Upptyppingar

Jæja, nú fara Upptyppingar að láta gossa úr iðrum sínum. Og Veðurstofan farin að undirbúa verjur á þennan óskapnað.


En ég skil annars ekki þetta nafn. Í mínu ungdæmi hefði þetta nú bara heitið Standpínur.


mbl.is 2.300 skjálftar við Upptyppinga frá febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

phpbb

TRblattJæja nú var heimasíða Taflfélags Reykjavíkur að fá spjallborð. Nýlega bættist þar við myndagallerí. Strákarnir hjá Allra Átta smelltu þessu inn með prýði, undir verkstjórn Esterar verkefnastjóra. T.R. var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá styrktarsamning við Allra Átta, sem skaffaði félaginu hið frábæra vefumsjónarkerfi A8. Ég meina, ólíklegustu menn í TR geta nú skrifað fréttir á síðuna án vandræða.


Nýja spjallborðið er innflutt frá phpbb. Ég kann nú ekkert á þetta, en auglýsi hér eftir einhverjum snillingum, sem gætu miðlað af reynslu sinni af þessu spjallborðskerfi.


En a.m.k.; þeir sem vilja geta skráð sig til leiks á spjallborðinu. Þar má ræða um fleira en skák, sem þó er vissulega þungamiðja spjallborðsins.

En a.m.k.: velkomin á Taflfélagsspjallið!


Veik stjórnarandstaða

geirUndir venjulegum kringumstæðum ættu VG, Framsókn og Frjálslyndir að vera í einhverjum plús, þar eð það er talið gott að vera í stjórnarandstöðu, fylgisaukningarlega séð.


En ekki núna.


Í fyrsta lagi er stjórnin bæði sterk og vinsæl. Hún hefur komist hjá því að gera slæm mistök og aðfinnslur VG í utanríkismálum eru bæði ruglingslegar og oft á tíðum óskynsamlegar, s.s. hvað snertir Hamas.


En síðan held ég, að Hamas-þjónkun Ögmundar og Saving Iceland stuðningur, sem greinilega var til staðar hjá þekktum VG mönnum, hafi komið í bakið á VG. En Framsókn týnd núna og Frjálslyndir hafa verið uppteknir við að eignast Útvarp Sögu. Og Ómar sami brandarinn og venjulega.


Ergo: sterk staða stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig og Samfó tapar einu prósenti. Ætli maður fari ekki að heyra gömlu frasana um að "hækja" Sjálfstæðisflokksins tapi alltaf fylgi?


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veslings kortin

Þau eru bæði blaut og á þeytingu til og frá undan vindi.


Af hverju er ekki hægt að segja: "Veðurstofan spáir rigningu og roki", heldur en að reyna að telja fólki trú um, að það sé rigning og rok í kortunum.


mbl.is Rigning og rok í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prentarar hættulegir heilsu manna?

Þetta er auðvitað tóm steypa. Ég þekki marga prentara og engin þeirra hefur gert mér neitt og enn síður skemmti í mér lungun.

Prentarar eru upp til hópa ágætis fólk og hef ég enga ástæðu til að ætla, að mér standi nein hætta af þeim.


mbl.is Prentarar geta verið skaðlegir heilsu fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hilton

Ég skil nú ekki hvers vegna afi gamli er fúll út af kynlífsdæminu í Paris og enn síður hvað hann hefur á móti kynlífsmyndböndum.


Í þau skipti sem ég hef gist á Hilton var auglýst með áberandi hætti á herbergi mínu (ekki sama hótelið hvort skipti) að ég gæti fengið keypt mér áhorf á klámmyndir.


Kannski er afinn svona fúll yfir, að hann hefur ekki fengið að sýna myndbandið með Paris á Hilton hótelunum?


mbl.is París Hilton gerð arflaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómas Björnsson er á lífi

tommiÍ gær og í dag hafa kjaftasögurnar farið á kreik um Tómas nokkurn Björnsson, sem var víst skv. DV aðalleikarinn í þessu hörmulega máli um helgina.


Síminn hefur varla stoppað hjá mér, enda er vinur minn, Tómas Björnsson, á þessum sama aldri og nefndur er. Og nú er þessi kjaftasaga farin af stað víða hér í bæ og margir skákmenn orðið fyrir töluverðu ónæði vegna þessa, og vísast hefur fjölskylda Tomma orðið þar verst úti.


En Tómas Björnsson skákmaður, Brekkugerði 9, Rvk, var a.m.k. á lífi og við hestaheilsu í gær, þegar einn af okkur skákstrákunum hafði samband við hann. Hann þekkti reyndar alnafna sinn, en sagði sjálfur, að fréttir að andláti sínu væru stórlega ýktar. Og hann var þar af leiðandi ekki maðurinn niðrá Sæbraut.


Vinsamlegast hættið þessum kjaftagangi og leyfið látnu fólki að vera í friði, amk uns búið er að jarða og helst lengur. Og hættið þessum hringingum og emailum í mig um þetta mál, takk. Ég er ekki 118.

 


Eiður til West Ham?

Jæja, allt í áttina. Það væri gaman að sjá Smárann í West Ham, sem er svona vara-uppáhaldslið mitt í Englandi, og hefur verið frá því ég var patti (síðar bættist við Leicester, þar sem ég var í námi).


En með þessum kaupum myndi Hammers styrkjast enn, en liðið er nú orðið vel skipað, á pappírnum amk. Spurning hvort Hammers fari nú ekki að hrinda Spurs af stalli sem þriðja besta lið Lundúna?


Þar fyrir utan finnst mér Eiður passa betur við enska boltann en þann spænska...eða a.m.k. passa betur í Hammers en í Barcelona og ekki hefur tilkoma Henrys hjálpað til við að festa okkar mann í sessi þarna suðurfrá.


mbl.is Viðræður West Ham og Barcelona um kaup á Eiði sagðar hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KR Nörd?

Jæja, oftlega er leiðin löng, sem liggur milli vina. Hið sama gæti gilt um félög. En stundum er leiðin löng á milli tveggja botnliða, annars vegar KR og hins vegar KF Nörd.


EN ætli þessi tvö félög verði ekki bara sameinuð undir einu nafni, KR Nörd?


mbl.is Oft staðið til að ég tæki við KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir halda heim frá Írak

Jæja, danskurinn að flýja Írak.


Einhvern veginn skil ég ekki hvað Danir voru að gera þarna. Þeir eru nú ekki þekktir fyrir neina sérstaka hermennsku. Lúffuðu jafnan fyrir Svíum í den, og síðar Þjóðverjum. Þeir einu, sem þeir réðu við, voru Íslendingar og óvopnaðar nýlenduþjóðir.


En Danir ágætir að öðru leyti svosem, en litlir bógar í hermennsku.


Og síðan held ég, að Kanarnir eigi bara að sjá um þetta Íraksmál sjálfir, já, ásamt Bretum auðvitað. Hinir þarna ættu bara að drífa sig heim.


mbl.is Heraðgerðum Dana í Írak lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband