Þriðjudagur, 29. maí 2007
Orðið langt síðan, eða...?
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Sóðaskapur í boði Símans
Síðustu mánuði hefur annar endi Ármúlans orðið fyrir skipulagri sóðaskaparárás. Málavextir voru þeir, að SÍMINN ákvað að ganga lengra en það, að banna reykingar í húsnæði sínu. Nú skyldi banna reykingar á lóðinni allri.
Síðan höfum við, sem störfum í húsi sem standa við æðri enda Ármúlans, þ.e. sem liggur að Grensásvegi, orðið fyrir árás níkótín-fíkla Símans. Hafa þeir leitað yfir götuna og staðið fyrir utan fyrirtæki þar, eða í skotum við hlið þeirra, reykt þar og skilið eftir sig stubbaflóð. Þó hafa þeir reynt sitt besta, t.d. með því að setja dunka þarna, en það breytir því ekki, að þetta er ekki mjög til að auka viðskipti fyrirtækja á götunni gegnt Símanum, allt frá a.m.k. Teppaversluninni Stepp og niður til Ármúla 42, þar sem m.a. er veitingastaðurinn Brautarstöðin. Í því húsi einmitt hef ég skrifstofu.
Þetta angrar mig svosem ekki verulega, því ég rek ekki verslun. En ég hef heyrt af óánægju verslunareigenda við Ármúlann. Og ég áfellist ekki krakkana. Þau þurfa að leita eitthvert, úr því Síminn tekur svona harðvítuga afstöðu. Hvers vegna geta Símamenn, sem eiga svona stórt húsnæði, ekki skaffað þessu fólki horn einhvers staðar, þar sem starfsmennirnir geta svalað fíkn sinni?
Og með því er Síminn að gefa skít í nágranna sína. Spurning hvort reykingamenn ættu ekki að mótmæla þessu með því að svara Símanum í sömu mynt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. maí 2007
Hættur að blogga?
"Jæja, þú ert bara hættur að blogga?", er einn algengasti frasi, sem ég heyrt undanfarið.
Þetta er eiginlega satt, en samt ekki. Ég hef ekki tekið meðvitaða afstöðu um, að hætta að blogga, en sökum anna hef ég ekki mátt vera að, og ekki nennt, og síðan hef ég ekki haft neitt sérstakt að segja um neitt sérstakt.
Ein helsta ástæðan fyrir því, að ég hef lítið sést á blogginu undanfarið, felst í, að ég hef verið að setja saman vefsíðu Taflfélags Reykjavíkur, sem hefur fært sig um sig frá www.skaknet.is yfir á www.taflfelag.is. Eða, til að hafa þetta nákvæmt, þá opnar nýja síðan á morgun eða hinn. Þetta hefur tekið frítíma minn síðustu vikuna eða svo.
En kannski ég fari að blogga aftur, þegar TR-síðan nýja verður orðin fullbúin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. maí 2007
Aha, uppreisnarleiðtogi "felldur"
Gaman að þessu, því ef Ísraelar hefðu átt í hlut, en ekki palestínska löggan, hefði maðurinn vísast verið "myrtur" eða "drepinn".
Síðan fatta ég ekki af hverju al-Aqsa samtökin eru nefnd "uppreisnarsamtök"? Þau tilheyra Fatah, sem eru í stjórn og hafa forsetann.
Þau eru "í uppreisn" af því að meðlimir hennar vilja ekki semja frið við Ísraela, heldur ráðast gegn þeim með vopnum, drepa óbreytta borgara með sprengjutilræðum á fjölförnum stöðum, osfrv.
Ergo: Hryðjuverkasamtök.
![]() |
Háttsettur uppreisnarleiðtogi felldur á Vesturbakkanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. maí 2007
Á tossabekknum?
![]() |
Barcelona lagði Getafe - Eiður kom ekkert við sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. maí 2007
Er verið að gefa skít í Bush?
![]() |
Bush fékk óvænta flugsendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. maí 2007
Vitleysingar á Vísi.is
http://www.visir.is/article/20070525/FRETTIR01/70525110
Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega? Ekki nóg með, að menn séu að skrifa um eitthvað sem þeir hafa ekkert vit á, heldur kunna þeir ekki að lesa þá umræðu, sem á sér stað um málið.
Málavextir eru þeir, að Héðinn Steingrímsson, alþjóðlegur meistari úr Taflfélagi Reykjavíkur, mun fá sinn fyrsta áfanga að stórmeistaratitli á morgun, þegar hann mætir skoska stórmeistaranum J. ROwson. Héðinn má tapa, því hann hefur þegar náð tilskyldum vinningafjölda.
En þótt hann nái einum áfanga af þremur...ÉG ENDURTEK: EINUM ÁFANGA AF ÞREMUR, er hann ekki orðinn stórmeistari. Eins og að krýna HK Íslandsmeistara í fótbolta, bara af því að liðið vann einn leik í efstu deild.
Ótrúlegir fúskarar þarna á Vísi.is
Jafnvel Mogginn er skárri, þrátt fyrir allar málfræðivillurnar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. maí 2007
Vill einhver lána mér nokkra milljarða?
Ég hef mikinn áhuga á að kaupa Atlanta /Avion, en á auðvitað ekki nægan pening. Er einhver hér á blogginu sem gæti lánað mér nokkra milljarða?
![]() |
Eimskipafélagið vill selja flugreksturinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 25. maí 2007
Of lítið, of seint
![]() |
Abbas reynir að stöðva eldflaugaárásir á Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Snakes on the Plane
![]() |
Ætlaði með 700 snáka um borð í flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)