Sunderland vann Spurs

Arsenal hjartað mitt gleðst. Það er greinilega ekki nóg að kaupa og kaupa leikmenn, eins og Spurs hefur verið að gera hin síðari ár...já, og selja þá suma strax aftur burtu.

 

http://soccernet.espn.go.com/match?id=219026&cc=%


Kolvetnisjafnandi hækkun

Jæja, ég svosem syrgi þetta ekki. Kolvetnisríkar vörur eins og hveitið og annað svipað hækkar. Ok, þá hækkar pastað! Gott. Þessi óholli varningur á auðvitað að vera dýr, eins og hver önnur "lúxusvara". Bara þetta gæti lækkað meðalþyngd Íslendinga.


Nú er lagið að taka kolvetnisjöfnun á þetta og fara að borða heilbrigðari mat, en sleppa þessu óholla kolvetnissulli eins mikið og hægt er.


mbl.is Verðhækkanir í nánd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanþroska vesturbæingar

KRÞað var hér fyrir nokkrum árum, að KRingar urðu Íslandsmeistarar. Ég man ekki betur en, að amk sumir stuðningsmenn annarra liða hafi aldeilis fengið háð og spott frá stuðningsmönnum KR. (Myndin til vinstri er frá þeim tíma, þegar KRingar ætluðu víst að leyfa súludans eða eitthvað svipað nektarkennt í félagsheimili sínu!)


En nú, þegar KR er á botninum, er húmorinn skyndilega horfinn úr Vesturbænum eða að því að virðist. Léttur húmor, með solid grafík sem ég fann á netinu og birti, um KR var níddur niður á KR spjallinu, og það sem meira var, svo var ég persónulega. Ég hafði ekki ráðist á neinn af þeim persónulega, heldur komið með létt djók um KR, en því var svarað með þessum hætti. Svona vanþroska einstaklingar ættu að leita sér fróunar annars staðar en á spjallborðum. En maður undrast, að krakkar í 5. flokki skuli fá að leika sér þarna. Þetta eru yfirmáta barnaleg viðbrögð hjá sumum KRingum, sem sjá ekki muninn á persónum og félagi sínu, og svara gríni í garð þess með persónuníði. En þetta hvetur mann til að halda áfram á sömu braut, það segir sig sjálft!

Það nýjasta er þetta, komið í "andsvari" við smá FH-húmor, sem ég fann á netinu og birti: 

Þessi rugludallur sem er frammari minnist ekki á sína menn en níðir önnur lið aðallega KR í svaðið…


zebraJá, bara sama sagan. Ég fæ sem sagt viðurnefni eins og áður, og dónaskap, þó vægar sé kveðið nú en fyrr, enda tel ég að KRingar ættu ekkert að hafa á móti smá FH djóki. En voðalega eru menn viðkvæmir í Vesturbænum um þessar mundir! Og þar að auki níddi ég ekki KR niður í svaðið, heldur birti bara grínmyndir sem ég fann á netinu og sagðist óska þess (eins og mig grunar að meiri hluti fótboltaáhugamanna óski innst inni) að KR myndi falla (enda í baráttu við mína aula í FRAM og mín vegna má alveg gera grín að þeim, og helst þjálfaranum, sem hefur aldrei getað neitt!). En til að gleðja KRinga set ég hér til hægri mynd af nýjasta leikmanninum þeirra. Ólíkt sumum í KR, getur hann amk hlaupið.


En ef KRingar vilja að ég níði þá í svaðið, skulu þeir bara biðja um það. Ég gæti örugglega fundið eitthvað krassandi.


Stórglæpamaður kemst undan!

Já, og þetta ratar í fréttirnar! Jæja, ekki svo sem ómerkilegra en margt annað.
mbl.is Ánamaðkaþjófur á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höldum landinu hreinu!

FHÉg meina, það er varla hægt að styðja lið sem spilar í Spurs-búningnum!

Dagbók Britneyjar

Skellti krökkunum í pössun

Fór að versla

Fór á klósettið þrisvar

Fór á snyrtistofuna

Fór til hárkollugerðarmannsins

Keyrði á

Lamdi ljósmyndara

Skellti á Kevin

Sendi þetta yfirlit til Mbl.is, sem vill endilega birta hvert smáatriði úr lífi mínu.


mbl.is Britney bakkaði á bíl undir vökulu auga papparassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Shaving Iceland back in business?

Og ég sem var að kaupa mér ný Gillette Mach 3 blöð í gær.
mbl.is Málningu slett á sendiráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

365 tapar minna en venjulega!

En ætli enski boltinn sé kominn inn og það massíva tap, sem þar verður, ekki síst vegna:

a) enski boltinn keyptur á yfirverði
b) alltof dýr fyrir áskrifendur og margir hætta hjá 365, eða kaupa ekki.


En a.m.k. hlýtur fyrirtæki, sem borgar forstjóra sínum margar milljónir á mánuði í laun, að gera það bærilegt.


mbl.is Mjög dregur úr tapi 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG og íslamistarnir

 

c_vg_152737Ég var að lesa skrif Hans Haraldssonar um vinskap VG og íslamista. Þessi vinátta er mér líka undrunarefni, enda fyrirlíta íslenskir sósíalistar eiginlega allt sem íslamistar standa fyrir, og öfugt. En þessir tveir hópar eiga tvennt sameiginlegt: ákveðin tortryggni í garð vestræns kapítalisma og hatur í garð Bandaríkjanna. Hið síðara er sérstaklega mikilvægt, en á því grundvallast þetta samúðarbandalag sósíalista víða um Evrópu og íslamista. Í það blandast andúð sósíalista á Ísrael, sem er þá í hlutverki puppet-ríkis Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Það er verra, að margir úr þessu bandalagi hafa gengið skrefi lengra og fært hatur á Ísrael yfir í gyðingahatur per se, en mörg skrif þeirra, jafnvel hér á landi, hafa verið því marki brennt. Og íslamistar hata greinilega Gyðinga og Bandaríkjamenn (og stundum Breta), hvar sem þeir búa í heiminum. En það er önnur saga.


En Hans segir svo í pistli sínum:

 

Það er merkilegt hvað prinsippmennirnir í VG geta verið umburðarlyndir gagnvart gagnvart öllum sem á annað borð hafa unnið sér það til ágætis að vera andstæðingar Bandaríkjanna.

Vinátta Ögmundar Jónassonar og Íslamistana í Hamas er þegar orðin fræg að endemum.

Þann 7. þessa mánaðar birtist greiní fréttablaðinu þar sem Steingrímur J. Sigfússon fordæmdi aðgerðir NATO í Afganistan og taldi upp ýmsa slæma hluti sem hann taldi að mætti rekja til Bandaríkjanna og NATO. Lýsti hann stríðsþjáningum afgönsku þjóðarinnar og virtist fullviss um að stríðrekstur Talíbana þrifist á stuðningi hennar. Auk þess hefur hann áhyggjur af "afar hæpnu réttmæti þess" að Bandaríkjamenn hófu stríðreksturinn til að byrja með.

Varðandi stríðsþjáningarnar þá hefur Steingrímur e.t.v gleymt því að það var borgarastríð í Afganistan áður en Bandaríkin réðust þar inn og hafði staðið, í ýmsum myndum, frá 1978. Glöggir lesendur taka væntanlega eftir því að það var árið áður en að innrás Sovétmanna hófst og því áður en afskipti Bandaríkjamanna hófust. Á tímabilinu frá 1989 til 2001, eftir að Sovétmenn fóru og Bandaríkjamenn hættu afskiptum sínum,  börðust Afganir sín á milli í gríð og erg. Það er nefnilega ekki þannig að það þurfi Bandaríkin til þess að það geti verið stríð. Þau virðast bara ekki trufla Steingrím jafn mikið.

Það má vera að Steingrímur hafi gleymt því hver aðdragandi stríðsins var en samkvæmt mínum bókum neituðu Talibanar að afhenda Osama bin Laden í kjölfar hryðjuverkana 11. September. Kannski fannst honum  Pearl Harbor líka hæpin stríðsástæða?

Steingrímur virðist líta á það sem einhverskonar mannúðarráðstöfun að draga NATO herina frá Afganistan. Að mati femínistans eru Talíbanar og borgarastríð eru víst mun þolanlegri en Bandaríkjamenn og borgarastríð. Ég skal fallast á það sjónarmið og kjósa VG í einum kosningum ef Steingrímur fellst á að ganga í búrkhu og þegja það sem eftir er.

Það yrðu góð býtti.

 

Ég skal koma inn í þennan pakka líka. Við Hans myndum sóma okkur vel í VG, þar sem Steingrímur þegir og sést varla í neðanundir hinum öfgamúslímska kvenbúningi.


Finn-air

Auðvitað á Icelandair Group, undir stjórn Finns Ingólfssonar, að kaupa þetta fyrirtæki. Það segir sig sjálft. Ég meina, það heitir ekki Finn-air fyrir ekki neitt.
mbl.is Uppgangur hjá Finnair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband