Föstudagur, 13. júlí 2007
Two grumpy old men and a baby
Æjá, misjafn sauður er í mörgu fé. Það á líka við um skákmenn. Þar eru líka margir úlfar í sauðargærum.
Það var hér fyrir nokkru, á umræðuhorni skákmanna, að starfsmaður í hvítu húsi við sundin blá las það, sem ég skrifaði hér um Hamas, og fékk þá flugu í höfuðið, að það, að vera andvígur ákveðinni stjórnmálahreyfingu, eða stjórnmálaskoðun eða terroristahugmyndafræði, væru kynþáttafordómar. Rasismi snertir ekki slíkt, heldur andúð á fólki af ákveðnu þjóðerni. Hann hóf því að kalla mig nýnasista opinberlega og bætti síðan um betur með frekari óhróðri. Að mínum dómi er svona lagað gróf árás á þá sem í raun og veru verða fyrir kynþáttafordómum, þar sem hér er verið að lítilsvirða þjáningar þeirra, með þvi að skilgreina rasisma líka sem andstöðu við ákveðna stjórnmála- eða trúarstefnu. Samkvæmt þessari skilgreiningu eru amk flestir Íslendingar rasistar og þar með nýnasistar, sem skilgreiningu þessa manns.
Síðan varð stofnunin við sundin blá 100 ára og ég óskaði honum til hamingju með tímamót þess fyrirtækis, þar sem hann starfar. Hann svaraði fyrir sig og ásakaði mig um að hafa fordóma í garð geðsjúkra! Ég skil ekki hvernig hann gat fengið það út. Ég sagði bara: "Til hamingju X. Kleppur er 100 ára." Þetta voru semsagt fordómar í garð geðsjúkra!
Og síðan réðist þessi maður á vin minn með svipuðum nafngiftum og svaraði hann fyrir sig af hörku, e.t.v. full mikilli hörku (eins og ég gerist stundum sekur um líka, þegar manni ofbýður dónaskapurinn) og var framkoma þessa Kleppsstarfsmanns ein sú andstyggilegasta, sem ég hef vitað til. Ég nenni ekki að fara út í það hér, en það er eitt að deila á netinu, en annað að láta það bitna á fjölskyldu viðkomandi, þám ungabörnum.
Nú, þessi maður, sem greinilega er haldinn einhverri paranoiu, hélt áfram að leggja manni orð og skoðanir í munn, mistúlka viljandi, að manni sýndist, allt sem sagt var og snúa því til fylgis við þær ranghugmyndir, sem viðkomandi er greinilega mjög illa haldinn af. Og þar er honum ekki alls varnað. Fyrir nokkrum árum stóð ég og horfði á skák hans, þegar hann stóð upp til að fara á klóið. Ég stóð áfram í sömu sporum, uns ég fékk þungt högg á bakið. Þá kýldi þessi maður mig fyrir það, að standa í vegi fyrir sér. Þetta er svona eitt dæmi um hvernig hugarástand maðurinn hefur. Og nýlega drap einn vinur minn fingri á öxl hans (þegar hann var að gera skákstjóra brjálaðan með nöldri og leiðindum) og varð hann þá brjálaður og klagaði hann fyrir að hafa veitt sér þungt högg á öxlina og bloggaði meira að segja um þessa erfiðu reynslu sína.
Og í þokkabót lítur hann jafnan á sig sem fórnarlamb í deilumálum, sem hann kemur sjálfur af stað og ræðst á menn úr launsátri. Svo var um þetta mál, sem hér var upphaflega til umræðu. Engu breytti þó hann hefði hrundið því af stað að ástæðulausu og farið hamförum í dónaskap og svívirðu. Ef maður svarar fyrir sig og segir: Þú ert ljóti auminginn að láta svona, andstyggilegur maður að láta deilur bitna á fjölskyldu manns (þám ungabörnum); þá er allt, sem viðkomandi maður gerði, gleymt, og þetta er allt mér eða einhverjum öðrum að kenna.
Og viðkomandi maður (sem reyndar er með skemmtilegri mönnum þegar hann er "heill heilsu") heldur áfram og áfram og getur ekki hætt, og á sér merkilegt skoðanabróður, sem líka sér rasista og fasista í hverju horni, og hendir í mann svivírðingum, helst af öllu þegar maður er á móti erlendis eða rétt fyrir mót. Hann reynir skipulega að koma af stað deilum, eins og hann viðurkenndi reyndar í einhverju bríerí sl. sumar, þegar hann hafði hamast á manni með dónaskap í heila viku, án aðfinnslna frá gungu þeirri, sem er umsjónarmaður skákhornsins, en ég ekki svarað neinu, sagðist hann ekki nenna að ráðast á mig lengur það væri ekkert gaman af ég þegði.
Þessi góðvinir, sem hafa verið perluvinir frá því á amk unglingaaldri og stundum verið full "nánir", amk að mati hvors annars, fóru nú báðir í launsátursdeildina út af skrifum mínum hér um mótið í Lúx. Þeir sneru út úr orðum og töldu þau þýða allt annað en þau gerðu. Fyrstur kom Kleppsstarfsmaðurinn og aftur varð hann fórnarlambið, þegar ég svaraði fyrir mig og sagði honum að hætta þessu bulli og halda kjafti. Síðan kom hinn, hempurúinn klerkur, sem virðist þrífast á því að eiga í deilum og fór fram með slíkum dónaskap, að sá fyrri, þessi sem vinnur á LSH, taldi hann hafa farið yfir strikið eins og venjulega, en taldi sig þó hafa orðið fyrir árásum frá mér! En það var hann sjálfur sem hóf þessi mál og ætti frekar að líta í eigin barm.
Klerkurinn hefur gert það að iðju sinni að ráðast á fólk í skákhreyfingunni með skítkasti og óhróðri, t.d. forseta og framkvæmdastjóra Skáksambandsins, ólympíuliðið, skólastjóra Skákskólans, ritstjóra www.skak.is, og ekki síst skákmenn sem eru að tefla í móti og hann veit að taka illa slíkum árásum. Hann hefur jafnvel gengið svo langt að ráðast á unglinga við taflborðið, vopnaður skákforritum sem hann notar til að þurfa ekki að afhjúpa hversu hann er sjálfur lélegur skákmaður (Hinn er reyndar góður skákmaður, sem hefur liðið fyrir líkamlega vanheilsu og því ekki náð þeim árangri sem hann ætti að gera miðað við skákgetu). Og síðan tekur hann því illa upp, svari menn árásum hans á unglinga þessa.
Og síðan til að kóróna allt er umsjónarmaður umræðuhorns skákmanna gunga, sem þorir ekki að taka á þessu mönnum, nema með silkihönskum einstaka sinnum. Flestir amk vita, að þegar átök verða á þessu annars ágæta horni, eiga þau sér jafnan upptök í árásum þessara manna á aðra.
Og nú get ég ekki lengur setið undir þessu og mun því ekki skrifa meira frá skákmótinu hér. Ég geri ofangreindan umsjónarmann, sem gengur m.a. undir nafninu Boris Panda, ábyrgan fyrir þessari stöðu, enda er það undir verndarhendi hans, að menn þessir fá að vaða uppi með þessum hætti. Time to grow up Mr. Panda! Ég skal viðurkenna, að ég hef stundum svarað fyrir mig af fullri hörku, en ég legg það ekki í vana minn, eins og þessir herramenn, að ráðast á aðra að ástæðulausu og að fyrra bragði.
Ég er semsagt búnað fyrirgefa þeim í síðasta skipti, amk i bili! Mælirinn er fullur. Mér þykir leiðinlegt að þurfa að bera þetta á borð hér, fyrir alþjóð, en ég vil ekki láta þessa menn komast upp með þetta einu sinni, einu sinni enn. Menn verða að læra af Munchen 1938 - ófriðarseggi er ekki hægt að friða, nema etv um stuttan tíma. Þeir byrja alltaf aftur, þegar þeir sjá lágan garð og veikan blett.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Lúxið
Nú jæja, another time another day. Nú hefur admin Skákhornsins með aðgerðaleysi sínu og ýmsu öðru gert það að verkum, að ég tel mig ekki geta haldið áfram að skrifa hér pistla um Lúx mótið. Með því að halda verndarhendi yfir vafasömum mönnum, sem reyna með skipulögðum hætti, úrúrsnúningum og óhróðri að valda manni skaða og trufla mann í mótinu (og það ekki í fyrsta
skipti!), mun ég ekki senda frekari pistla héðan um það sem gerist á skákstað. Og þetta er sömu mennirnir og komu í Séð og heyrt fyrir nokkru fyrir innbyrðis erjur og dónaskap. En nú hafa þeir semsagt ákveðið að slá saman. Mér líður nú eins og Póllandi í ágústlok 1939.
En mér ofbýður að þurfa að þola svona lagað á umræðuhorni skákmanna, ekki síst þegar maður er í miðju móti erlendis. Maður á svosem að vera orðinn vanur þessu, en nú er mér gróflega misboðið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Iðnaðarnjósnir í Lúx?
Jæja, það hefur ekki verið neitt leyndarmál hér á hótelinu, að Hjörvar er ekki að stúdera einsamall fyrir andstæðinga sína. Við höfum setið hér á stéttinni fyrir utan, drukkið vatn og stúderað, enda vantar helst til borð í herbergin og bara einn stóll hjá mér amk.
Nú við byrjuðum að stúdera í morgun, en síðan varð Hjörvari á að líta fram á gang, og stóð þá andstæðingur hans þar á hleri!! Þetta er sterkur IM með 2400plús, reyndar nær 2500 að ég held. Og hann sá etv ástæðu til að óttast stúderingar tveggja "möppeta". Eða kannski var hann bara í heilsubótargöngu, sem af einhverjum ástæðum náði til herbergisdyranna hjá mér. Maður veit aldrei. Eða kannski var hann bara villtur.
Við ákváðum því að sameina hádegismat og stúderingar og fórum í mollið. Þar náðum við fínum stúderingum. Ég setti upp ákveðin trikk í byrjuninni, sem vísast kemur upp í dag, en það var vonlaust að plata strákinn. Hann sá þetta allt um leið. Ohh, hvað ég vildi að ég hefði verið svona góður og haft svona mikinn stuðning þegar ég var á hans aldri. Með þessa hæfileika og mikinn stuðning, m.a. frá fjölskyldu hans (en stuðningur hennar við Hjörvar er til mikillar fyrirmyndar), Helli og Skáksambandinu/Skákskólanum getur hann ekki annað en náð langt. Og síðan, í ofanálag, kom Kaupþing inn með fimm ára styrktarsamning. Ég spái að guttinn verði í ólympíuliðinu 2010, ja, eða bara næsta vor, maður veit aldrei. Hann verður kominn með c.a. 2250, ef nú yrði slökkt á öllu, á næsta stigalista, sem er hækkun frá 2168, sem hann er með núna. Og þar að auki á hann eftir Politiken mótið síðar í mánuðinum og á síðan eftir að tefla með þessi lágu stig á Skákþingi Íslands í ágúst og EM í september.
Það er varla að maður nenni að fara að stúdera fyrir teoríuflóðhestinn frá Indlandi, sem ég tefli við á eftir. Hann er fæddur 1989, kann allar teoríur út og inn og vinnur yfirleitt með hvítt, nærri því sama hver andstæðingurinn er. Sem dæmi má nefna, að síðasta skák hans í databasenum er gegn Dreev, sem hefur verið meðal bestu skákmanna í heimi frá því um 1990, og þar jarmaði Rússinn á jafntefli tiltölulega snemma. Faktískt á hann eftir að slátra mér á eftir, en ég ætla amk að reyna að látann hafa fyrir þessu og helst að kría út punkt, hálfan eða heilan ef hann misstígur sig.
En best að reyna amk að stúdera eitthvað, svo maður verði sér ekki til skammar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Ubermorkinn morgunn í Lúx
Jæja, þá gerðist það í fyrsta skipti í ferðinni. Ég svaf hressilega yfir mig. Það helgast reyndar af því, að hafa farið seint að sofa. Og löglega afsakaður!
Hún var 8:55 þegar ég opnaði augun, leit á úrið, hoppaði í fötin og hljóp niður stigann til að ná í morgunmat fyrir 9. Yfirleitt er ég meðal þeirra fyrstu, eða fyrstur, á hverjum morgni. Nú rétt slapp ég inn og þurfti að sníkja mér disk, kaffibolla og ýmsan útbúnað, því búið var að taka allt slíkt lausadót af borðum.
Og veðrið jafn leiðinlegt og undanfarið, þ.e. slæmt íslenskt sumarveður. Þá er vísast gott veður á Íslandi. Ég sé fyrir mér Ugluna nývaknaða og á leiðinni á Þingvöll núna með stöngina. Og Stebbi Kristjáns kominn með tölvuna í gang og byrjaður að stúdera. Æjá, og maður situr hérna morkinn í Lúx.
En jæja, ég var nokkuð ánægður, þrátt fyrir allt, með skákina gegn vélmenninu í gær, þó ég hafi tapað. Ég fann þó amk trikk, sem leit vel út, en reyndist varhugavert, þegar betur var gáð með hjálp Rebekku minnar og tölvuforrita félaganna heima á Íslandi, en þeir fylgdust með skákinni live á netinu. Og auðvitað þurfti einhver að sjá þarna færi á að telja fram það neikvæða. En jæja, ekkert alvarlegt svosem þetta skiptið, maður hefur séð það verra og kippir sér ekkert upp við smá gagnrýni, þó hún hafi, að mínum dómi, verið byggð á misskilningi. Ég er nefnilega ekki með tölvuforrit í hausnum og get því ekki reiknað 10 leiki fram í tímann í flókinni stöðu. En jæja, troubled water under the bridge.
Ég fæ bráðefnilegan Indverja í dag, strákgutta með 2470 eló stig c.a. á hraðri uppleið. Hann vinnur eiginlega alltaf með hvítt (og ég hef auðvitað svart) og rúllar hann upp hverjum stórmeistaranum á fætur öðrum. Ég sé því ekki fram á sérstaklega náðuga tíma í dag. Þetta er skemmtilegasti strákur, er mér sagt, en af einhverjum ástæðum er hann kallaður "karrýkjúklingurinn". Mér varð á að nefna þetta í gær, og fékk þá strax á mig rasistastimpilinn á Skákhorninu. Mér fannst það nú frekar ódýrt.
En jæja, best að koma sér af stað. Taka inn lýsið, vítamínin og allt það dót, ásamt morgunverkunum. Von er á Hjörra eftir smástund í hinn hefðbundna stúderingatíma. Hörku skákir væntanlegar í dag. Áfram Ísland.
p.s. ég fékk kvörtun yfir, að hafa ekki minnst á Svíann í tvo daga. Ok. bæti úr því. Hann hafði setið undir áhlaupum og var eiginlega hnjaskaður fyrir, en nú var hann eiginlega varla einvígishæfur lengur og þurfti því að kalla til viðeigandi sérfræðing á vegum hótelsins til að festa nokkrar lausar skrúfur. Mr. Gustavsberg, alþjóðlegur meistari með amk einn stórmeistaraáfanga, er því til í slaginn á ný!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Sko strák!
Gaman að sjá, þegar "Nonna" eða öðrum Íslendingum gengur vel á erlendum vígstöðvum.
![]() |
Garðar Cortes í vinsælum breskum sjónvarpsþætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Barist við vélmennið
Jæja, þá var það vélmennið. Hannes taldi óþarft að ana beint inn í byrjunarundirbúning minn (gaman að hafa þannig reputation, að menn tefli nýjar byrjanir til að forðast stúderingarnar manns!) og tefldi hliðarafbrigði af Rauzer, sem ég hafði reyndar einu sinni teflt áður, en það var á Helgarmótinu á Akranesi 1984. Þá tefldi Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari þessu og var klossmátaður snarlega.
Þetta leit ágætilega út núna, ég óð á hann með látum og vélaði af honum hrók fyrir mann og peð og þar að auki voru "menn Hannesar í klessu", eins og einn orðaði það á skákhorninu. En Hannes náði mótspili og átti ég erfitt með að bæta stöðu mína. Svo fór, að ég missti tökin á stöðunni í tímahrakinu og tapaði, en þegar maður leit yfir þetta betur sást, að ég átti aldrei neitt sérstakt í þessu. Mótspil Hannesar var einfaldlega of öflugt, þegar hann komst af stað.
Héðinn vann "vin" okkar Íslendingana, Kasparov yngra, stórmeistara með 2500. Við ræddum aðeins við í upphafi umferðar og þar á meðal um skákstil og taflmennsku Kaspa þessa. En í mikilli baráttuskák þeirra félaga urðu svolitlar deilur um truflun við skákborðið en Kasparov var að mér skilst með einhverjar hreyfingar, sem trufluðu Héðin. En þetta heyrði ég bara eftirá, því þá vorum við Hannes farnir fram. Urðu víst töluvertð læti út af þessu. En gott hjá Héðni að láta kallinn ekki komast upp með neina stæla, en sá hlýtur að hafa verið orðinn verulega pirraður á þessum tímapunkti.
Maður þessí hlýtur nú að vera farinn að hata Ísland, en hann hefur aðeins náð hálfum punkti gegn þremur Íslendingum, og það einmitt gegn mér. Roar, þetta fer að vera embarrassing sko. Og til að kóróna allt, munaði litlu að hann fengi Hjörvar í dag, og eiginkona hans, sem tekur þátt í mótinu, fær Rúnar Berg á morgun!!
Ef lítill og grjáslykjulegur austantjaldsmaður með bakpoka og í stuttbuxum sést míga á Stjórnarráðið á næstu misserum, er það örugglega þessi náungi.
Nú, Robbi vann Fionu, og Hjörri gerði solid jafntefli við alþjóðlegan meistara, nokkuð þéttan náunga. Gott hjá stráknum en þetta var lengsta skák dagsins. Rúnar Berg tapaði og fær semsagt frú Kasparovu á morgun. Áfram Ísland.
Við Hannes skruppum síðan á pizzustaðinn eftir skák og spjölluðum um heima og geima. Langt síðan maður hefur séð kappann, maður rakst lítið á hann í Íslandsmóti skákfélaga og sá hann aðeins í Prag í janúar. Alltaf gaman að spjalla við Hannes, jafnvel þo´hann hafi unnið mann!
En jæja, þá er það "karrýkjúklingurinn" svokallaði á morgun. Ég fæ sem sagt grjótharðan og vel stúderaðann Indverja með um 2470 á morgun: Það kostar, eins og Steini Stonestone segir. Maður verður bara að spýta i lófana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Enn einn morguninn í Lúx
Jæja, enn einn morguninn. Klukkan orðin sjö að staðartíma, fimm heima á Frón-kexi. Ég steinlá fljótlega eftir að ég skreið upp á herbergi í gærkvöldi og strákarnir voru farnir. Við komum heim á hótel, þ.e. Carpini, beint eftir skák, borðuðum niðri á hinum frábæra ítalska restauranti og síðan fóru menn upp til að tékka pörunina í næstu umferð.
Ég hafði sagt, að ég fengið örugglega Hannes Hlífar í næstu og sú varð raunin. Þetta er svona, að ef þú vilt ekki fá einhvern andstæðing, sem þú átt möguleika á að fá, færðu hann. Svona hefur þetta verið amk í þremur síðustu umferðum hjá mér. En maður hefur sloppið só far, en Hannes er ekki kallaður Róbót fyrir ekki neitt. Strákarnir heima gáfu honum þetta viðurnefni, því þegar þeir tefldu gegn honum lék hann leikjunum áreynslulaust og nær alltaf með jöfnu tímabili, rétt eins og forritað vélmenni ætti í hlut. Og hann vann að vitaskuld nánast alltaf. Ég lenti í vélmenninu sl. haust í einvígi í Skákþingi Íslands og fór niður í logum, og var ekki mjög sáttur að sjá pörunina í gær. En skákin okkar verður sýnd beint á vefnum, en slóðin þar að lútandi er á www.skak.is og á heimasíðu mótsins, sem einnig er auglýst á sama stað og á forsíðu www.taflfelag.is . Stefnan er, að láta a.m.k. ekki auðmýkja sig gjörsamlega fyrir framan íslenska skáksamfélagið. Grunar mig, að þá muni fylgja vænar athugasemdir á skákhorninu.
Sergey Kasparov hlýtur nú að fara að stofna "I hate Iceland" samtök, sérstaklega eftir að Héðinn væóleitar hann yfir skákborðinu í kvöld. Spái ég, að þessi annars sterki stórmeistari muni fara niður í logum gegn okkar manni. Kannski halda jöfnu, ef hann teflir vel. Ef hann gat ekki unnið okkur Robba með hvítu á hann ekki séns í Héðin með svörtu. Þar fer annað róbót, sem er alveg agalega erfitt að eiga við, sérstaklega á góðum degi.
Robbi fær þokkagyðjuna Fionu, sem á marga vini á Íslandi (og þeim hefur fjölgað á síðustu dögum). Rúnar Berg fær nokkuð sterkan mótherja og Hjörvar fær alþjóðlegan meistara með hvítu. Spái ég að meistarinn sá finni fá svör gegn 1.c4 leik Hjörra. En ætli maður verði ekki sáttur við jafntefli þarna, en auðvitað vill maður að strákurinn vinni.
Jæja, nú hefst undirbúningurinn fyrir skákina gegn Hannesi. Vaknaði um fimm, sinnti morgunverkunum og fór niður í morgunmat, bloggaði aðeins og kíkti á rafpósta. Það góða er, að ég veit vel hvað Hannes teflir að janfanði en gallinn er, að hann veit líka hvað ég tefli. Fátt er svo með öllu gott, að ekki boði nokkuð illt. Og nú hefjast massívar stúderingar (Hannes! ef þú ert að lesa þetta, skaltu hætta núna).....eða kannski ég slái þessu bara upp í kæruleysi og komi frekar úthvíldur til leiks. En ætli ég ákveði ekki fljótlega, hvor leiðin verði fyrir valinu.
En jæja, meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá ferðalagi strákanna í
gær til Lúx City.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Skin og skúrir
Jæja, mínir menn í FRAM töpuðu gegn Haukum , en það gat verið verra. Vona ég amk að stórstjarna þeirra Haukamanna, Hilmar þeirra Emma og Hönnu Rúnu, hafi náð að hrella mína menn aðeins. Hann á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana, en hann og Emil Hallfreðsson landsliðsmaður eru bræðrasynir. Spái því að þeir frændur spili saman í landsliðinu áður en langt um líður...og vona, að ef stráksi fer í stærra félag, að þá verði þeir bláu í Grafarholtinu fyrir valinu, ekki fimleikafélagið í Spurs búningnum.
Þar að auki er ég ánægður með, að úr því að FRAM féll út svona snemma, skuli það hafa verið gegn Haukum. Af ýmsum ástæðum var undirritaður tilnefndur til íþróttamanns Hauka 2005, þannig að maður er nú ekki alveg ókunnugur í Firðinum. En ég hef bara gott eitt um Haukana að segja.
En það bjargaði kvöldinu hjá mér, fyrir utan jafnteflið við Kasparov, að sjá KR falla út. Greinilega eiga Reykjavíkurstórveldin erfitt með KFUM liðin tvö, Val og Hauka, eða KFUM Hlíðarendi og KFUM Hafnarfjörður.
![]() |
Valur vann KR í vítaspyrnukeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Húkkað far í Lúx
Jæja, erfiður dagur. Strákarnir fóru í Lúxembourg City, en ég sat heima og stúderaði fyrir Kasparov. Þeir ætluðu svo að sækja mig kl. 17.15 í síðasta lagi, en rétt yfir fimm hringdi Robbi í mig. Þeir voru þá fastir í ótrúlegri umferðarteppu og reiknaði GPS systemið hans Grétars það út, að þeir myndu, miðað við óbreyttar aðstæður, ná á svæðið 17.45, þ.e. kortéri eftir að skákin átti að hefjast.
Mér var semsagt ráðlagt, að taka leigara. En hótelgaurinn hringdi á leigara, en enginn laus fyrr en eftir dúk og disk. Ég lagði því af stað á puttanum, en ég var varla komin af stað, þegar bíll stoppaði og voila. Þá var það Belginn sem ég væóleitaði við skákborðið í gær og pabbi hans. Þar fékk ég solid far og mátti prísa mig sælann.
En aftur að Kasparov. Hann tefldi allan f...... í databeisnum, svo ég varð að circa hann út. Og auðvitað var þetta allt til einskis. Hann tók mann út í helstu teoríum í Paulsen og tefldi sama og ég tefldi gegn Hannesi Hlífari í einvígi okkar á Skákþingi Íslands síðast. Ég nennti ekki að bíða eftir að hann kæmi á mig og fór af stað á hann og gaf honum færi á hróksfórn sem hefði leitt til hörku sóknar hjá honum, en hann tefldi eins og hann ætlaði í þá leið. EN þar eyddi ég 15 mín til einskis því hann svaraði samstundis og hafnaði fórninni. Hefur greinilega treyst útreikningum minum, enda stóðst þessi fórn ekki, ekki frekar en fórnin hans gegn Robba í 2. umferð. En þetta var snjallt hjá honum, því nú fékk hann mjög þægilega stöðu og tel ég, að þar hafi ég haft stöðulega tapað. Amk taldi ég víst, að dagar mínir væru taldir en ákvað að sprikla á önglinum. Ég fórnaði síðan peðinu, sem hélt stöðunni saman en náði að virkja mennina og plata hann svoldið. Hann fann einu leiðina til að halda taflinu gangandi, en þegar við sömdum þá hefði ég frekar getað haldið áfram en hann, en staðan var samt teorískt jafntefli. Hann var ekki sáttur kallinn, en svona er lífið.
Hjörvar og Róbert sömdu jafntefli. Hannes líka með hvítu. Rúnar Berg vann glæsilega, eftir glæsilegt riddarahopp. Héðinn tapaði.
Ég fæ Hannes á morgun, en Robbi fær Fionu okkar. Og Héðinn fær Kasparov með hvítu. Spái ég, að þar fái Hvít-rússneski stórmeistarinn einn eitt áfallið gegn Íslendingunum í þessu móti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Kaupþingsmótið í Lúx
Fréttir frá mótinu eru á www.skak.is og svo vitaskuld á þessu bloggi: http://hvala.blog.is
til vinstri: Hjörvar að stúdera aðeins á tölvu undirritaðs í "stúderingahorninu", meðan sá gamli tekur einvígi við Svíann.
![]() |
Sex íslenskir skákmenn tefla í Lúxemborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)