyrir í sjónvarpi, en það er ekki öllum gefið að hafa sjónvarpsvæna framkomu.
Einar K. Guðf. er tekinn framyfir Sturlu. Það er í sjálfu sér eðlilegt. Vestfirðingar þurfa að hafa einhvern í stjórninni, ekki síst þar sem þar er allt í kaldakoli. Einhver þarf að útskýra fyrir Vestfirðingum að þetta standi allt til bóta.
Um ráðherra Samfó hef ég lítið að segja. Þetta var nokkuð eðlilegt val, nema hvað ég skil ekki af hverju ÞSv var valin, nema út af þessu kynjadæmi. Í mínum huga skal velja hæfustu einstaklingana, burtséð frá kyni. Ég er ekki viss um að það hafi verið gert hér, en svona er pólítíkin.
![]() |
Sturla verður þingforseti í tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Efnilegur ökumaður
![]() |
Fjögurra ára ökumaður ók á tvo bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Dr. Geir H. Haarde
![]() |
Geir H. Haarde kjörinn heiðursdoktor við Minnesotaháskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Ágúst Ólafur
Ég trúi því ekki, að Ágúst Ólafur sé algjörlega sáttur við sinn hlut. Varaformaður flokks fær ekki eitt af sex ráðherrasætum? Þetta hlýtur að vera saga til næsta bæjar.
Hvað hefði Guðni sagt í síðustu ríkisstjórn, ef drengurinn frá Sigló hefði verið tekinn framyfir?
![]() |
Ágúst Ólafur: Ekki vonbrigði að fá ekki ráðherraembætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Guðni formaður?
Jæja, þá verður Guðni formaður, amk í bili.
Hér forðum kom út mynd sem hét Lömbin þagna. En myndin um Guðna mun heita: "Beljurnar baula" eða "Brúnastaðabeljunar baula".
![]() |
Jón Sigurðsson segir af sér formennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Spár um ráðherraembætti: 9/12 réttir ráðherrar, 7/12 ráðuneyti
Ég og Gunnar Björnsson spáðum um ráðherraembætti Þingvallastjórnarinnar. Eftirfarandi eru úrslitin:
Gunzó:
Geir: forsætisráðherra rétt
Ingibjörg: utanríkisráðherra rétt
Árni Matt: fjármálaráðherra rétt
Ágúst Ólafur: dómsmálaráðherra
Arnbjörg: landbúnaðarráðherra
Kristján Júl: samgönguráðherra
Þorgerður Katrín: heilbrigðisráðherra (réttur ráðherra)
Björgvin: menntamálaráðherra (réttur ráðherra)
Einar K: Sjávarútvegsráðherra rétt
Össur: Viðskipta- og iðnaðarráðherra gefum rétt (ráðuneytabreytingar)
Katrín:umhverfisráðherra
Jóhanna: félagsmálaráðherra (gefum rétt, ráðuneytisbreytingar)
Gunzó með sex ráðuneyti rétt, en átta ráðherra af tólf.
Snorri:
Geir: forsætisráðherra rétt
ISG: utanríkisráðherra rétt
Árni M: fjármálaráðherra rétt
Ágúst Ólafur: félagsmálaráðherra
Björgvin S: landbúnaðarráðherra (réttur ráðherra)
Guðlaugur Þór: heilbrigðisráðherra rétt
Þorgerður Katrín: menntamálarh. rétt
Katrín: umhverfisráðherra
Guðfinna:viðskipta- og iðnaðarrh
Össur: dómsmálaráðh. (réttur ráðherra)
Einar K: sjávarútvegsráðherra rétt (landbúnaðarráðneytið viðbót)
Möller. samgönguráðherra rétt
Snorri fær sjö rétt ráðuneyti og níu rétta ráðherra.
Jæja, þetta gat nú verið verra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Sturla út
Ég hef lagt það til, í amk flestum pistlum mínum hér um ráðherraskipan, að Sturla hverfi. Ég veit að margir voru mér sammála.
Og nú er þetta klappað og klárt. Sturla fer úr ráðherraembætti.
Þangað átti hann aldrei erindi. Loksins hafa mistök fortíðar verið leiðrétt.
En ég skil ekki hvers vegna Sturla er ósáttur. Hann hlýtur að hafa séð þetta koma. Af hverju ætti ríkisstjórnin ekki að lúta sömu lögmálum og gilda annars staðar, að ef óhæfur einstaklingur hefur einhvern veginn komist í embætti, eigi hann að hverfa þaðan aftur? Sturla er eflaust ágætur á einhverjum sviðum, en ráðherradómur er ekki eitt af þeim embættum, sem passa við hæfileika hans.
![]() |
Sturla: Ósáttur við að hverfa úr samgönguráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Fellur Portsmouth á næsta sísoni?
Maður bara spyr. Hemmi hefur fallið með fjórum liðum úr ensku úrvalsdeildinni: Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich og nú Charlton.
En ég hefði frekar viljað sjá hann fara til Spurs.
![]() |
Portsmouth sagt vilja fá Hermann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Málið í höfn: Ný ríkisstjórn tekur við á morgun
Jæja, þá virðist þetta vera komið. Engin ljón eftir í veginum og nú geta formennirnir tveir farið að tilkynna um ráðherralista og önnur metorð, sem þingmenn flokkanna geta vænst.
En þar eð margir "þungavigtarmenn" (konur meðtaldar) eru í flokkunum, er spurningin e.t.v. sú, hverjir fara sárir frá borði, þegar vonin um ráðherrastól og risnur hefur brugðist?
![]() |
Fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokks lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)